Ný dagsbrún - 01.01.1906, Side 77
Gamalt kvæði.*
-----—,o----
Á íslandi eru nú of margir Stjórar,
því allt er á rassinurn hvort heldur er,
skrifstofur, þingin, og kjaftamálskórar,
þeir krunka þar flestir til ábata sjer.
Ef þeir eru fylltir, þá þagna’ allar raddir,
sem þörfin og föðurlandsiistin þeim kvað.
— Þeir mállausu hundarnir seint verða saddir
sem sitja og liggja og fara’ ekki’ úr stað.
■ I ■
■ I I I • «
Póstarnir tölta með töskurnar fullar
af töflum og lögum, og reikningaskrám.
Menn eiga það að lesa, sem alþingi bullar
til þess á sig að fá cinhvern löglegan dóm.
Að trúa á blindni, f blindni að hlýða,
að bcra vel krossinn og leysa sfn gjöld,
að þola, að svelta, að biðja og bíða
er boðið á þessari leirgerðaröld.
*) Kvœði þetta hefir á sjer mjög eÍEkennilegan þjóðkvæðisblæ.
það er hjer prentuð eftir minni aldreða manns, «em telur það
oikb af sjora Bj&rna SveinEsjni, iöður ejera Jóis í Winnipeg.