Heimir : söngmálablað - 01.02.1938, Page 18

Heimir : söngmálablað - 01.02.1938, Page 18
14 II E I M I R ERLKÖNIG. Frh. af bls. 11. ekki grun í, live lierfilega liafði verið á hann snúið, því fyrir aðeins eitf af þessum sönglagaheftum komu inn árin 1821—1861 alls 27000 flórínur. Saga „Erlkönig" verður ekki rakin hér nánar. Lagið á frægð sína að þakka fegurð sinni, skáldlegu flugi, anda- giftinni og listrænum búningi. En það er einnig frægt i söngsögulegum skilningi, ])vi það er fyrsta fullkomna sönglagið i nútimaskilningi, sem verulega mikið kveður að, en með þvi er átl við það, sem Þjóðverjar nefna Lied. Schuhert er hinn eiginlegi skapari sönglagsins í þessum skiluingi. Sönglög eftir fyrirrennara hans, Haydn, Mozart, Beellioven o. fl., eru cins og þau séu fremur hugsuð fyrir hljóðfæri en söngröddina, að nokkurum þó undanskild- um, og eru oft ekki ósvipuð píanólögum eða köflum úr sónötum. Tónskáldin Reichardt, Zelter og Schultz fundu siðar þráðinn og sömdu visnalög, smálög i alþýðustíl, sem voru regluleg sönglög eða Lied. En Schubert hóf sönglagið upp í æðra veldi. Ilann var fæddur söngvaskáld. Hann „bjó ekki til“ eða „smíðaði“ Iag við ljóðin, eins og hinir miklu tónlagásmiðir gerðu á undan honum, heldur orkli hann ljóðin upp í tónum. I uppliafi þessarar greinar var sagt frá því, hvernig „Erlkönig“ varð til. Af þeirri frá- sögn má sjá, hvernig hann upplifði af sál og tilfinningu viðhurði kvæðisins. Hann fann það, sem skáldið hafði fundið, og kom þvi til að yrkja ljóðið, og söng það síðan út úr Iijarta sinu. Stundum fann hann þelta með svo miklu afli, að hann var lengi að ná sér á eftir, eins og þegar hann las „Eirðarlaus ást“ (Rastlose Liebe) eflir Göethe, sem hann selli i tóna. Þess vegna eru líka lögin lians svo djiip og samvaxin textanum, svo ung og frísk enn í dag. Maður skildi ætla, þegar maður hugleiðir hve hugvits- samleg og listræn raddfærslan er, að hann hafi unnið lengi að henni i næði. En þannig mun það ekki hafa verið. Laginu brá fyrir í lniga hans eins og leiflri með öllum röddum og hljómbrigðum, ótal skuggum og litum, sem

x

Heimir : söngmálablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.