Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.11.1970, Blaðsíða 27

Alþýðumaðurinn - 14.11.1970, Blaðsíða 27
HELGA TRYGGVADOTTIR, formaður Kvenfélags Alþýðuflokksins Frá |)ingi AIJ)ýáuflokksins Á 33. flokksþingi Alþýðuflokks- ins, sem haldið var í Reykjavík dagana 16.—18. október sl. voru mjög hressilegar umræður og margar góðar ræður haldnar um þau mál, er þingið fjallaði. Á þinginu ríkti félagslegur og lýðræðislegur andi og voru ræðumenn ófeimnir við að láta álit sitt í Ijós um það sem til mistaka mætti teljast um af- stöðu Alþýðuflokksins til ýmissa þjóðfélagsmála á undan- förnum árum. Á flokksþinginu voru saman- komnir kringum 130 fulltrúar víðsvegar af landinu þar af 29 konur. Umræður héldust við- stöðulaust út 'þingið, utan stuttra matarhléa, og voru oft- ast mjög skemmtilegar og lif- andi, orðið gafst sjaldan laust án fyrirvara _og sýndu fulltrúar vakandi málefnalegan áhuga á þeim atriðum, sem á dagskrá voru. Konur þingsins voru hógvær ar og voru fáar á mælendaskrá, höfðu sig lítt í frammi, en þær sem töluðu gerðu það vel. Skipulagsleysi ríkti nokkuð og var ekki fyrirfram auglýst dagskrá, en sennilega hefur það átt sinn þátt í að gera þingið líflegt. Ýmsar nefndir voru skipaðar og skiluðu þær álitum og er alltof langt mál að gera viðhlýt- andi grein fyrir þeim. Af- greiðsla lagafrumvarpa um breytingar á lögum félagsins tók allmikinn tíma. Verkalýðsmál voru mikið rædd og vil ég hér taka upp Helga Tryggvadóttir. einn lið úr áliti verkalýðsmála- nefndar svohljóðandi: „Þingið telur að stefna beri markvisst að því, að rauntekjur íslenzkra launþgea verði a. m. k. eigi lakari en tíðkast á Norður- löndum. Þessu markmiði verði náð með samstilltu átaki ríkis- valds, atvinnurekenda og sam- taka launafólks, sem vinni skipulega að því að auka hvers konar hagræðingu í atvinnu- rekstri og hverju því öðru sem eykur samkeppnishæfni fyrir- tækja. Rekstraröryggi fyrir- tækja verði eflt. Stefnt verði að því að koma á kauptryggingu starfsfólks og tryggja þannig at vinnufyrirtækjum þjálfað vinnu afl að staðaldri.“ í nágrannalöndum okkar eru háþróuð atvinnufyrirtæki og af þeim gætu íslendingar mikið lært ef aðstæður væru til að senda fólk þangað til að kynn- ast vinnuhagræðingu, verk- stjórn, vöruvöndun, stjórnskipu lagi og síðast en ekki sízt að- búnaði starfsfólks. Þá komu fram tilmæli frá Eyjólfi Sigurðssyni um að kosn ir yrðu menn til að kynna sér hina nýju stefnu Danska Al- þýðuflokksins um að koma í framkvæmd þeim arðskiptingar hugmyndum, sem kenndar eru við Viggo Kampmann, en í þeim felst að starfsfólk atvinnu fyrirtækja fái vissan hluta af arði þeirra í sinn hlut, þannig skili góð rekstrarafkoma fyrir- tækis arði til alls starfsfólks og verður þá um leið hagur hvers einstaklings að vinna sínu fyrir tæki vel. Fræðslu- og menningarmál voru mikið rædd og kom þar m. a. fram að nauðsynlegt væri að fræðsla varðandi sjávarút- veg og fiskvinnslu verði skipu- lega tekin inn í fræðslukerfið, og skipi þar verðugan sess, allt frá barnaskólum upp í Háskóla. Þingið taldi að stöðugrar endur menntunar kennara sé þörf og benti í því sambandi á hvort ekki væri hagkvæmt að taka einn héraðsskólann yfir sumar- ið og reka þar sumarskóla í þess um tilgangi. Hér fer á eftir síðasti liður í áliti fræðslu- og menningar- málanefndar þingsins: „33. flokksþing Alþýðuflokks- ins vill að bætt verði aðstaða alls almennings til þess að njóta menningarverðmæta og þau gerð að almenningseign, það verður að búa vel að þeim, sem vinna að sköpun þeirra og koma þarf á samstarfi þeirra, sem njóta lista og hinna, sem skapa þær. Alþingi og ríkisstjórn ættu árlega að fjalla um og taka ákvörðun um, með hverjum hætti megi bæta aðstöðu alls al mennings til þess að njóta menn ingarverðmæta, m. a. hvernig bæta megi skilyrði til þess að njóta góðra bókmennta, t. d. með bættri aðstöðu og endur- skipulagningu almenningsbóka- safna, sem eru í hraðvaxandi mæli aðalmenningarstofnanir almennings. Hvernig auka megi kynni almennings af tónlist, m. a. með auknu tónleikahaldi og meiri hagnýtingu sjónvarps og hljóðvarps í þessu skyni og efl- ingu tónlistarskóla og tónlistar- iðkunar í heimahúsum, hvernig auka megi áhuga almennings á myndlist, m. a. með skipulagn- ingu myndlistasýninga og efl- ingu myndlistaskóla, hvernig leiðbeina megi varðandi notkun tómstunda, auka iðkun almenn- ingsíþrótta, stuðla að aukinni útivist og nánari tengslum við náttúruna, jafnframt því, sem náttúruvernd verði aukin og unnið gegn hvers konar meng- un.“ Að lokum vil ég vekja athygli á eftirfarandi ályktun stjórn- málanefndar: „Flokksþingið bendir á nauð- syn þess að þeir jafnaðarmenn, sem eru jafnandvígir kommún- isma og kapítalisma, fylki sér um einn flokk. Með því eina móti geta þeir unnið málstað jafnaðarstefnunnar á íslandi og íslenzkum launþegum það gagn, sem til þess dugar, að íslenzkt þjóðfélag mótist í æ ríkara mæli af þeim hugsjónum, sem eru kjarni jafnaðarstefnunnar.“ 1 cHreinsimjólk^ ctfMsmo íonoH — cleansing lotion. — Ný gæðavara, framleidd a£ EKKOFARM, Akureyri AKUREYRAR APÓTEK HEILBRIGÐI HREINLÆTI VELLÍÐAN badedas- bað Vítamín í hverjum dropa b a d e d a s • vítamín er mest selda bað Evrópu í dag H. A. Tulinius heildverzlun INGÓLFS ALMENNAR VEITINGAR FRÁ KL 2 E. H. HEITUR MATUR FRAMREIÐDUR FRÁ KL. 6-8 Á KVÖLDIN ÓDÝR OG VISTLEGUR VEITINGASTAÐUR INGÓLFS CAFÉ BÝÐUR GESTI SÍNA VELKOMNA Mælið ykkur mót í INGÓLFS CAFÉ

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.