Heimir : söngmálablað - 01.02.1938, Side 6

Heimir : söngmálablað - 01.02.1938, Side 6
2 H E I M I R en a'ðeins tötrum klætt „tema“ fyrir tónskáldið og söngv- arann. Nú eru allir borgabúar fslahds bættir að kveða rímur og kyrja tvísöng; en bóndinn hefir enn víða yridi af að hlusta á og íklæða þessar fornu andante — hálf- og heil- nótur semingskveðandi sinni. Borgarbúinn er sem sagt búinn að kasta frá sér þessari tegund almennrar tónlistar- iðkunnar; en hann er líka einatt fyrslur til að tileinka sér utanaðkomandi menningarstrauma, svo ástæða væri til að lialda, að hann hefði fengið eittlivað jákvætt í stað þess, er hann afsalaði sér. Hefir þá þjóðsöngurinn fengið á sig nýtt og betra snið, síðan tvisöngs og rímna missti við? Þessari spurningu er að vísu erfitt að svara, en það dylst þó engum, að geðfelldara er að hlusta á karlakóra okkar syngja „Eg veit eina baugalínu“ en miðlungs radd- mann þylja stemmu. Með þessu er spurningin þó eigi tæmd, því undir þjóðsöng skiljum við það, hvernig fólkið yfirleitt. ungir sem gamlir, liáir sem lágir, syngja og hvað þeir syngja; að sjálfsögðu má ekki rugla þjóðsöng í þess- um skilningi saman við ættjarðarsöng vorn „Ó, guð vors lands“, sem frekar ber að skoða sem lofsöng í anda Bee- thovens en aðgengilegt lag fyrir almenning. Söngur er upphaf allrar tónlistariðkunnar. Það verður því aldrei nógsamlega brýnt fyrir þjóðinni, live áriðandi það er að léggja rækt við félagssöng, ekki sízt í skólum og svipuðum stofnunum. Það er fjarri því, að þetta sé stundað sem vera ber; þarf ekki annað en koma á manna- mót, til að heyra hinar hroðalegustu misþyrmingar í sjálfu sér fallegra laga. Það er hvorki sungið vel né virðu- lega, „stemningin“ er fyrir öllu; lagið er „sungið niður“ af lífs og sálar kröftum, skilningslaust og án sálræns enduróms; og þar með er lagið búið að glata sínum sanna verndarengli. í kennslutimunum i söng eru kyrjuð oftast nær sömu lögin ár eftir ár og nemendanum aldrei bent á fegurðargildi islenzks þjóðlags eða ró þá, sem felst í því að spinna tónselninguna til enda. Hvenær skyldum við

x

Heimir : söngmálablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.