Heimir : söngmálablað - 01.09.1938, Blaðsíða 30

Heimir : söngmálablað - 01.09.1938, Blaðsíða 30
II E I M I H 74 leg þensla raddholsins, sem allt veltur á, annars hepnasl •ilraunin ekki. Ég kem nú að þriðja boðorðinu: „eantare senza fialo,“ þ. e. að syngja án lofts. Það er eins með öndunarloftið og peningana. Það skiftir ekki ináli, hve mikið það er, heldur live lengi ]>að endist. Ef maður fyllir lungun of miklu lofti, þá reynisl það örðugt að losna við það i snöggu hragði. Gömlu mennirnir sögðu, að söngmaðurinn ælli að lialda niðri í sér andanum, eins og sundmaðurinn, sem syndir í kafi. Auðveldast er að ná þessu með |>vi að imynda sér, meðan maður syngur, að maður eigi að anda að sér, cn ekki frá sér. Poul Bruns liefir Iinitiilega kallað þetta „öfugan andardrált". Þindin og öll öndunarfærin verða ]iá eins og þegar maður dregur djúpt andann, og um leið opnast öll rúm, sem skapa endurhljóm, allir hljómbotnar opnast. Listin er ekki sú, að draga andann sem dýpsl, heldur að anda sem tiðast, en þó þannig, að aðrir verði ekki varir við það, eða með öðrum orðum, að draga and- ann svo livorki heyrist eða sjáist. ()f mikið öndunarlofl þrýstir að utan svo hálsinn og raddopið dregst saman. Ondunarloft, sem ekki verður notað, skaðar söngtóninn. Þess vegna andá ítalir ekki frá sér á eftir hverri laghend- ingu, lieldur anda þeir ofl frá sér á undan þeim. Til þess að æfa sig i þessari öndunaraðferð, æfa ítalir sig í því að syngja slaccato. Orðið þýðir ekki „stunginn“, eins og flest- ir skilja það, heldur „aðskilinn“. Allt veltur þá á stuttu þögnunum milli tónanna. Þar seni staecatosöngur kemur oft fyrir i skrautsöng (Koleralur), ]iá er ekki fjarri sanni að segja, að skrautsöngurinn sé afbragðs öndunarskóli. NiCurl. EsKerft Stefánsson söni;vari siing islenzk liig i Gamla Bíó i byrjun júnimánaðar, og Nanna Egilsdóttir söng í sama húsi uni svipað leyti, en þar sem rit- stjóra hlaðsins var ekki gefinn kostur á að hlýða á þau, hirl- ast hér ekki tinunæli uin siing Jieirra. En heyrt höfum vér, að góður rómur hafi verið gerður að söng frúarinnar.

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.