Ný dagsbrún - 01.01.1906, Page 64
Nf DAGSBRtfN
X44
stjórninni, en Loter & ekki sðk á þeirri bókstafsþrælkun.
,,Mig varðar ekki neitt um vers úr biblfunni", sagði
hann, ,,þótt þú kœmir með 600 til þess að sanna rjettlæt-
ingu af verkunum móti rjettlætingu af trúnni. Þú vitnar
til ritningarinnar, sem er þrællinn. Eigðu þrælinn og r
gjörðu þjer gott af honum. Jeg vitna til Drottins, og |
hann er ritningarinnar herra". Það er þó eins og það sje '•*
eitthvert kjarkbragð að þessu, og þá ekki sfður að lýsingu
hans á mælikvarðanum, sem hann brúkaði við lærdóma-
krftíkina: ,,Það, sem ekki prjedikar Krist, er ekki post-
ullegt þótt Pjetur eða Páll hafi skrifað það; og það sem
prjedikar Krist, er postullegt, þótt Heródes, Júdas, eða
Pflatus þefðu skrifað það“. Hann þurfti engar postullcg-
ar sögusagnir, af þvf hann var postuli sjálfur. ,,Guði
þóknaðist“ eftir þvf sem höfundur einn kcmst að orði ,,að
opinbera Soninn f honum“.
Það eru smákóðin, sem einlægt bíta sig föst í annara
hold. ,,I þúsundavfs hafa eftirmenn hans hangið og
liangið á lúterska nafninu eintómu", segir Harnack.
,,Þeir telja rannsóknina uppreisn.umbótaviðleitnina hroka.
Þeir kalla Lúter föður, en neyta frelsinu, sem hann bjarg-
aði með; þvf þegar Lúter hafði fundið sannleikann, seldi
liann allt sem hann hafði, og sleppti hinu dýrmætasta á
sinniöld, — einingu kyrkjunnar, — svo hann fengi kcypt
sannlcikann handa sjer og kristninni. En eftirmenn hans
hafa orðið svo latir og óeinbeittir, að þeir þora ekki að
játa, jafnvel fyrir sjálfum sjer, hinn nýja sannleika,
sem þeir hafa fundið, heldur eru f sífelldri hættu með að
selja sannleikann og sjálfa sig með fyrir sögusagnir for-
feðra sinna“. Naumast hefði nú þessi heimsfrægi frœði-
maður (Harnack) gctað hitt naglann betur á höfuðið, þótt
hann hcfði sjálfur heyrt hvernig hinn afturhaldssamasti