Alþýðumaðurinn - 14.11.1970, Blaðsíða 7
VIÐSKIPTAVINIR !
VIÐ HOFUM FLUTT PRENTSMIÐJU
VORA í NÝ HÚSAKYNNI
AÐ GLEÁRGÖTU 24
GJÖRIH SVO VEL AÐ LITA INN
ALBERT SÖLVASON, stjórnarformaður Ú.A.:
Um sjávarutveg og fiskiánaS
ALLT frá landnámsöld hefir lífs
afkoma íslendinga verið háð
sjávarafla, bæði sem fæðuöflun
og til útflutnings. í fjárhags-
kerfi þjóðarinnar voru verð-
mæti metin til fiska, sem bend-
ir ótvírætt á snaran þátt fiskj-
arins í þjóðarbúskapnum.
Snemma á öldum myndast orð-
takið „svipull er sjávaraflinn“
og er eflaust sprottið af biturri
reynslu kynslóðanna, sem
gengnar eru, en sýnist enn í
fullu gildi, sé litið til áranna
1967—68. Snemma hefir þjóð-
inni orðið ljóst mikilvægi sjávar
aflans sem fæðuöflun, mæðurn-
ar hafa hvatt syni sína til að
sækja sjóinn, þótt ljós væri
þeim hættan, sem því var sam-
fara, þá varð tiL orðtakið „sætur
er sonar aflinn“. Enn í dag er
þjóðinni sætur afli sona sinna,
og enn er sjávaraflinn svipull,
þrátt fyrir tækni nútímans, og
ef til vill vegna hennar. Hver
kynsllóð á sin vandamál, sem
krefjast úrlausna, okkar kyn-
slóð hefir svo fullkomin fisk-
leitartæki og stórvirk veiðiskip
að hætta er á, að sumar fisk-
tegundir verði upprættar með
öllu ef ekki er gripið í taumana
af festu og þekkingu, og alþjóða
samningar gerðir og haldnir um
rétt strandríkja til óskoraðra
yfirráða yfir landgrunni sínu,
Albert Sölvason.
og fiskveiðalögsögu á því svæði.
Jafnframt þurfum við íslend-
ingar að endurskoða ýmis atriði
í okkar eigin fiskveiðimálum.
Hve lengi á aflamagnið, en ekki
aflagæðin að. ráða heitinu afla-
kóngur? Hve lengi á að stunda
Þeir, sem hafa í hyggju að fela
okkur, fyrir sína hönd, fram-
>
kvæmdir á vori komandi, hafi
samband við okkur sem fyrst.
TRÉSMIÐJAN REYNIR SF.
- VERKTAKAR í BYGGINGAIÐNAÐI
- Símar (96) 1-10-82 og (96) 1-22-19
SIQÐI
TEG.
SKIÐABINDINGAR - STAFIR
SKAUTAR OG SKÓR
M I K I Ð Ú R V A L
SPORTVÖRU- 06 HLJÓDFÆRAVERZLUN
AKUREYRAR
Sími 1-15-10.
netaveiði á sama hátt og nú,
þann að bátarnir hafi svo mörg
net í sjó, að þeir komist aldrei
yfir að vitja um þau öll í einu,
og verði þannig alltaf með
tveggja og þriggja nátta fisk í
aflanum, sem má heita óhæft
hráefni? Hve lengi á að gera
svo lítinn mun í fiskmatinu á
fiskverðinu að það borgi sig
betur að koma með mikið magn,
sem er lélegt, en lítið magn sem
er fyrsta flokks? Hvenær verða
gerðar rannsóknir á ýmsum
sjávardýrum og öðrum þeim fisk
tegundum, sem nú eru algeng-
astar í aflanum, sem hægt verð-
ur að byggja veiðar á? Er nægi-
legt magn fyrir hendi í sjónum
við strendur landsins af, skötu-
sel, háf, keilu, lúðu, hákarli,
hámeri, skötu, svo þessar veið-
ar gætu orðið arðgæfar fyrir
nokkurn hóp manna sem vildu
stunda þær? Þessum spurning-
um er varpað fram, vegna þess
að fyrir nokkrum árum töldu-
margir að ekkert verðmæti
væri í því að veiða grálúðu,
hörpudisk, kúskel og jafnvel
rækju og humar, nú i dag er
sumt af þessu styrkar stoðir í
atvinnulífi ýmissa byggðalaga
og kauptúna landsins. Gætum
við ekki enn fjölgað þeim stoð-
um, og aukið fjölbreytnina í
framleiðslu sjávarafurða okkar,
og bætt með því atvinnuástand
og þjóðarhag? Alltaf er gott að
eiga eitthvað af verkefnum
óleyst, þau geta verið eins og
sparifé, eða sjóðeign, en ekki
má þó draga úr hömlu of lengi,
að koma þeim í framkvæmd þv:
oftast er tjón að því.' Sumai
þeirra fisktegunda sem minnzl
er á hér að ofan, eru á erlend-
um markaði dýr vara og eftir-
sótt, það eru því kjörin aðstaðe
fyrir fiskiðnaðinn að fá þessai
fisktegundir til meðferðar og
gera þær sem eftirsóttastar
Allur fiskur og sjávardýr err
fljót að skemmast í skipum og
bátum, það verður því aldrei o:
oft kveðin sú vísa, að brýna fy)
ir öllúm sjómönnum að gæt;
þess að fylgja öllum reglum urr
meðferð aflans, hver sem hanr
er, og fyrir útgerðarmönnum ac
ERUM AÐ BYRJA
AÐ TAKA UPP
jólavörur
ALDREI MEIRA
ÚRVAL
BLÓMABÚÐIN LAUFÁS
Tæki og efni fyrir
SMYRNA og RÝA
mottur og púða.
ÁRÓRUGARN
í feikna úrvali.
Verzlun Ragnheiðar
0. Björnsson
vanda allan útbúnað og með-
ferð aflans eftir að hann er kom
inn að landi, því í harðnandi
samkeppni um mai'kaði, hlýtur
gæðavaran að bera sigur af
hólmi, en gæðavara verður
aldrei framleidd úr lélégu hrá-
efni. í þessum efnum er enn
þörf mikilla umbóta. Eins og nú
er háttað fæðuöflun í heimin-
um, eru stórir hlutar hans í
þörf fyrir meiri eggjahvítu í
fæðinu en nú er, finna þarf leið
ir til að koma eggjahvítuauð-
ugri fæðu til þeirra, og fiskur
er í flokki þeirra fæðutegunda,
það ætti því ekki að verða mark
aðsörðugleikar nema að þeir
stafi af því að fiskverðið verði
of hátt fyrir þær þjóðir sem
helzt þarfnast eggjahvíturíkrar
fæðu, því margar þeirra eru
fátækar, en þar er þá enn eitt
viðfangsefnið, sem fiskiðnaður
og útflutningsaðilar þurfa að
huga að fyrr en síðar. Strangt
skipulag og örugg framkvæmd
er forsenda þess að veiðar verði
arðgæfar ef um lítið magn teg-
undaripnar er að ræða, sem
veiða skal. Ekki dugar að heill
floti safnist á, ef til vill lítið
svæði, svo allt verði uppurið á
skömmum tíma og éngin beri
neitt verulegt úr býtum, ákveð-
in skipting verður að vera, og
gæti bátastærð og lega miðanna
ráðið verulega um þau atriði,
en einnig aðstaða til vinnslu.
Við þurfum að keppa að því að
fullvinna sem allra flestar teg-
undir sjávaraflans áður en þær
eru fluttar út, en til þess vantar
okkur tilfinnanlega fleiri fisk-
iðnaðarmenn, vel menntaða,
hugkvæma og framkvæmda-
sama, hver veit nema einhvei'j-
um þeirra takist í framtíðinni
að gera íslenzka hákarlinn að
jafn góðri útflutningsvöru og
t. d. styrjuhrognin eru fyrir
Rússa.
/ • •
KAUPMENN - KAUPFELOG
CAMPBELLS-súpiír
SELVA-saft
- ÁVALLT EYRIRLIGGJANDI
JOHN LINDSAY HF.
GARÐASTRÆTI 38 - SÍMI (91)2-64-00