Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.11.1970, Blaðsíða 1

Alþýðumaðurinn - 14.11.1970, Blaðsíða 1
ÞORVALDUR JÓNSSON, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins á Akureyri: Alþýðumaðurinn og Akureyri Á MERKUM tímamótum blaða þykir það hlýða að rifja upp hluta af starfssögu þeirra, hnýs- ast í baráttumálin á hveiTum tíma og birta glefsur um þau. 1 Hér verður minnzt á nokkur mál, sem Alþýðumaðurinn hef- ur talið mál málanna á hverjum tíma og snerta íbúa Akureyrar. 1 Fyrstu ár Alþýðumannsins einkenndust af baráttu blaðsins við fyrri samherja, þar sem það er stofnað upp úr klofningi vinstri stéttanna. Er þar hart vegið á báðar hendur og virðist stjórnmála- barátta á íslandi á fyrstu árum blaðsins, hafa verið mun per- sónulegri en hún gerist í dag, þótt mörgum þyki hún nægilega illskeytt. I Þetta breytist nokkuð með ár unum. Þó eru málefni bæjarins meira tekin til umræðu og í árs byrjun 1937 getum við litið skrif um upphaf stórvirkjunar fyrir Akureyri. Þannig er ritað 2. marz 1937 um Goðafossvirkj- un: Áætlanir gerðar. — Goðafoss verður tekinn til virkjunar. — „Rafveitumálið er nú það langt komið, að áætlun um virkjun Goðafoss er gerð og samið upp- kast að rekstursreikningi vænt- anlegrar rafveitu fyrir tvö næstu árin. Gert er ráð fyrir að eystri hluti Goðafoss verði virkj aður og verður virkjunin til- tölulega ódýr. Afl mun fáanlegt allt að 4700 hestöfl, en ekki gert ráð fyrir að virkja meira en 2000 hestöfl til að byrja með. Á sú virkjun að nægja Akur- eyri til ljósa, suðu, iðnaðar og lítilsháttar til hitunar.“ Þessar áætlanir virðast víkja fljótt fyrir öðrum hugmyndum, því 13/4 1937 er skrifað um Raf virkjun Akureyrar og þar stend ur: „Laust fýrir snjóa í haust kom upp sá kvittur, að Laxá við Staði myndi vera álitleg til vii'kjunar, og var þangað send- ur verkfræðingur úr Reykjavík, sem komst að þeirri niðurstöðu, eftir stutta rannsókn, að virkj- un við Laxá myndi kosta svipað og við Goðafoss á 2000 hest- öflum.“ Ekki virðist blaðið vera ónægt með staðsetningu virkjunarinn- ar því seinna í sömu grein er ritað: „Það er vitað að mývetnskir bændur hafa stýflað upptök Laxár við Mývatn að vorinu um lengri tíma. Eins skýra kunnug ir menn frá því, að í hríðar- veðrum komi það ekki ósjaldan fyrir að Laxá stýflist við Mý- vatn af fannkyngi, sem í hana rekur. Þá er og kunnugt um Laxá að í hana sezt víða grunn- stöngull svo mikill að mikið dregur úr vatnsorku hennar.“ Eftir margvíslegar tafir, sem stöfuðu m. a. af drætti á útveg- un lánsfjár erlendis, ríkisábyrgð ar vegna töku lánanna og sögu- legra samskipta verktaka við verkamenn við byggingu virkj- unarinnar, er hún tekin í notk- un laugardaginn 15. okt. 1939 og segir Alþýðumaðurinn svo frá þeirri athöfn: „Nýja rafveitan tekin til starfa. Kl. 4.30 e. h. sl. laugar- dag var opnað fyrir rafstraum- inn frá Laxárvirkjuninni hing- að til bæjarins. Undanfarið hafa línurnar verið prófaðar og vél- ar stöðvarinnar verið keyrðar til prófunar. Hefir hvortveggja reynzt vel, og hafa vélar stöðv- arinnar eystra reynzt geta fram leitt allt að 1/6 meiri orku en þeim er ætlað. Bæjarstjórn, bæjarstjóri og rafmagnsstjóri fóru austur til að vera á staðnum þegar orkunni yrði veitt til bæjarins. Hinn danski forstöðumaður verksins veitti létt vín, og sýslumaður Þingeyinga, sem þarna var staddur, flutti stutta ræðu og árnaði Akureyrarbæ allra heilla í tilefni af þessum viðburði í sögu hans. Bæjarstjóri þakkaði. Stöðvarstjóri Laxárvirkjunar verður Ágúst Halblaub en véla verðir Sigþór Jóhannsson og Friðþór Jakobsson. Er þess að vænta að verðlagi raforkunnar verði stillt svo í hóf að almenningur geti notfært sér þessa búbót að fullu.“ Nokkrar vikur liðu áður en verð á rafmagni var ákveðið, en strax og það varð kunnugt komu upp óánægjuraddir um verðið og hafa þær skotið upp kollinum allt fram á þennan dag þegar þurft hefur að breyta gjaldskrá rafveitunnar til hækk unnar. Atvinniunálin. Hvar sem flett er upp í Al- þýðumanninum bera atvinnu- málin á góma. Veturnir hafa löngum verið verkamönnum þungir í skauti hvað atvinnu snertir. Á hverju hausti er rætt um „atvinnubótavinnu.“ Er hún aðallega fólgin í uppfylllingum t. d. á grjótgörðum sunnan Strandgötu til varnar smábáta- höfn og á Oddeyrartanga, þar s NÚTÍMINN er tími fjölmiðla, blaða, útvarps, sjónvarps. Fjöl- miðlarnir hafa gagnger áhrif á skoðanir almennings. Ýmsum þykir nóg um þessi áhrif. Þeir óttast, að sjálfstæð dómgreind einstaklingsins móti ekki skoð- anir hnas í jafnríkum mæli og eðlilegt sé. Áhrif þeirra, sem stjórna fjölmiðlum, ráði of miklu um það, hverjum augum almenningur lítur á mál, jafnt þjóðmál, menningarmál og sér- hver þau vandamál, sem á döf- inni eru. En hver sem sannleikurinn er um álirif fjölmiðla, þá er það augljóst, að allir þeir, sem hafa boðskap að flytja, þurfa á fjöl- miðli að halda til þess að kynna hann og vinna honum fylgi. Þetta á ekki hvað sízt við inn stjórnmálaflokka. Án málgagns sem ráðagei'ðir eru um dráttar- brautaframkvæmdir. Einnig er tunnuverksmiðjan á dagskrá á hverju hausti og virðist i'ekstur hennar hafa verið harla óákveð inn og brösóttur flest árin. Á áratugnum 1940—1950 eru aðal baráttumál blaðsins dráttar- braut og hafnargerð á Oddeyr- artanga, togaraútgerð og kaup á Krossanesverksmiðju. 1. febr. 1944 er fyrst talað um dráttar- braut á Tanganum: „Verkfræðingum hefir litizt bezt á að þetta mannvirki yrði sett norðaustan á Oddeyrina um 200 metrum sunnan við núver- andi Glerárós, og yrði þar byggður grandi frá landi er beygist inn með fjörunni, en ofan við hann yrði mokað upp og myndað á þann hátt skipa- og smábátakví, en ofan við hana kæmi dráttarbrautin." Þótt skriður væri kominn á málin gekk undirbúningurinn rólega. 9. ágúst 1944 er grein í blaðinu með upphafsorðunum: „Að láta ógert að hefja nú á þessu hausti framkvæmdir við. =w= heyrist rödd flokks síður en ella. Blöð eru stjómmálaflokki ómetanleg. Nú í ár hefur Alþýðumaður- inn á Akureyri starfað í 40 ár. Gylfi Þ. Gíslason. „Milljóna-fyrirtækið“ á Tang- anum, er að svíkja bæinn og skapa hér það atvinnuástand, sem enginn mun óska eftir.“ Og 25/9 1945: „Nú er svo hljótt um þetta mál sem mest má. Undirstaða hafnargarðsins rekur upp stikl- ana um fjörur, en liggur í leyni fyrir sjófarendum um flóð.“ í bæjarmálasamningi allra flokka í bæjarstjórn sem gerður var eftir bæjarstjórnarkosning- ar 1946 og var í 16 liðum var 2 liðurinn um hafnargarðinn á Oddeyri: „Að unnið verði að hafnar- garðinum á Oddeyri og honum komið svo langt á þessu ári, að þar skapist aðstaða fyrir dráttar brautir, og unnið sé að því að dráttarbraut komist upp eins fljótt og unnt er. Ennfremur sé gerð gangskör að því að útvega nauðsynlegar vinnuvélar til framkvæmdanna og samig um leigu á hentugu uppmoksturs- skipi.“ Þrátt fyrir þessa yfirlýsingu (Framhald á blaðsíðu 24) ---------------------- Hann hefur verið höfuðmálsvari Alþýðuflokks, jafnaðarstefnu og verkalýðshreyfingar á Norður- landi. Honum hafa ritstýrt hinir ágætustu menn, svo að rödd hans hefur jafnan hljómað hátt og snjallt. Ekki aðeins launþeg- ar á Norðurlandi eiga baráttu Alþýðumannsins mikið að þakka. Alþýðuflokknum í heild hefur verið gagn og sómi að Alþýðumanninum. Um leið og Alþýðuflokkurinn þakkar Alþýðumamiinum og öllum, sem fyrir hann hafa starfað, ágætt verk á liðnum árum, óskar hann blaðinu allra heilla og góðs gengis á komandi árum, í baráttu sinni fyrir efl- ingu jafnaðarstefnu á íslandi, fyrir betra, réttlátara og fegurra' þjóðfélagi á íslandi. Gylfi Þ. Gíslason formaður Alþýðuflokksins flyfur AEþýðumanninum beztu afmæliskveðjur

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.