Heimir : söngmálablað - 01.07.1935, Page 26
26
Fréttir
Allmjög ber nú á hinum
yngri söngvurum vorum er-
lendis, og berast þær fréttir af
þeim hinga'ð, sem vor fámenna
þjóð má vera stolt af.
Einar Kristjánsson hefir
undanfarin ár verið ráðinn
við hina frægu óperu í Dres-
den i Þýzkalandi, og getið sér
góðan orðstír þar í landi. í
sumar söng hann tvívegis í
„Tivoli“, skemmtistað Kaup-
mannahafnarbúa, við mikla
aðsókn og ágætar viðtökur.
Stefán Guðmundsson lagði
leið sína til Kaupmannahafnar
í september, og söng þar í
„TivoIi“ einnig við hinar
ágætustu viðtökur. Mun hann
innan skamms syngja hlut-
verk úr óperu eftir Verdi, í
konunglega leikhúsinu, undir
stjórn hins ítalska söngstjóra,
Egisti Tango.
Síðustu fréttir herma, að nú
hafi María Markan sungið hið
fyrsta óperuhlutverk sitt við
Schiller-óperuna i Hamborg,
þar sem hún er ráðin, og hafa
þær fréttir borizt, að vel hafi
tekizt og viðtökur hafi verið
prýðilegar.
Sigurður Birkis, söhgkenn-
ari, hóf starfsemi sína á vegum
Sambands ísl. karlakóra í ágúst-
mánuði, með því að kenna
„Iíátum félögum“ í Reykjavík.
í septembermánuði dvaldi
hann á Akranesi og starfaði
þar með söngfélaginu „Svan-
ir“, en í október kennir bann
karlakórnum „Vísir“ á Siglu-
firði. í nóvember hefir hann
i liyggju að kenna í Reykjavík
og Hafnarfirði.
*
Jón Léifs, sem undanfarið
hefir verið tónlistarstjóri út-
varpsins, lét af j)ví starfi fyrir
skömmu. Þó mun hann vera
ráðinn áfram við útvarpið um
þriggja mánaða tíma á ári,
næstu 2 ár, til að vinna við
plötusafn stofnunarinnar. Tón-
verk Jóns hafa á sinni tíð ver-
ið flutt allvíða í útvarp í
Þýzkaland og á Norðurlöndum.
Hver sá, er þóknast vill fjöldanum, er aumkunarverður. Hann
stritar árangurslaust, því enginn mun verða honum þakklátur.
Goethe.
*
Enginn annar en listamaðurinn sjálfur hefir skilyrði til að
skilja þá örðugleika, sem hann verður að sigrast á.
Goethe.
E É L A G S P R E N T S M I D .1 A N