Dýraverndarinn - 01.02.1975, Blaðsíða 35
Bróðir okkar höfrungurinn
Það er sannarlega skemmtileg og
furðuleg skepna höfrungurinn.
Við gætum til að mynda byrjað
að tala um íþróttaafrek hans. Hann
er nefnilega mestur sundmeistari
a jörðinni. Honum tekst að fara
fram úr jafnvel hraðskreiðustu
skipum, siglandi með þrjátíu hnúta
hraða. Enda er öli líkamsbygging
hans ágætt dæmi um það, hvaða
arangri náttúran getur náð í við-
leitni sinni til fullkomnunar. Hann
hefur langan skrokk og mjúkan og
an minnstu ójöfnu - höfrungurinn
er fimm sinnum „sléttari" en sá
góði fiskur styrjan. Fullkomið jafn-
mæli (symmetri) í öllu - nema
höfðinu.
Náttúran hefur nefnilega tekið
upp á því, að gera vinstri helming
höfuðsins miklu minni en þann
hægri. Mönnum þótti þetta ein-
kennileg ráðstöfun þar til eðlis-
fræðingur einn kom fram með ný-
stárlega kenningu um hreyfingar
höfrungsins: það er sem hann
skrúfi sig niður í vatnið. Og um
leið hleypur alda eftir líkama dýrs-
ms og stækkar eftir því sem nær
chegur sporðinum. Ef höfði þess
væri jafnskipt, þá tæki dýrið að
snúast um sinn eigin ás - og þeim
yanda er semsagt afstýrt með þessu
sérkennilega höfuðlagi.
Annað er það sem gerir höfr-
ungnum kleyft að synda svo hratt.
ffúð hans er þakin efni, er húð-
þekjan gefur frá sér, og það smyr
hann að utan. Auk þess er ákaf-
'ega þétt fitulag undir húðinni, sem
DvRaverndarinn
gerir hana fjaðurmagnaða og ákaf-
lega næma fyrir minnstu snertingu.
Eralda mætirslíkri húð með slíku
„fóðri", þá hrekkur hún ekki frá
eins og af harðari hlutum, heldur
breytist hún í jafnan og rólegan
flaum, sem leggst létt að líkaman-
um. Allt þetta varð til þess, að
kafbátasmiðir hafa lengi öfundað
höfrunginn ákaflega - ef þeim
tækist að búa til slíka húð utan um
kafbáta, myndi hraði þeirra aukast
stórlega. Þegar fyrir stríð hafði
þýzki verkfræðingurinn Krammer
stungið upp á „húð" sem minnti á
höfrungshúð. En það kom á daginn
að þessi uppfinning kom að næsta
litlu gagni kafbátum. Hinsvegar var
hún aftur prófuð eftir stríð, og
þá á tundurskeytum. Og með
hennar aðstoð tókst að auka hraða
þessara drápsfiska mannsins um
helming. Höfrungshúð er semsagt
þeim mun gagnlegri sem hraðinn
er meiri.
Lengi hafa náttúrufræðingar
deilt um það, til hvers höfrungur-
inn opnar stundum kjaftinn þegar
hann syndir. Ekki gat hann verið að
gleypa loft, því lengi hafa menn
vitað, að öndunarleiðir hans eru
ekki tengdar kjaftinum. Sumir gáf-
ust hreinlega upp, og sögðu höfr-
unginn gapa þetta einfaldlega til
að sýna að hann væri í góðu skapi.
Þar til sovézki líffræðingurinn
Kleinenberg tók að rannsaka til
hvers þær einkennilegu holur væru
sem finnast við tungurætur hans.
Eftir alllanga mæðu komst hann
að því, að þessar holur væru ekki
annað en — rannsóknarstofur. Or-
smáar rannsóknarstofur þar sem
höfrungurinn gerir frábærilega ná-
kvæmar efnafræðilegar athuganir.
Og ekki hann einn heldur aðrir
hvalir. Hann opnar kjaftinn til
að taka prufu af sjónum og ákveð-
ur fljótt og örugglega efnafræði-
lega samsetningu hans, og hefur
hann sér síðan að stefnuljósi.
En það er önnur tilgáta um
stýrismennsku höfrungsins: sumir
álíta að hann taki stefnu af sól,
tungli og stjörnum . . . eins og
hinir fyrstu sæfarar.
Ttaka stefnu af sól og stjörnum..
Við mennirnir erum sífellt að
láta okkur dreyma um að mæta
lifandi bræðrum okkar í skynsem-
inni. Og hugsum þá oftast til
annarra hnatta, annarra sólkerfa. En
máske eru skynsemdarverur hér við
hlið okkar, máske við leitum langt
yfir skammt.
Það álítur að minnsta kosti John
Lilly.
Lilly þessi varð dag einn fyrir
furðulegri reynslu: á nokkrum
augnablikum breyttist hann úr til-
raunastjóra í tilraunadýr. Þetta
gerðist á þann hátt, að vísinda-
maðurinn var að reyna að fá afa-
línu (þekkt höfrungategund) til að
gefa frá sér blístur af ákveðinni
tónhæð. Höfrungurinn blístraði, og
Lilly launaði honum með einhverju
góðgæti. Aftur heyrðist blístrað,
og aftur var verðlaunað. En nú tek-
ur vísindamaðurinn eftir því, að
35