Dýraverndarinn - 01.02.1975, Side 19

Dýraverndarinn - 01.02.1975, Side 19
hann hafði afrekað, svipurinn var þá svo spekingslegur eða þá kátín- an það mikil að hann réði ekki við sig. Einn var þó stór galli hjá honum, sem erfitt var að venja hann af, enda varð það honum einu sinni tilefni til mikillar reynslu, er næst- um kostaði hann lífið. Hann var svo æstur í að elta alla fugla. Ef hann sá einhversstaðar fugl, eða jafnvel fuglahóp á flugi, þá var hann óðara kominn á sprett- inn og hljóp þá allt hvað af tók, og gætti ekki hófs og kom jafnvel fyr- ir að hann tvístraði ölium kinda- hópnum sem við áttum að passa. Var slíkt mjög bagalegt og kom sér illa. Oftsinnis var ég búin að hrista hann fyrir þetta, en það kom fyrir ekk i,, það var sem hann gleymdi því og þessi árátta eða löngun varð hlýðninni yfirsterkari. í gremju minni út af þessu hug- leiddi ég það stundum hvaða refsi- aðgerðir gætu komið að gagni, helst kom mér til hugar að flengja hann duglega, en þegar til átti að taka tímdi ég ekki að leggja hend- ur á hann, hugsaði mér heldur að kaffaera hann í ánni, svo vel að hann hlyti að muna það. En svo skeði það einn dag, að hann sá hvar Rjúpnahópur var á ferð, og flaug vestur yfir ána, sem rann rétt hjá, þar sem við vorum. Þetta þoldi Spori ekki. Hann sentist af stað eftir Rjúpunum, og a óðagotinu sem greip hann, þá veitir hann því ekki athygli að ain verður fyrir honum, heldur sendist hann útí hana, rétt þar sem hún dregst saman í streng, rétt fyrir ofan straumþungan foss. Skipti það engum togum, að þungi straumsins færir hann strax ofan fossinn og í hyldýpið fyrir neðan, þar sem hringiðan sauð og vall. í dvraverndarinn fyrstu fannst mér honum þetta mátulegt þegar ég sá hann kútvelt- ast í straumnum, hann fengi þá þokkalega kollsteypu og kaffær- ingu. Hljóp ég því til að sjá hvern- ig honum reiddi af. En hvað sá ég! Mér til mikillar skelfingar varð mér ljóst að hringiðan hélt honum niðri og færði hann sífellt aftur og aftur á kaf í djúpið, ég sá í einni svipann að hér var um líf og dauða að tefla, og í stað vorkunar- lausrar siðahirtingar, þá fylltist hjarta mitt af þungum trega og hluttekningu er ég sá vin minn og leikfélaga, heyja með allri orku sinni vonlitla baráttu við ofureflið, höfuðskepnuna. Þar sem þessi ójafni leikur átti sér stað, var umhverfið þannig að áin féll á milli þröngra kletta í stríðan foss en fyrir neðan dimm- blár hylur er byltist um í freiðandi hringiðu, en niður við vatnsborðið voru klappir sem vatniðlaugaði öðru hverju. Á þessar klappir komst ég í einhverju ofboði og sá hvar litli Spori gat ekki bjargað sér út úr iðukastinu sem færði hann jafnan í kaf aftur. Honum skaut upp rétt sem snöggvast, en svo langt í burtu að ég náði ekki til hans og síðan svalg hann í sig aftur. Yfir komin af skelfingu, sorg og trega teigði ég mig útyfir yðuröndina ef ske kynni að mér heppnaðist að ná til hans, en í því augnabliki skaut honum upp rétt við klöppina sem ég stóð á og gat ég rétt gripið til hans, um leið og hann var að hverfa aftur í djúpið, dró ég hann þá til mín, en þá var svo af honum dregið að hann gat ekkert hjálpað sér sjálfur og varð ég að bera hann upp í brekkuna fyrir ofan. Lá hann þar hreyfingarlaus og vall froða og vatn út úr honum, hélt ég að hann væri að deyja. Mér var þungt fyrir brjósti og barðist við grátinn, bæði af sorg og samvisku- biti. Eg hafði hugsað í fyrstu að honum væri þetta mátulegt, eins hafði ég oft skammað hann og látið hann kenna á valdi mínu og refsingu, þegar hann tvístraði fénu. Ég bað Guð að lofa honum að lifa og minntist alls sem við höfð- um átt saman og sáriðraðist alls sem ég hafði gert á móti honum. Ég faðmaði hann, strauk hann og veitti honum alla þá blíðu sem ég átti til. Sólin skein hlýtt þarna í brekk- unni og jörðin angaði heit. Brátt þornaði öll bleita af Spora og andardrátturinn varð jafnari og við yl sólargeislanna fór hann að smá hressast. Ég sat hjá honum lengi dags og hélt utan um hann. Það fyrsta sem hann gerði er hann fór að hreifa sig, var það að hann sleikti á mér hendina, líkt sem hann vildi þakka mér fyrir lífgjöfina. Við dvöldum þarna í brekkunni og nutum þeirrar vissu í návist hvors annars, að hafa yfirstigið reynslu sem gat varað okkur lífið. En Guð hafði nú snúið því aftur báðum til góðs. Sumarið leið og hjásetu minni var að verða lokið, Spori var að mestu hættur að elta fugla. Hann gerðist hlýðinn og vitur smala- 19

x

Dýraverndarinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.