Heimir : söngmálablað - 01.02.1938, Side 9

Heimir : söngmálablað - 01.02.1938, Side 9
H E I M I R 5 að vera óbein skylda allra þeirra, er við tónlagasmiði fást, að taka sér þjóðlagasafn próf. Bjarna Þorsteinssonar, eða aðra jafngilda lieimild í liönd, og leita fyrir sér um nýt- ingu þeirra laga og lagbúta, er ekki þegar befðu verið lek- in til handargagns af lagandi penna tónskáldsins. Ætti tónlistarbókmenntum vorum að verða að þvi mikill fcng- ur. Hinsvegar ættu skapandi tónlistarmenn landsins ekki að selja sig úr færi um að semja alveg af eigin rammleik einsöngs- og kórlög, lil þess að sem fyrst yrði bætt úr því, sem fvrri kynslóðir Jiöfðu vanrækt. Hin þjóðræna náttúru- nánd yrði þá skilyrði fyrir þvi að lagið „gengi inn“ í fólk- ið og börn þess. Ilér bafa nokkur núlifandi tónskáld vor bitt naglann á höfuðið, og eru sum lög þeirra á góðum vegi með að verða alþjóðareign. Þetta gefur þeim, sem á eftir koma, leiðbeiningu um samning slíkra laga, án þess þó að ég sé að hvetja lil eftiröpunar. Aðalatriðið er að sá, sem fæst við lagasmíði, sé gjörkunnugur samhliða inn- lendum bókmenntum, hafi eðlilega nokkura fagþekkingu og vili síðast en ekki síst deili á okkar beztu ljóðskáldum og verkum þeirra fyr og síðar. Það orkar naumast tvímæl- is, að þjóð, sem á annan eins fjársjóð ljóðrænna meistara- verka, hún lilýtur og að eiga til og ala með sér blundandi vísir að tónrænum afrekum fram yfir það, sem liingað til hefir birzt. Þjóðlagatextar vorir eru oft og einatt mjög vel fallnir til söngs, bláebrigði þeirra margvisleg og sagnarandinn lif- andi. Gefur þar að finna mörg helztu form ljóðagerðarinn- ar, svo sem „ballaðe“-form, „episkt“ form og viðlags- form, sem mætti og kalla einskonar „rondino“-form. Að jafnaði eru textar þessir langir; það kostar því mikla ein- beitingu framtaksins og miðmögnun liugans að fella þá í tilsvarandi tónbúning, en þarna mun eitt aðalyerkefnið bíða úrlausnar. En þá uin leið verður aðferð sú, sein við nú viðhöfum að breytast; með hljómbundnum. (homofon) setningum einum er tæjilega hægt að byggja og útfylla stærri form. Kompositionsteknik vor verður að komast á

x

Heimir : söngmálablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.