Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.11.1970, Blaðsíða 5

Alþýðumaðurinn - 14.11.1970, Blaðsíða 5
STEINDOR STEINDORSSON frá Hlöðum: Bókvitiá, askarnir og skólarnir EKKI er langt um liðið síðan kalla mátti, að engir skólar væru til hér á landi. Enn muna margir þá tíð, er fræðsluskylda var í lög leidd og mjög umdeild, og ekki er liðin meira en hálf öld síðan allir þeir skólar, er veittu unglingum viðtöku til framhaldsnáms að lokinni barna fræðslu veittu færri nýnemum viðtöku á hverju ári, en hver og einn hinna stærri menntaskóla og gagnfræðaskóla gerir nú, og var þó fátítt að nokkrum væri neitað um viðtöku. Margt bar til þess, að skóla- rýmið og aðsóknin var ekki meiri. Þjóðin var félítil. Sam- gönguleysi gerði mörgum ungl- ingi erfitt með að sækja skóla, fábreytt atvinnulíf krafðist ekki mikillar menntunar, en mestu olli þó ef til vill, að þjóðin sem heild hafði takmarkaða trú á gildi skólagöngu. “Bókvitið verð ur ekki látið í askana“ var gamalt spakmæli, sem auðvitað var gott í krafti aldur síns. Rót- gróin var sú trú, að t. d. bú- fræðingar hlytu að verða bú- skussar, og að sjálflærðum hag- leiksmönnum og verkhyggnum væri betur trúandi fyrir verk- legum framkvæmdum en lærð- um verkfræðingum. Þetta var eðlilegt viðhorf í þjóðfélagi, sem hafði verið kyrrstætt öld- um saman, og hver hafði hlotið að bjarga sér af beztu getu af brjóstviti sjálfs sín eða fá- breyttri reynslu feðra sinna. En nú er öldin önnur. Þótt skólar séu nú að kalla má á hverju strái, skyldunámið marg falt við það sem áður var, og öll aðstaða til að sækja skóla ólíku léttari en fyrr, eru kröf- urnar nú sífellt háværari um fleiri skóla, betri skóla, bætta aðstöðu skólafólks. Og þótt sumt af því, sem fram er borið í þessum málum sé tízkufyrir- foæri kröfualdar, og sumt komið fram til þess að ná sé niðri á yfirstjórn skólamálanna a£ póli- tískum hvötum, þá er þetta við- horf, þegar áðurnefndur sori er hreinsaður brott, jafnskiljanlegt og eðlilegt og hin gamla ótrú skólalausrar þjóðar á bókvitinu, sem hún hafði farið á mis við, en lifað samt, þrátt fyrir „áþján nauðir og Svarta dauða“. Þjóðfélag vort stefnir sífellt meira og meira í áttina til vel- ferðarþjóðfélags, sem hvílir á aukinni tækni og iðnvæðingu, en krefst um leið sérhæfingar manna, til næstum því hvaða starfs sem er. En þó að tæknin verði sífellt meiri, og stefnt sé að meira hagnýtu námi, sem svo er kallað, og kröfurnar um nán- ari tengsl skóla og atvinnulífs séu í senn sjálfsagðar og náttúr legar, megum vér aldrei missa sjónar á þeim verðmætum náms og fræða, sem ekki verða bein- línis í askana látið, en eru þó jafn nauðsynlegur hornsteinn í lífi þjóðarinnar og einstaklings- ins og sú verklega færni og þeim grunni. Ef þar tekst illa til, riðar þjóðfélagið til falls. Þetta eru staðreyndir, sem öll þjóðin verður að skilja, og breyta eftir þeim skilningi, á því hvílir framtíð hennar. En takmarkaður skilningur eða jafnvel fullkomið skilningsleysi á þessu hlutverki skólanna, er tæknimenntun, er skapar þjóð- inni fjármuni og efnislega vel- sæld. Þessari staðreynd gleym- run vér alltof oft í umræðum vorum um velferðarþjóðfélag og menntakerfi þess. Enginn neitar því lengur, að skólarnir eru knýjandi nauðsyn í lifandi þjóðfélagi. Vér vitum líka fullvel, að hlutur heimil- anna hefir farið síminnkandi í uppeldi þjóðarinnar. Það er stað reynd, sem ekki verður snið- gengin, þótt vér á marga lund hljótum að harma slíkt. En þetta er eðlileg þróun, bein afleiðing foreyttra þjóðfélags- og byggðar hátta. Þeirri þróun verður ekki snúið við fremur en hjóli tím- ans. En um leið er ljóst, að hið eina, sem komið getur í stað uppeldis heimilanna eru skól- ai-nir. Vitanlega hvílir þar mest ur þunginn á frumstigum skóla- kerfisins, en jafnljóst er þó að framhaldsbygging þess kerfis verður að vera í samræmi við grunninn. Skólinn frá upphafi til hins æðsta skólastigs er horn steinn þjóðfélagsins. Velferð þess, andleg og efnisleg, hvílir á eitt af því, sem torveldar störf þeirra, og það meira en flest annað. Skólinn er hvorki ein- angrað fyrirbæri né ríki í rík- inu, heldur hvorttveggja í senn einn mikilvægustu grunnstein- anna, er það stendur á, og sú líftaug, sem ræður stefnu þjóð- félagsins og örlögum. En um leið og vér viðurkenn- um þetta verður enn ljósara, að skólarnir mega ekki bregðast hlutverki sínu, ríkisvaldið má ekki skera við neglur nokkuð það, sem þeim horfir til hags- bóta, og þjóðin sjálf að leggjast á eitt um samstarf við skólana, svo að þeir fái unnið störf sín. Og hvað sem um þessi mál er rætt verðum vér að játa þá stað reynd, að á síðasta áratug hefir af hálfu ríkisvaldsins verið gerð stærri átök í þessum efnum en nokkurn hefði dreymt um fyrir tveimur áratugum, og meira en á heilli öld áður. En Róm var ekki byggð á einum degi. Fátæk og fámenn þjóð getur ekki reist allt frá grunni á örfáum árum og bætt úr öllu, sem miður fer eða ábótavant er. Eitt af því sem mjög hefir markað stefnu í skólamálum síð ustu ára er að skapa fleiri náms brautir enn fyrr. Fram á síðustu ár hefir skólastarfið beinzt að verulegu leyti í eina átt, tiltek- inni fræðslu í bóklegum efnum. Og að lokinni skólagöngu hafa unglingarnir verið sem í blind- götu. Þeir hafa hlotið verulega þekkingu á ýmsu, en sú þekk- ing hefir ekki nema að litlu leyti gert þá hæfa til tiltekinna starfa. Þetta er nú að breytast. Eitt stærsta sporið, sem stigið var í þessa átt var annars vegar hið aukna iðnfræðslukerfi en hins vegar framlenging gagn- fræðanámsins, þar sem skapað- ar eru námsbrautir, er beint leiða til sérnáms, er býr undir tiltekin þjóðfélagsstörf. Jafn- framt því sem sú framlenging gagnfræðanámsins hefir greitt ýmsum unglingum, sem seinir hafa verið að átta sig, leið til menntaskóla- og háskólanáms. Hin nýju menntaskólalög gera ráð fyrir og skapa möguleika á auknu valfrelsi, sem gefur svig- rúm til að nemendurnir geti stundað huggðarefni sín við hlið þess almenna menntunarkjarna, sem öllum verði gerður að skyldu. I Háskólanum fjölgar nú stór lega þeim námsgreinum, sem þar verða numdar, en áður varð að sækja kennslu í til útlanda. Allt er þetta að vísu á byrj- unarstigi, en ljóst er hvert stefnt er, og þegar má kalla, að bylt- ing sé orðin á þessu sviði. Sú bylting miðar í rétta átt, til að skapa heilbrigða þjóðfélagsþró- un. Og þess skulum vér minn- ast, að þetta starf hefir allt verið unnið undir forystu og að frum kvæði ráðherra Alþýðuflokks- ins. En engu að síður hefir hann orðið fyrir harðvítugum árásum andstæðinga fyrir að ekki skuli hafa enn meira verið gert, enda þótt vitanlegt sé að fjárhagur ríkisins og ýmsar ytri aðstæður hafi hlotið að tálma hraðari framkvæmdum. En slíkt eru hin venjulegu viðbrögð þeirra, sem lítið gera, gagnvart þeim er starfa og framkvæma. En fátt er svo gott, að galli ei fylgi. Þótt meginstefnan sé rétt er margt sem bendir til þeirrar hættu, að smám saman hefjist sérhæfing unglinganna þegar á byrjunarstigi skólanna. En sér- hæfingu fylgir aftur sú hættan, að smám saman verði allir skóla gengnir menn þröngsýnir sér- fræðingar, ef ekki verði þegar í upphafi reistar nægilega sterk ar skorður við því í skólakerf- inu. Sú skoðun, að bókvitið verði ekki látið í askana hefir fyrir löngu gengið sér til húðar. En um leið megum vér ekki missa sjónar á því, að þótt bókvitið fylli aska vora, þá er askafyllin ekki hið eina eftirsóknarverða í lífinu. Ég gat þess fyrr, að meg inhlutverk skólanna væri upp- eldi þjóðarinnar. Það er betra, að þeir ali upp færri sérfræð- inga ef þeir um leið skila þjóð- inni víðsýnni og siðferðilega þroskaðri æsku. Það er markið, sem keppa verður að. Markið sem aldrei má missa sjónar á, þótt sérfræðin hljóti sinn nauð- synlega skerf. Ef ekki verður að þessu stefnt, stendur skólakerf- ið og þjóðfélagið allt um leið á brauðfótum, sem svíkja, þegar mest á reynir. 5 BÆJARBÚAR! KYNNÍÐ YKKUR OKKAR FJÖLBREYTTA ÚRVAL AF ljósatækjum OG smá-heimilistækjum RAFORKA H.F. Glerárgötu 32 — Sími 1-22-57. ' -........... EMIL JÓNSSON utanríkisráðherra: Árnaðaróskir frá Hafnarfirði *s EITT af því, sem Alþýðuflokkn um er allra nauðsynlegast, er að hafa umráð yfir blöðum, til þess að koma skoðunum sínum á framfæri við almenning. Blaða- útgáfa flokksins hefir þó oltið á ýmsu, vegna fjárskorts. Alþýðu blaðið í Reykjavík hefir þó get- að komið út nokkurn vegin reglulega, með fórnfúsum stuðn ingi velunnara sinna, bæði með beinum fjárframlögum, ábyrgð um og ýmiskonar stuðningi öðr- um. — Oðru máli gegnir um blöð flokksins út á landsbyggð- inni. Aðeins eitt þeirra hefir getað komið út nokkurn vegin reglulega, en það er Alþýðu- maðurinn á Akureyri. Hin hafa aðeins komið út stutta stund í einu, og flest aðeins um kosn- ingar, eða þegar mikið hefir þótt liggja við. Ekki hefir þetta verið hægt á Akureyri, nema því aðeins að margir góðir Al- þýðuflokksmenn hafa lagt blað- inu lið með fórnfúsu starfi, sem unnið hefir verið í sjálfboða- vinnu og án þess að séð hafi Emil Jónsson. verið til launa. Ég minnist tveggja ritstjóra, sem ég hefi þekkt, annan vel og hinn nokk- uð, þeirra Halldórs Friðjóns- sonar og Braga Sigurjónssonar, sem áreiðanlega töldu ekki vinnustundh- sínar við blaðið, og þess vegna hefir Akureyr- ingum tekizt hér betur en öðr- um. Alþýðumaðurinn er nú 40 ára. Það leiðir huga minn að því, að í ár eru einnig 40 ár síðan fyrsta blað Alþýðuflokks- ins í Hafnarfirði kom út 1930. En því miður hefir útkoma þess blaðs verið skrykkjótt, þó að það komi ennþá út af og til. Ég þakka Alþýðumanninum og þeim sem að því blaði hafa stað ið fyrir þolinmóða baráttu, og góðan árangur. Ég árna þeim öllum allra heilla á komandi árum og bið þeim enn góðs árangurs til eflingar Alþýðu- flokknum.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.