Dýraverndarinn - 01.11.1972, Qupperneq 15
GAMLI LÓTAN
Saga eftir Þorstein Erlingsson.
Lótan var alræmt illmenni og hörkutól bæði við
menn og málleysingja. Hann var auðugur af gangandi
fé og bjó undir Letafjalli, þar sem andinn Gúlú átti
heima. Allir vissu að Gúlú hataði Lótan, því Gúlú
er verndari dýranna og tekur þau til sín þegar þau
deyja, en Lótan var mesti hesta níðingur og með allar
skepnur fór hann illa. Agirndin hvíslaði því allt of oft
að honum, að leggja of þungt á asna sína og hesta,
og svo barði hann hvað sem fyrir var, þegar geðvonsk-
an hljóp í hann. Hann var nú orðinn fertugur maður
og hafði búið þar í 20 ár á föðurleifð sinni; á þessum
árum hafði hann nítt og drepið marga skepnu, og þó
hafði hefndarandinn Gúlú aldrei getað fengið fang á
honum til að jafna á honum, því glögg mörk voru um
fjallið, sem greindu ríki andans frá löndum nágrann-
anna og yfir þau mörk mátti Gúlú aldrei stíga. Þetta
vissi Lótan og skákaði óhræddur í því hróksvaldi.
Lótan var einlagt í vinnufólks hraki og varð því
oftast að fara sjálfur til aðdrátta. Eitt haust fór hann
sem oftar í kaupstaðinn til að sækja sér salt. Hann fór
sjálfur gangandi, og teymdi á eftir sér einn asna. Lótan
fór aldrei tómhentur úr kaupstað, og í þetta sinn voru
það engir smáræðis baggar, sem hann hafði á asnanum
þegar hann sneri heimleiðis. Yegurinn lá yfir Letaheiði
skammt frá fjallinu. Lótan var vanur að hafa heiðina
í einum áfanga og eins ætlaði hann að hafa það í þetta
sinn, en heiðin var illilega á fótinn og svo fór að rigna
þegar að dagmálum leið, svo götur urðu blautar og
rann asninn í hverju spori. Lótan lagði þá upp á hann
tauminn, gekk svo sjálfur á eftir hanum og lét reyr-
prik sitt minna hann á að halda áfram þegar honum
þótti hann verða of hægfara. Þeim sóttist þó mjög seint
heiðin, og þegar farið var að dimma voru þeir hvergi
nærri búnir að ná háheiðinni. Þá var asninn orðinn
svo latgengur, að hann stanzaði í öðru hverju spori.
Þangað til hafði prikið getað þokað honum dálítið
áfram, og allra verstu höggin höfðu jafnvel getað kom-
ið töluverðu lífi í hann, en nú dugðu þau ekki lengur.
Það var nú eins og skepnan væri orðin öldungis til-
finningarlaus og hefði fastráðið að láta manninn fara
með sig héðan af hvernig sem hann vildi. Lendin og
lærin voru öll úfin og röndótt eftir prikið, og á tveim
stöðum dreyrði úr gömlum sárum sem höggin höfðu
rifið upp á ný. Seinast voru saltpokarnir orðnir svo
þungir af vætunni og asninn svo dauðuppgefinn að
hann gat varla staðið á fótunum, og loks rak að því að
hann gat ekki borið hvorn fótinn fram fyrir annan
og stóð þar svo grafkyrr eins og dæmdur. Nú stökk
Lótan upp úr götunni tútnaður af heipt og reiddi prik-
ið báðum höndum að lend asnans, og brá honum dálítið
við, en mátturinn var farinn og féll hann þar niður á
götuna undir klyfjunum. Þá varð Lótan öldungis hams-
laus. „Heldurðu kannski bölvaður þrjóturinn þinn, að
ég fari að taka af þér pokana fyrir það þó þú fleygir þér
niður af leti”, sagði Lótan. „Nei, yfir heiðina skaltu með
saltið í nótt". Um leið og hann sagði þetta rak hann
fótinn mjög illilega í asnann og skipaði honum að
standa upp, en asninn gerði ekki annað en titraði og
stundi, svo Lótan bjóst til að gefa honum enn betri
ráðningu, en í því bili var þrifið í herðar Lótans mjög
óþyrmilega og honum hnykkt niður kylliflötum og um
leið sagt með sterkri rödd og alvarlegri: „Vogar þú
þrælmenni, að misþyrma asnanum þar sem hann ligg-
ur fyrir fótum þér magnlaus af þrælkun og þar að
auki fótbrotinn?" Það var eins og dálítið svifi að Lótan
við byltuna, en þegar hann rankaði við og leit upp, sá
hann feikna stóran anda gnæfa yfir sér og hélt að
Gúlú væri þar kominn, og augnaráð andans var ekki
ólíkt því sem hann ætlaði að halda þar dómsdaginn
þegar í stað og umsvifalaust. „Það er þrjóskan sem
hefur fótbrotið asnann en ekki ég", sagði Lótan, „og hér
á veginum átt þú ekkert vald yfir mér Gúlú, farðu
þangað sem þú átt að vera og láttu mig og mitt í friði".
„Þegi þú mannfýla", svaraði andinn, „ég vil ekki heyra
þig nefna nafn hins mikla höfðingja vors, en þó ég sé
einn meðal hinna minnstu þjóna hans, þá skaltu nú
samt búast svo við, sem ég muni ráða viðskiptum okk-
ar um stund; og það skaltu vita, þegar svo hryllilega
er farið með saklausar skepnur, eins og þú nú hefur
gert, þá eru ríki hans engin takmörk sett, og þó þér
væri það meir en maklegt að ég bryti hér nú í þér hvert
bein, þá vill Gúlú ekki það, því jafnvel þig sem ekkert
réttlæti þekkir lætur hann þó ná lögum og því færi ég
þig nú fyrir Dýradóminn og þar munu réttlát og mak-
leg laun bíða þín".
Svo þreif andinn Lótan upp og flaug með hann
gegnum loftið allt að efstu bungu fjallsins; fóru þeir
þar inn í afarmikla gljúfragjá. Þar var niða myrkur
inni og hengiflug til beggja handa. Þeir fóru svo um
DÝRAVERNDARINN
79