Heimir : söngmálablað - 01.02.1938, Side 21

Heimir : söngmálablað - 01.02.1938, Side 21
HEIMIR F R É T TI R. 17 Engar söngfréttir hafa bor- ist utan af landi og vill því „Heimir“ cnn einu sinni beina því til söngstjóra utan Reykja- víkur, og annara manna i kauptúnum og sveitum úti á landi, aö senda fréttir af því, sem við ber hjá þeim. — Ilér á eftir birtast ummæli um hljómleika i höfuðstaðnum síðasta ársfjórðunginn 1937. Hljómleikar Tónlistarfélagsins. Tónlistarfélagið er stofnað árið 1932 af 12 áhugamönnum. Það starfrækir bæði Tónlistar- skólann og Hljómsveit Reykja- vikul’, og hefir gengist fyrir hljómleikum og óperettusýn- ingum (Meyjarskemman og Systirin frá Prag). Allan veg og vanda af fyrstu hljómleikum félagsins á þess- um vetri höfðu þeir Páll ísólfs- son og Hans Stepanek, kenn- íirar við Tónlistarskólann. Hljómleikarnir voru haldnir i Fríkirkjunni 10. nóv. síðasll., «g voru leikin verk fyrir orgel og fiðlu. Þau voru eftir meist- arana J. S. Bach, Brahms og Reger. Fyrsta verkið var „Pre- lúdía og Tripelfúga“ í es-dúr eftir Bach. Dr. Guðmundur Finnbogason myndi nefna verkið: forleik og þrístefja- hljómþulu. Mér flngu í hug orð ritningarinnar, er ég vissi að leika átli þetta verk: „Ef ein- hver hefir eyru að heyra með, hann heyri!“ Verkið gerir miklar kröfur, og verður á- heyrandinn að geta gert sér grein fyrir þessu stórformi tónlistarinnár, svo það veiti honum Jistarunað. Páll ísólfs- son lék verkið snilldarvel og í anda Bachs. Allar línur voru skýrt dregnar, því stílvitund lians er sterk. Meðferð Páls á „Introduktion og Passacaglia“ i f-moll eftir Reger, var einkar snjöll og glæsileg. Á milli stóru verkanna lék hann nokkur kór- alforspil eftir Bach og Brahms, blið og innileg, og var hvíld i þeim. — Hans Stephanek lék fiðluhljómleik i e-dúr eftir J. S. Bach, með undirleik strengjasveitar og orgelsins. Hann er duglegur fiðluleikari, vaxinn erfiðum viðfangsefnum, sem hann túlkar stílhreint. 2, hljómleikar félagsins voru haldnir i Gamla Bió 15. des. síðastl. Var vel til þeirra vand- að og voru þeir fjölbreyttir og að mörgu leyti nýstárlegir. Fyrst lék Illjómsveit Reykja- víluir undir stjórn Dr. Franz Mixa hljómdrápu (symphonia) nr. 3 i c-dúr eftir Philip Ema- núel Bach, sem nefndur er ým- ist „Berlinar-Bach“ eða „Ham- borgar-Bach“, til aðgreiningar frá tveim bræðrum sínum, sem einnig eru heimsfrægir tón- snillingar,, „Londonar-Bach“ og Friedemann Bach. Þeir eru synir Joli. Seb. Bach, hins

x

Heimir : söngmálablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.