Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.11.1972, Blaðsíða 11

Dýraverndarinn - 01.11.1972, Blaðsíða 11
Er aflífun sela ábótavant? Fyrr á árum háðu dýraverndunarmenn harða bar- áttu fyrir því að breyta hroðalegum aðferðum við af- lífun húsdýra. Kindur voru hálsskornar og á stórgripi voru notaðar helgrímur. Oft vildi það bera við, að dýrin létust ekki strax, og liðu þá miklar kvalir áður en yfir lauk. En sem betur fer, þá breyttust þessar úreltu og hroðalegu aðferðir, og þekkist ekki lengur að annað sé notað en viðurkenndar byssur. Yanir menn annast slögtun, svo ætla má, að það heyri til algjörra undan- tekninga, að húsdýr deyi ekki strax við slöktun. Þetta var mikil og góð breyting til bóta, og nú er svo komið. að það þætti óheyrilegt ef það yrði heyrum kunnugt. að húsdýr væru aflífuð á annan hátt. Aðalbreytingin er fólgin í breyttum hugsunarhætti gagnvart gömlum venjum. En á einstaka sviðum upp- götvast, að orðið hefur alvarleg stöðnun, sem stingur gjörsamlega í stúf við allar þær framfarir sem hafa orðið á nálega öllum sviðum. Á aðal selveiðitímanum fyrrihluta sumars birtust frásagnir í dagblöðum um selveiðidráp hér við land, sem vakti furðu margra dýraverndunarmanna. Sela- keppur var notaður við drápið og síðan hnífur, sem brugðið var á háls dýrsins eða það mænustungið. Frá- sagnir þessar vöktu marga til umhugsunar um hversu sóðalegar aðfarir eru notaðar á þessu sviði. Hafa marg- ir aðilar vakið athygli á þessum aðförum. I viðtölum við ýmsa veiðimenn kemur fram að yfir- leitt er farið að nota byssur til veiðanna, en samkvæmt þessum frásögnum sem birtust í fleiri en einu dagblaði, þá virðast forneskjuleg vinnubrögð ríkja á þessu sviði. Það virðast því vera til bændur, sem hafa staðnað í allri framþróun, og halda enn við í dag viðbjóðslegum veiðiaðferðum. Þetta er því undarlegra fyrir það hve bændur eru annars þekktir fyrir að vera fljótir, flestir hverjir, að hagnýta sér nýtízku vinnubrögð. Einnigeru íslenzkir bændur kunnir að því að fara yfirleitt vel með dýr sem þeir umgangast. I einni lýsingunni kemur fram, að rotaður selur rankaði við sér og reyndi að forða sér áður en hægt var að korna við hnífnum, en snar veiðimaður náði að aflífa dýrið, áður en það komst á sund. Á öðrum stað í sömu lýsingu, segir orðrétt: „Selakeppirnir höfðu orðið eftir handan lónsins, og varð því að nota það barefli, sem alltaf er tiltækt, — hnefann. Með duglegum höggum á framanvert höfuð- ið voru þeir gerðir meðvitundarlausir til þess að auð- velda dráttinn.” Þegar þessar aðfarir eru ræddar við selveiðimenn, þá kemur sú skoðun m. a. fram, að skot styggi selinn, þess vegna verði að nota keppinn, þó barsmíðarnar séu við- bjóðslegar veiðiaðferðir, því oft kemur fyrir að höggin geiga og berja þarf tvisvar eða þrisvar, áður en selurinn missir meðvitund. Þetta viðurkenna ýmsir gamlir veiði- menn. DÝRAVERNDARINN 75

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.