Dýraverndarinn - 01.02.1975, Side 4
Dýraverndarinn sextugur
Allgóður og farsæll aldur það,
mun einhver hugsa, og það hjá ekki
stærra blaði en Dýraverndarinn er.
Ekki er þó því að neita, að oft hef-
ur verið alldokkt í álinn hjá blað-
inu á undanförnum árum, bæði
hvað fjárhag og kaupendafæð snert-
ir. Hitt hefur svo verið happ blaðs-
ins, eða höpp, að ýmsir merkir og
ágætlega ritfærir menn hafa lagt
blaðinu lið og annast ritstjórn þess
á þessum mannsaldri, sem blaðið
hefur nú lifað. — Skulum við nú
fletta árgöngum blaðsins, skyggn-
ast í löngu lesin blöð og staldra þá
helst við í afmælis-blöðunum og
sjá hverju þar hefur verið sagt frá.
— í blaðinu 1925 (1. bl. 11.
árg.) segir ritstjórinn svo:
„í júlí í fyrrasumar var í fám
orðum minst 10 ára afmælis „Dýra-
verndunarfjelags íslands". Nú eru
komnir út 10 árgangar málgagns
þess.
„Dýraverndaranum" var frá upp-
hafi vel tekið, og hann hefir ávalt
verið nokkur byrði á fjelaginu öll
þessi ár, nema síðastliðið ár. Má
ýmsar orsakir til þess finna. Fyrstu
árin var verð blaðsins svo lágt, að
það borgaði ekki prentunarkostnað,
og varð f jelagið þá auðvitað að bera
hallann. Seinni árin hefir þrengt að
almenningi með gjaldeyri,og heimt-
ur andvirðis því orðið allmisjafnar.
Dýraverndunarfjelög annara
þjóða á Norðurlöndum, og eflaust
víða annarstaðar, þó að oss sje síð-
ur kunnugt, njóta mikils styrks úr
ríkissjóði. Svo mikils þykir þar um
vert dýraverndunarmálið. Alþingi
hefir eitt ár veitt 1000 krónur til
fjelags vors, og var það því góður
styrkur það árið. Fjárkreppan háir
framkvæmdum hjer sem annarstað-
ar.
Sjálfsagt mundi þessi blaðsnepill
fjelagsins fá misjöfn eftirmæli, ef
hann væri nú úr sögunni, meðal
annars af því, að blaðið hefir
stundum þurft að koma dálítið
óþægilega við einstaka menn, en
sje dæmt óhlutdrægt, mun álitið,
að það hafi ekki verið gert um
skör fram. Og þó að ófullkomnara
hafi verið en skyldi, þá mun mega
fullyrða, að það hafi gert hitt til
að nálgast takmark fjelagsins, sem
enn er að vísu langt framundan. Ef
til vill ættum vjer enn engin dýra-
verndunarlög. Ef til vill færi deyð-
ing búfjárins enn fram á sama hátt
og áður.
En„hælumst minst í máli." Dýra-
verndaranum er skapaður langur
aldur. Hann kann að hafa hama-
skifti, eða breyta nafni. En dýra-
verndunarmálið mun ávalt eiga sjer
málgagn, eins og öll mikils verð
þjóðmál hljóta að gera." —
Þetta skrifaði Jón Þórarinsson,
fræðslumálastjóri, fyrsti ritstjóri
Dýraverndarans. — Næst skulum
við svo grípa niður í 1. tölubl.
1935, en þá er blaðið orðið 20
ára: —
„Dýraverndarinn, málgagn fé-
lagsins, hóf göngu sína 15. marz
1915, og byrjar því með blaði þessu
tuttugasta og fyrsta ár sitt. Hefir
blaðið vissulega átt aðal þátt sinn
í því, að bæta meðferð manna á
smælingjunum og glæða mannúð-
legan hugsunarhátt fjöldans í garð
málleysingjanna, olbogabarna lífs-
ins, dýranna.
Með blaðinu er hægt að ná til
fleiri manna um land alt, heldur
en félagsmenn eiga nokkur tök á
að hitta að máli, og þannig túlka
áhugamálið: mannúð gagnvart dýr-
um og miskunsemi.
Það er ekki ástæða til þess nú, að
rekja sögu félagsins, enda ekki ætl-
unin með línum þessum. Hins veg-
ar þótti rétt að láta ekki alveg undir
höfuð leggjast, að vekja athygli á
þessum tímamótum starfsára fé-
lagsins og útgáfu málgagns þess.
Dýraverndun er áhrifaríkt menn-
ingarmál, og stórvægilegt hags-
munamál, fyrir íslendinga, eins og
aðrar þjóðir, sem byggja afkomu
sína og tilveru, að miklu leyti, á
húsdýrunum. Það lýsir menningu
og hagsýni hjá þeim, sem gerir vel
við húsdýrin: sér þeim fyrir nægri
og hollri fæðu, björtum og góðum
húsakynnum. Nærgætni og hlýju
kunna dýrin, einkum húsdýrin, að
meta, engu síður en mennirnir.
Dýraverndun er því uppeldismál,
og jafnframt eitt hið göfugasta,
fegursta og nytsamasta málefni,
sem hug barna og unglinga verður
beint að.
En mestu varðar nú, að því er
snertir framtíð félagsins og hug-
sjónamál, hvernig þeir, sem unna
dýraverndunarmálinu, vinna að
4
DÝRAVERNDARINN