Dýraverndarinn - 01.02.1975, Qupperneq 7
skemmtilegast -— eins og það væri
sérstaklega ætlað fólki til að lesa
sér til dægrastyttingar — og hjá
okkur öllum hefur það orðið meira
eða minna á kostnað okkar góða
tnálefnis — því miður. Þó er það
ef til vill enn lakara, að eins og nú
standa sakir virðast ekki vera skil-
yrði fyrir neina stórhuga baráttu
í þarfir þess.
En tímarnir breytast. -— Að því
getur komið, áður en varir, að vinir
dýranna rísi upp til nýrra átaka í
þeirra þarfir. Þá verður aftur þörf
fyrir markvisst málgagn, eins og
Dýraverndarinn var einu sinni. —"
Við lok fertugasta árgangs Dýra-
verndarans lét Sigurður Helgason af
starfi ritstjóra, en við tekur annar
rithöfundur, Guðmundur Gíslason
Hagalín. — Hann átti eftir að láta
mikið til sín taka ritstjórnarstörfin
næstu 17 árin, því að hann var rit-
stjóri til ársins 1972. — í fyrsta
tölubl. blaðsins árið 1965 ritar Guð-
tnundur langa og ítarlega grein um
fimmtíuára afmæli Dýraverndarans.
— í henni segir hann m. a.:
„Árin 1955—1964.
Þegar ég tók við ritstjórn Dýra-
verndarans, var mér það ljóst, að
mig skorti sitthvað til að stjórna
slíku blaði. Ég hafði ávallt haft
yndi af dýrum, verið mjög hneigður
fyrir að kynna mér sem nánast alla
háttu þeirra og hafði liðið við það,
að aðstæður mínar voru árum sam-
an þannig, að ég gat ekki notið
sarnvista við dýr. En ég var svo
sem enginn fræðimaður í náttúru-
vtsindum, og ég var ekki svo kunn-
ugur dýraverndunarmálum sem
skyldi. En það brann í mér að sjá
°g vita, hve ennþá var illa farið
með dýr og hve illa voru ræktar
skyldur yfirvalda um gæzlu þeirra
hÝRAVERNDARINN
laga og reglugerða, sem tryggja
skyldu dýrunum mannúðlega með-
ferð.
Ég setti mér þrjár reglur, þegar
ég hóf ritstjórnina. í fyrsta lagi að
leggja áherzlu á baráttuna fyrir
dýravernd og hlífast þar hvergi við,
hvort sem í hlut ættu stjórnarvöld,
gæzlumenn laga eða einstaklingar.
í öðru lagi að freista þess að hafa
í blaðinu sem fjölbreyttastan fróð-
leik um dýr og frásagnir af þeim,
vel og skemmtilega framsett, og ef
slíkt efni reyndist ekki fáanlegt í
rituðu formi, sem fullnægði kröf-
um mínum, yrði ég að skrifa það
eða þýða og gefa því eins aðlaðandi
form og mér væri unnt, því að
auk þess sem ég vissi, að fjölmargt
af fullþroska fólki hefur yndi af
slíku efni, vissi ég, að þess var
brýn nauðsyn til að laða að blaðinu
hinar ungu og uppvaxandi kyn-
slóðir. í þriðja lagi að hafa sem
nánasta samvinnu við forráðamenn
blaðsins — og þá einkum ritara
dýraverndunarsamtakanna, sem ég
komst brátt að raun um, að er raun-
verulega ólaunaður framkvæmda-
stjóri þeirra, sívökull um allt, sem
fram fer á vettvangi dýraverndar,
utan lands og innan, fylgist eins
vel með og ástæður leyfa hvers kon-
ar misbrestum á dýravernd og hvað
efst er á baugi, þar sem togast á
hagsmunir og tillit til dýranna —
og auk alls þessa er sannfróður um
lög og reglur, sem að einhverju
leyti varða líf og líðan dýra, fer-
fætlinga sem fugla, og um margt
í náttúrufræði og náttúruvernd.
En mér varð brátt ljóst, að fram-
tíðarskilyrði fyrir því, að unnt væri
að gera blaðið úr'garði á nokkurn
veginn viðhlítandi hátt, allt í senn
skeleggan málsvara dýra og dýra-
verndar, fróðlegt um dýr og dýra-
vernd, utan lands og innan, og að
skemmtiefni og myndakosti við
hæfi barna og unglinga, var stækk-
un þess, og í árslok 1956 var ég
ákveðinn í að hætta ritstjórn Dýra-
verndarans nema ég fengi tvöfaldað
lesmál hvers tölublaðs, hvað sem
liði auknu lesmáli alls árgangsins.
Ég ákvað svo að fara fram á, að
blaðið yrði framvegis að lesmáli 16
blaðsíður í stað 8, en blöðunum
yrði hins vegar fækkað í 6. Með
því móti varð hægara um fjölbreytt
efni í hverju blaði og lesmál ár-
gangsins jókst úr 64 blaðsíðum í
96. Sem varatillögu hugsaði ég
mér, að blaðið kæmi aðeins út fjór-
um sinnum á ári, en hvert blað
yrði 16 lesmálssíður. Loks hugðist
ég leggja til, að verð blaðsins hækk-
aði að minnsta kosti upp í 25 krón-
ur á ári.
Ég þurfti enga baráttu að heyja
fyrir þessum málum. Umsvifa- og
eftirtölulaust var samþykkt sú stærð
blaðsins, sem það hefur enn, og
verðið var hækkað í 25 krónur.
Og Guðmundur heldur áfram:
„Framtíð Dýraverndarans
Um framtíð Dýraverndarans
mætti margt segja. Hlutverk hans
til framgangs málum og til varð-
gæzlu þess, sem þegar hefur unnizt,
hefur aldrei verið meira en nú, svo
ört sem allt breytist og margt gam-
alt gengur úr skorðum. Sú tillaga
7