Ný dagsbrún - 01.01.1906, Side 18
NÝ DAGSBRÍ'N
9S
jeg veit um það“. IIfm spurði: ,,IIvaða meðal er
það ?“ Þá segir vitringurinn: ,,JC!Í þarf að ffi cinn
hnefa af mustarðsfrœi frá fjðlskyldu, sem enginn sonur,
maki, foreldri, eða þjónn hefir dáið úr“.
Móðirin hjelt ])á aftur af stað með dauða barnið upp við
barm sinn, og lcitaði mustarðsfrœsins. Fólkið sagði við
hana : „Hjerna er ögn af mustarðsfrœi; þú mátt fá það“.
Þá spurði hún : ,,Hcfir sonur, maki, foreldri, eða þjónn
dáið úr fjiSlskyldu vina minna ?“ En fólkið svaraði:
,,Hvernig spyrðu ? Hinir lifendu eru fáir, en hinic dauðu
eru margir“.
Hún gekk hús úr húsi, cn einn sagði: jeg hefi misst
son minn; og annar : jeg hefi misst föður minn; þangað til
hún mælti: ,,l*etta er þung þraut, sem jeg hefi færst f
fang, að leysa af hendi. Jeg er ekki sú eina, sem missir
barn sitt. Um gjörvallt landið eru börn að deyja, for-
eldrar að deyja“.
Konan hjelt út í skóginn og jarðaði barn sitt, og fór
svo á fund vitringsins. Hann mælti: ,,Hefirðu getað
fengið mustarðsfrœið ?“ Hún svaraði: ,,Jeg hefi ekki
getað það; fóikið í þorpinu sagði mjer : hinir lifendu eru
fáir, en hinir dauðu eru margir“. Þ& mælti hann við
hana : ,,Þú hjelzt þú værir sú eina, sem misst hefði son
sinn; en lögmál dauðans drottnar yfir öllum“.
Þá ljet móðirin sjer lærast það, að taka þátt f annara
böli.