Ný dagsbrún - 01.01.1906, Blaðsíða 65
BUEIdFIRZKI spegileinn
I4S
kentiimaður vor íslendinga lætur alltaf forfeðranafnið
klingja við, þrákelkni sinni til afbötunar.
*
* *
Jeg fór í fyrstu nokkrum orðum um orðfæri hins um-
rædda fyrirlestrar ,,Að Helgafelli“; og hef síðan gengið
nokkurnveginn á röðina á efni hans, með þeim skoðunum,
sem í þvf eru fólgnar. Það er eftir að minnast á rök-
semdaleiðsluaðferð höfundarins. Níi orðið berjast ein-
staklingar með pennum en ekki sverðseggjum. Þau
vopnaviðskifti geta verið ,ærleg‘ eða ,<5ærleg‘ ekkert
sfður en hin, eftir þvf hvaða aðferð er beítt. í fyrirlestr-
inum reynir ekki 4 það fyrir höf. að beita neinum bar-
dagabrögðum gegn öðrum en hr. Einari Hjörleifssyni.
Það er sá eini þeirra, sem ncfndir eru, sem áður hefir lagt
til andlegrar orustu við hann. Því er af þcim kaflanum,
sem f garð Einars er beitt, mest að marka, hvcrnig höf.
hagar vopnaburði sínum. Út úr ritgjurð, sem hann segir
að stýlu^ sje til sín, hefir hann eftir Einari þessa setningu:
„Það væri gjörsamlega óhæfileg lífsregla,að dylja sannleik-
ann fyrir þá sök, að einhver kynni að hneykslast á hon-
. um“. Þetta segir svo sjera Jón að sje þvert á móti; það
sje ,,f alla staði hæfileg lffsregla“, og þessa staðhæfingu
rökstyður hann svona: — ,,Enda höfum við þá lffsreglu
einmitt frá Jesú Kristi sjálfum. Hann breytti frá upphafi
til enda þann tfma, er hann forðum dvaldi hjer á jörðu
sem opinber persóna, eftir þessari reglu .... Fyrir öllum
þorra Gyðingalýðs dylur Jesús það alla holdvistartíð sfna
Ú út, að hann sjeþað, scm hann var, Messfas hinn fyrir-
heitni“.
Það er full-lfklegt að þcssi röksemdaleiðsla hafi dugað
prýðilega flestum þeim, sem höf. var að tala við, þegar
þetta var flutt, en varla einu sinni þeira öllum, hvað þá
öðru óvandabundnara fólki.