Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.10.1975, Blaðsíða 14

Dýraverndarinn - 01.10.1975, Blaðsíða 14
Bréfum svarað Kæri Dýraverndari. Ég er áskrifandi þinn og aðdá- andi og mikill áhugamaður um vel- ferð allra dýra. Ég ætla ekki að fjöl- yrða um það sem miður fer í með- ferð hús- og heimilisdýra hér á landi, heldur víkja að hinum gleymda flokki dýra, þ. e. villikött- unum. Um daginn rakst ég á grein í dönsku blaði, sem fjallaði um villi- ketti í Esbjerg. Ahugamenn þar í bæ komust að þeirri niðurstöðu, að villikettir væru í raun og veru nauðsynlegir í hverju bæjarfélagi. Hinsvegar þyrfti að halda fjöldan- um í skefjum til að allir hefðu nóg að éta. í úrgangsmat var sett hin fræga P-pilla með góðum árangri þannig að fæðingartalan snarlækk- aði. Ég get varla lýst hrifningu minni á þessu framtaki dýravina í Esbjerg. í Bretlandi eru starfandi margir klúbbar sem stuðla að velferð villi- katta þar í landi, og eru þeir að mestu, ef ekki öllu leyti reknir fyrir frjáls fjárframlög félagsmanna og annarra velunnara. Mér hefur oft dottið í hug hvort ekki væri hægt að setja á stofn slík samtök hér á landi, og þá undir forystu Dýraverndunarfélags ís- lands. Mér þætti vænt um að fá að heyra þitt álit á þessari hugmynd minni og örugglega margra ann- arra. Með kveðju, Páll Heimir Einarsson. Svar: Kceri Páll Heimir. Þakka þér innilega fyrir þitt góða bréf og hlýleg orð um Dýravernd- arann. Þú ert ekki einn um það að hafa áhyggjur og áhuga á velferð flæk- ingskatta og það er nokkuð af fólki sem hefur sýnt því áhuga að stofna kattavinafélag. Þú skalt hringja í Svanlaugu Löve, sem er stjórnarmaður í Dýra- verndunarfélagi Reykjavíkur, hún er sá sem mest berst fyrir því nu að stofna kattavinafélag. Síminn hjá Svanlaugu er: 14594. Kæri Dýraverndari. Við eigum hvítan fallegan kött, sem er næstum því orðinn tveggja ára. Hann var geltur á sínum tíma og er því mjög rólegur og skemmti- legur. Eitt amar þó að honum, hann er nefnilega alltaf að fara úr hár- unum. Hvar sem hann legst skilur „Og hér sjáum i’ið svo Egil frá ísafirði." hann eftir sig hvít hár. Það er ekki hægt að strjúka honum, nema allt vaði út í hárum, hvað þá að taka hann í fangið. Hvað er hægt að gera við þessu? Hann borðar aðal- lega fisk, en lepur lítið af mjólk. Hann var mikið veikur þegar hann var u.þ.b. 5 mánaða, þá fékk hann spóluorma. Síðan hefur ekk- ert amað að honum, hann braggað- ist fljótt eftir veikindin og er nú nokkuð feitur. Ég vonast eftir svari sem fyrst. Bylgja Kristín Héðinsdóttir Tangagötu 20, ísafirði. Ég sendi ykkur mynd af Agli, en það heitir kisi. Það væri gaman að sjá hana í blaðinu. Svar: Kæra Bylgja Kristín. Þakka þér innilega fyrir gott bréf. Eg er þér sammála, þetta er mjög fallegur köttur sem þú átt og ég er ennþá meira áncegð með að hann skuli vera geltur. En það er þetta með lausu hárin. Fáðu þér fíntennta stálgreiðu og vendu köttinn á að greiða af hon- um lausu hárin. Svo skaltu fá þér LYFJAGER (það fœst í apóteki) og gefa honum eina töflu á dag af því. Annað hvort mulið saman við matinn, eða að troða töflunni ofan í hálsinn á honum og halda svo saman á honum munninum á með- an hann er að kyngja. Það gengur vel. 14 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.