Heimir : söngmálablað - 01.02.1938, Síða 12

Heimir : söngmálablað - 01.02.1938, Síða 12
8 H E I M I K og af Valdemar Briem („Ilver ríður svo ört yfir ís og hjarn“). En þó mun kvæðið á frummálinu miklu þekkt- ara hér á landi af þeim, sem skilja þýzka tungu. Sönglagahöfundurinn Reichar'dt hefir samið fagurt lag %ið þetta kvæði i alþýðustíl, og merkasta „Balladetón- skáld“ Þjóðverja, Carl Löwe, samdi snildarlag við kvæð- i8 um svipað leyli og Schubert samdi silt lag, og vissi livorugur af öðrum. Lag Löwes er samið af fullkominni formsnild, en hinn 19 ára unglingur var þó gæddur meiri andagift, því lagið hans hefir skyggt á hæði fyrnefnd sönglög. Eftir að lag Scliuherts var kunnugt orðið, er það ekki vitað, að nokkurt annað tónskáld hafi reynt að semja lag við þennan texta. Eftir Beethoven fundust þó drög að lagi við kvjæðið. Spaun liefir sagt frá því í endurminningum sinum, hvernig „Erlkönig“ varð til. Hann og Mayrhofer fóru einn eftirmiðdag saman að heimsækja Schubert vin sinn, sem þá hjó enn í föðurhúsum í útjaðri Vínarborgar: .. . við fundum Schubert“, segir Spaun, „allan í uppnámi, og las . liann „Erlkönig“ upp liátt úr bók. Hann gekk fram og aftur um herhergið með hókina í hendinni, allt i einu settist hann niður og tók að skrifa niður lagið viðstöðu- laust, eins hratt og hann mátti, og brátt var búið að færa þetta dýrlega sönglag í letur.“ Siðan skúnduðu vinirnir þrír til konviklskólans, því Schubert átti ekkert hljóðfæri, en í þeim skóla hafði Schubert fengið tónfræðilega mennt- un. Ruziczka gamli, hirðorgelleikari, sem verið liafði kennari hans, tók á móti þeim og um kvöldið var „Erl- könig“ spilaður og sunginn. Hirðorgelleikaranum gamla fannst mikið til um lagið. En þeir Spaun og Mayrliofer höfðu orð á því, að mishljómarnir i laginu við orðin: „Mein Vater, mein Vater“, létu illa í eyrum. „Hvílílc f jar- stæða“, sagði Ruziczka gamli, og sló þá um leið á pianóið, „heyrið þið ekki, hve áhrifamiklir þeir eru, live vel þeir falla við textann, live fallegir þeir eru og live vel þeir leys- ast upp?“ Gamli maðurinn var orðinn ákafur. Brátt vönd-

x

Heimir : söngmálablað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.