Heimir : söngmálablað - 01.02.1938, Qupperneq 27

Heimir : söngmálablað - 01.02.1938, Qupperneq 27
H E I M I R 23 dansa eftir því. Birtist árlega nokkuð af dægurlögum eftir is- lenzka höfunda, en hér er ekki ástæöa til að telja þau. Erling Blöndal Bengtsson heitir cellosnillingur af ís- lenzkum ættum, sem vakið hef- ir athygli á sér i Kaupmanna- höfn. Hann er nú 5 ára gam- all og er undrabarn. Hann er yngsti cellóleikarinn í Dan- mörku og sennilega yngsti hljóðfærasnillingurinn í öllum heiminum. Móðir hans er Sig- ríður Nielsen, systir Frithiofs umboðssala og Hjartar fyrv. bryta. Hún er af Egilsen-ætt- inni og er systurdóttir Bene- dikts Gröndal skálds. — „Pole- tiken“ segir meðal ann- ars um Erling, eftir að hann hafði haldið fyrstu hljómleika sína í Kaupmannahöfn haust- ið 1936, þá rösklega 4 ára gam- all: „.... Við ætlum engu að spá um framtið Erlings. Við ætlum aðeins að segja frá þvi, sem við sáum og heyrðum. Við sáum litinn og grannvaxinn glókoll, með dvergvaxið celló, sem þó var næstum því jafn- stórt og hann sjálfur. Hann sat á skemmli og spilaði þann- ig, að manni kom ósjálfrátt i hug kerlingin, sem sagði, þeg- ar hún sá giraffa í fyrsta sinn á æfinni: „Þetta getur ekki verið. Sjónin glepur mig. Svona dýr er ekki til!“ En hér var þó ekki um neina missýningu að ræða, því að drengurinn er undrabarn, lireint og beint við- undur. Annar eins tónn, boga- dráttur, hljóðfall, öruggt og karhnannlegt .... Það var eng- in furða, þótt öll lögin tækj- ust ekki jafn vel, en enginn vissi þó betur um það en hann sjálfur, þegar honum fataðist listin. Það mátti sjá á augun- ;um hans og öllum svipnum. Hann fékk ágætar viðtökur, var margkallaður fram og varð að spila aukalög og hneigja sig á söngpallinum, eins og virkilega miklir snillingar gera.“ Eftir því, sem við höfum frétt, mun Reykvikingum gef- ast kostur á að heyra þetta undrabarn næsta sumar. Látnir merkismenn. Maurice Ravel, franska tón- skáldið, dó 28. desember sið- astl., 62 ára gamall. Hann var einn af merkilegustu tónsnill- ingum 20. aldarinnar. Vilhelm Herold, óperusöngvarinn danski, sem alkunnur er hér á landi, dó úr hjartabilun í desember síðastl. 72 ára gamall. Hann var um skeið talinn einhver glæsilegasti söngvari Dana, og allra listamanna vinsælastur. Orðsending til söngstjóra. Vegna samþykktar síðasta aðalfundar S.Í.K. um námsskeið fyrir söngstjóra á sumri kom- anda, óskar Sambandsstjórn- in eftir, að þeir söngstjórar Sambandskóranna, sem taka vilja þátt í slíku námskeiði, sendi henni tilkynningu þar að lútandi fyrir 1. april næstk.

x

Heimir : söngmálablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.