Heimir : söngmálablað - 01.07.1935, Page 16

Heimir : söngmálablað - 01.07.1935, Page 16
16 Sigfús Einarsson Yoru suni verkefnin allstór of< nokkur nieð undirleik liljómsveitar, svo sem söngvar Griegs úr Sigurði Jórsala- í'ara og Landkenning. Og auðvilað voru það slík lög, ein- föld að byggingu og stórbrotin, er nutu sín bezt í meðför- um þessa risakórs. Lög; sem taka verður vægilega á eða með sérstakri nákvæmni, vegna margbáttaðra hljóðbrigða, „polyfoniskrar“ raddsetningar eða af öðrum ástæðum, þau eru ólientug viðfangsefni fyrir söngmenn, er skifta þúsundum. Þegar kom að síðasta laginu — þjóðsöngnum — gekk liinn aídni þulur, Iver Holter, fram á völlinn og var honum tekið með miklum fögnuði af söngmönnum og áheyrendum. Staðnæmdisl hann fyrir framan „herinn“ — við hliðina á söngstjórapallinum, því að honum mun ekki hafa lilizt á að ráðast þar til uppgöngu, enda var pallurinn bár nokkuð. Hentu menn gaman að, en þó græskulaust. „Hernum“ stjómaði liann síðan röggsam- lega, eins og ungur væri. , Var nú söngmótinu lokið? og hafði það gengið rnjög að óskum, enda frábærlega vel undirbúið, svo að hvergi urðu árekstrar og engar umkvartanir að heyra úr nokk- urri átt. — Það mun hafa verið tilætlun undirbúnings- nefndarinnar í byrjun, að þegar söngnum lyki, byggjust menn til heimferðar, svo að áhrif söngsins og samvislanna undanfarna daga héldust óbrjáluð i hugum manna. En söngmennirnir munu bafa litið nokkuð öðrum augum á það máh Heyrði cg, að þeim hefði fæstum þólt takandi í mál að skilja svo við Osló, að þeir fengju sér ekki snúning áður, og varð þá svo að vera. En pjönkurnar áttu þeir að hafa með sér á dansstaðina, svo að þeir gætu farið jiaðan á tilteknum tíma til járnbrautarstöðvarinnar. En þegar sá tími kom, mun dansinn bafa slaðið sem hæst, og hélzt hann svo óslitinn fram til morguns. Þetta gerði óneilan- lcga „strik í reikninginn” cða svo mun framkvæmdar- nefndinni hafa þótt og þá væntanlega gjaldkeranum ekki sízt. Á undan lokasamsöngnum hafði framkvæmdarnefndin

x

Heimir : söngmálablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.