Dýraverndarinn - 01.02.1975, Síða 30

Dýraverndarinn - 01.02.1975, Síða 30
Hundurinn, vinur okkar Gegnum starf mitt, sem er að annast hunda fyrir aðra, hef ég orð- ið vör við mikinn skort á hald- góðum upplýsingum, sem gætu komið væntanlegum hundaeigend- um til góða. Því langar mig nú, með þessum orðum, að reyna að bæta úr því og gefa verðandi hundaeigendum nokkur heilræði. Þau ættu heldur ekki að skaða þann, sem þegar hef- ur orðið sér úti um hund. Allt of margir fá sér hund án þess að gera sér nokkra grein fyrir hvað það þýðir í raun og veru að fá slíkt dýr inn á heimili. Uppeldi hunds er frábrugðið uppeldi barns, og er ekki hægt að beita sömu reglum við hann. Strax og hundurinn komur inn á heimilið verður að fyigjast mjög náið með honum. Best er að hann sé þá 8-10 vikna gamall. Þó hefur oft heyrst að uppeldi hunds ætti ekki að hefjast fyrr en hann væri orðinn 6-10 mánaða, en slíkar fullyrðingar eru alger bábilja. Hvolpur, sem lærir að gegna þeg- ar húsbóndi hans kallar á hann, vit- andi að í staðinn fái hann hrós eða góðgæti, strýkur ekki að heim- an. Mjög gott ráð er að kenna hon- um með leik. Þá gengur uppeldi hans miklu élttar. Ég legg höfuð áherzlu á að sá sem ætlar að fá sér hund, geri sér ljósa grein fyrir því í upphafi hvernig uppeldi hans skuli háttað. Einnig er ákaflega mikilvægt að allir í fjölskyldunni umgangist hundinn á sama hátt og beiti sömu uppeldisaðferðum, annars er mikil hætta á að hann ruglist og verði óöruggur í athöfnum sínum. Slík- ur ruglingur getur gjörsamlega eyðilagt efnilegan hvolp. Til þess að ná vel til hunds er nauðsynlegt að skilja tilfinningar hans. Hundurinn hefur tilfinninga- líf eins og mannlegar verur, en hann hefur engar hömlur. Tilfinn- ingar hans eru hreinni. Hann gefur og þiggur af dýpstu einlægni. Það er vandasamt verk að velja sér hund. Fyrst ber að velja sér tegund, sem gæti fallið vel að til- finninga og athafnalífi hins til- vonandi eiganda, síðan er að velja einstaklinginn úr hvolpahópnum. Og að lokum, gleymið því ekki, það kostar peninga og mikla fyrir- höfn að eiga hund. Sérstaklega ber að hafa í huga, fóður, bólusetningar og reglulegar skoðanir hjá dýralæknum. Þá má ekki gleyma því að hundurinn krefsts mikils tíma. E'j alit þetta fellur í skuggann ef hundur og eigandi öðlast traust hvor á öðrum og títt verða þeir óaðskiljanlegir vinir. Tveir hundar eru ekki eins, jafnvel þó þeir séu af sama kyni, sama foreldri. Hver hundur hefur 30 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.