Dýraverndarinn - 01.02.1975, Qupperneq 11
Við stjórnina vegna þess að hann
hafði áhuga á að stofna dýravernd-
unarfélag á Suðurnesjum. Voru
allmiklar viðræður við hann um
þessi mál og bað hann um að sér
yrðu send nýju búfjárræktarlögin
og ýmis gögn önnur. Var það gert.
Einnig var honum boðin aðstoð við
stofnun dýraverndunarfélagsins.
Dýraverndunarfólag í Fcereyjum.
Færeysk kona Nomi Jul að nafni
snéri sér til sambandsins vegna fyr-
irhugaðrar stofnunar dýraverndun-
arfélags í Færeyjum. Viðræður voru
við hana um málið og henni síðan
send lög sambandsins, nokkur ein-
rök af Dýraverndaranum og ýmis-
legt fleira. Þótti stjórn sambands-,
ins ákaflega skemmtilegt og vænt
um að fá þessa bón frá vinum okk-
ar færeyingum.
Dýraverndunarfélag Akureyrar.
Laugardaginn 14. september s. 1.
bringdi séra Pétur Sigurgeirsson
vígslubiskup á Akureyri til for-
manns sambandsins og sagði frá því
að ónefnd kona á Akureyri hefði
gefið 100 þús. krónur til endur-
teisnar Dýraverndunarfélags Akur-
eyri. Var áætlað að halda stofnfund
bráðlega og bað séra Pétur Sigur-
geirsson um að formaður S. D. í.
yrði viðstaddur fundinn. Nokkrum
dögum síðar hringdi hann aftur
og tilkynnti að halda ætti fundinn
á Hótel KEA þann 22. sept. Þann
dag flaug formaður sambandsins
svo norður til Akureyrar í hinu feg-
ursta veðri og tók séra Pétur á móti
honum. Voru móttökur allar hinar
hlýlegustu og snæddi formaður há-
hegisverð á heimili séra Péturs.
Hlukkan fjögur hófst svo fundur-
'nn. Mættir voru uin þrjátíu manns
°g gerðust 25 manns stofnfélagar.
Eormaður sambandsins flutti erindi
DVRAVERNDARINN
um dýraverndunarmál og svaraði
fyrirspurnum. Voru fyrirspurnirnar
og allar umræður hinar skemmti-
legustu og fróðlegustu og um hin
ólíklegustu málefni innlend og er-
lend. Formaður hafði með sér á
fundinn nokkur eintök af tveim
árgöngum Dýraverndarans, sem
fundarmenn fengu að kynna sér.
Stjórn Dýraverndunarfélags Akur-
eyrar dreifði þeim síðan til félags-
manna, en þeir er ekki fengu blað-
ið með þeim hætti, fengu það sent
að sunnan.
Eftir fundinn flaug formaður
sambandsins aftur suður til Reykja-
víkur og að baki var ógleyinan-
legur gleðidagur.
Þann 17. nóv. s. 1. var svo hald-
inn framhaldsstofnfundur fyrir
Dýraverndunarfélag Akureyrar og
voru þar samþykkt lög félagsins.
Þar var einnig sýnd fræðslumynd
sein stjórn S. D. í. hafði lánað
norður.
Spurt og svarað.
í þættinum „Spurt og svarað" í
útvarpinu kom fram spurningin:
„Hvernig er hægt að refsa mönn-
um fyrir níðingslega meðferð á
dýrum?" í samráði við ritara sam-
bandsins tók formaður að sér að
svara þessu í þættinum. Var fluttur
úrdráttur úr þeim lögum og reglu-
gerðum er varða spurninguna svo
og ýmislegt annað er talið var að
varðaði málið.
European Animal Protection
Society.
S. 1. sumar gekk S. D. í. í Euro-
pean Animal Protection Society.
Hafði formaður sambandsins rætt
það við formann dönsku dýra-
verndunarsamtakanna sumarið
1973. Hann heitir Hans Hvass.
Dýraspítalinn.
Undirbúningi að stofnun dýra-
spítalans hefur verið haldið áfram.
Hægt hefur miðað, en alltaf áfram
þó. Svo sem kunnugt er eru það
sex aðilar sem eiga spítalann og
bera ábyrgð á rekstri hans. Það eru:
Samband dýraverndunarfélaga ís-
lands. Dýraverndunarfélag Reykja-
víkur. Hundavinafélag íslands.
Hestamannafélagið Fákur. Samtök
sveitarfélaga í Reykjanesumdæmi.
Reykjavíkurborg.
Reykjavíkurborg tók að sér að
koma spítalanum upp. Gaf lóð und-
ir hann og hefur séð um fram-
kvæmdir. Síðan munu allir eigend-
ur spítalans taka við rekstrinum að
jöfnu. Það þarf ekki að segja frá
því hve það ríður á miklu að sam-
bandið sem og hinir aðilarnir geti
staðið við sínar skuldbindingar og
hefur í því skyni verið haldið áfram
söfnun styrktarineðlima fyrir spítal-
ann. Fulltrúi S. D. í. í hinu fyrir-
hugaða sjálfseignarfélagi um rekst-
ur dýraspítalans er ritari sambands-
ins Ólafur Jónsson lögfræðingur.
Sairð dýr.
í framhaldi af frásögninni um
dýraspítalann má geta þess til þess
að fólk átti sig á hve nauðsynlegur
hann er, að miklar hringingar eru
til sambandsins út af veikum eða
gærðum dýrum. Virðist fólk oft
ekki átta sig á hvar það geti náð
í dýralækni. Mikið af þessum dýr-
uin hefur verið komið með heim til
formannsins, þegar ekki hefur
náðst í dýralækni og má t. d. nefna
særðan smyril. Hann hafði fengið
högl í annan vænginn, en eins og
kunnugt er er þessi fugl alfriðaður.
Einnig hefur verið komið með
særðan lirafn, ketti, sem orðið hafa
fyrir bíl, smáfugla af ýmsum teg-
undum o. s. frv. Reynt hefur verið
11