Dýraverndarinn - 01.02.1975, Page 18

Dýraverndarinn - 01.02.1975, Page 18
 Spori Ég ætla að segja þér söguna af honum Spora. Það var hundur, sem ég eignaðist, þegar ég var lítill drengur. — Spori var svartur á litinn með hvítan díl framan á bringunni og hvíta hosu á annari framlöppinni. Saga hans hefst með því, að mamma mín vekur mig einn morg- un með þessum orðum: „Þú skalt flýta þér á fætur, því að nú er nokkuð að sjá frammi í skála." — Ég var strax glaðvaknaður og spyr: „Er það Branda?" - Mamma segir: „Það eru fæddir þrír litlir hvolpar". — Ég eins og örskot í fötin. - „Þú verður að fara hægt, því að annars getur Brana orðið hrædd um hvolpana sína og haldið, að þú ætlir að taka þá frá henni," segir móðir mín. - Ég skildi það vel og flýtti mér niður í Skála. Þar lá Brana á pokum úti í horni og þrír litlir hvolpar sváfu við spena mömmu sinnar, er veitti þeim alla þá um- hyggju og ástúð, sem hún átti tiL — Þegar Brana sá mig koma, fylltist allur svipur hennar óumræðilegum fögnuði og sælu, augu hennar flutu í tárum og allt svipmót hennar speglaði tilbeiðslu og lotningu, ákall um, að ég ekki tæki börnin hennar frá sér, eða gerði þeim ekk- ert illt. Ég fór hægt og reyndi að láta hana skilja að ég færi með friði og væri vinur sem langaði til að skoða börnin hennar. Tveir voru gráflekkóttir og einn svartur, það var Spori. Nú var Brana orðin alveg róleg. Svo þegar 18 ég ætlaði að rétta út hendina til að klappa þeim. Þá teigði hún sig til mín og sleikti á mér hendina, var það vináttu merki hennar, um að hún treysti mér, væri óhætt að koma nær og skoða börnin sín. Þeir voru allir svo undursamlega fallegir, silkimjúkir og gljáandi. Allir voru þeir með lokuð augun, langfallegastur var Spori, hann var svo sléttur, með hvíta bringu og hvíta framlöpp. Ég ákvað að biðja foreldra mína að gefa mér hann fyrir smalahund, því nú átti ég að sitja hjá kvíaánum næsta sumar, og auðvitað yrði ég þá að hafa smalahund. Spori stækkaði fljótt, og brátt, til í allskonar ærsl, mest þótti hon- um gaman að elta okkur krakkana og þá að glefsa í hælana á okkur einnig var hann æstur í að bera í munninum allt sem hann gat ráðið við, svo sem vetlinga, sokka og því um líkt. Ætluðum við að taka af honum, það sem hann var þá með, spyrnti hann við fótum og urraði eða tók sprettinn og hljóp með það langt út á tún. Oft var líka gaman að henda steinum eða einhverju því umlíka og láta Spora hlaupa og sækja það, voru það miklar gleðistundir hjá honum, er hann sentist á mikilli ferð og kom með það venjulega til baka, og er hann hafði lagt það við fætur okk- ar, var hann talsvert montin og ánægður með sig, og beið svo spenntur eftir næsta spretti. Þannig leið fyrsta ár Spora við leik og ærsli. En nú var komið að því, að ég skyldi gegna smalastöðunni, því nú var komið að fráfærum. Það var þannig að lömbin voru tekin frá mæðrum sínum og farið með þau langt frammá heiði, urðu þau þar að bjarga sér sjálf yfir sumarið. Oft voru það langir þrautadagar við söknuð, hættur og einmanaleik, voru slík lömb kölluð graslömb. Mæðurum þeirra, ánum, var haldið heima og mjólkaðar kvölds og morgna. Þær voru kallaðar kvíaær. Nú var það þetta surnar sem ég átti að vera smali og passa kvíaærnar. Nú var það Spori sem átti að vera smalahundur minn, til hjálpar í hjásetunni. Fyrst í stað var það dálítið erfitt, því hann var svo hræddur við kindurnar og þvældist þá fyrir fótunum á mér. Stundum var hann aftur á móti það montinn að hann hljóp í hópinn, en ef ærn- ar sneru sér við og horfðu á hann, varð hann strax hræddur og kom með lafandi skottið og ýlfrandi til baka, líkt því sem hann hafði orð- ið fyrir stór slysi. Þó kom það fyrir að hægt var að fá hann til að segja eitt og eitt voff einkum ef hann stóð fast hjá mér. Þannig leið sumarið við leik og nám. Spori var sífellt að læra meira og meira, að góðum siðum og hátt- um sem smalahundur, ég gat orðið sent hann fyrir kind og kind, ef þær ætluðu útúr hópnum þegar rekið var. Það var oft gaman að sjá til hans, einkum ef honum sjálf- um fannst mikið til um það sem DÝRAVERNDARINN t

x

Dýraverndarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.