Heimir : söngmálablað - 01.07.1935, Qupperneq 23

Heimir : söngmálablað - 01.07.1935, Qupperneq 23
Tónlist og gildi hennar 23 tínia að lyfta söngnum lil vegs og virðingar í almennum skólum, og þar á auðvitað að byrja ræktunina. Þá fyrst má vænta glæsilegs árangurs i þeim efnum meðal al- mennings, er hlúð liefir verið að sönggreind og tónlistar- liæfileikum æskunnar og uppvaxandi lýðs með alúð og þekkingu. í ritgjörð, sem eg las fyrir skemmstu, eftir Halldór Kiljan Laxness, kveður greinarhöfundur m. a. svo að orði: „Sérstaklega er vert að leggja áherzlu á menntunar- gildi tónlistar, og ætli að venja alla frá barnæsku við að hlýða flutningi tónlistar og syngja. Hafa engar hugsanir frá mannsbrjóstum hærra stígið né í meiri tign frani gengið en þær, sem birzt hafa í formum tónlistar. Tónlistin hefir lyft vitund manns lil fullkomnari sviða. Samsöngvar liafa mikla þýðingu, þótt meðal viðvaninga sé. Þeir vekja samúð, valda hrifningu, lyfta huganum. Söngvararnir eru ekki samir hversdaglegir einstaklingar, meðan á söngnum stendur, álieyrendurnir ekki heldur; margar sálir lyftast til æðra sviðs í einingu. Það er vitaskuld mikið liöfuðatriði, að tónlist sé iðkuð af þekkingu, ef hún á að ná tilgangi sínum. Fræðileg þekking á eðli og byggingu tónsmíða er sömuleiðis nauð- svnlegri en latína.“ „Margar sálir lyftast til æðra sviðs i einingu.“ Er þetta ekki einmitt eitt af höfuðeinkennum tónlist- arinnar, sameiningar-kraftur heijnar? Þetta óskilgreini- lega seiðmagn tónlistarinnar og sú sálræna glóð hennar, sem samstillir ósjálfrátt i eina lieild hugi og hjörtu þúsunda og aftur þúsunda, ólíkustu einstaklinga, og lyftir þeim í æðra veldi á vængjum sínum. T I L A T H U G U N A R. Það ber eigi svo sjaldan við, að maður lieyri fólk segja eitthvað á þessa leið: „Hljóðfærið okkar er úr sér gengið og slæmt, en það er fullgolt handa krökkunum að læra á.“

x

Heimir : söngmálablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.