Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.11.1970, Blaðsíða 3

Alþýðumaðurinn - 14.11.1970, Blaðsíða 3
BRAGI SIGURJÓNSSON, alþingismaður: Alþýáuflokkurinn og þjóömálin 3 ALÞÝÐUFLOKKUR íslands er flokkur þróunar, ekki byltingar. Hann leitast við að koma stefnu málum sínum áleiðis með því að afla þeim fylgis með þjóðinni, ekki knýja þau fram með of- ríki og valdi. Þar sem hann hef- ir aldrei orðið meirihlutaflokk- ur með þjóðinni, fremur en raunar aðrir flokkar nú um 40 ára skeið, hefir hann átt um þá kosti að velja að vera sífellt í stjórnarandstöðu eða taka þátt í stjórnarsamstarfi eftir aðstæð- um og freista þannig að þoka málum fram. Alþýðuflokkurinn hefir valið síðari kostinn sem sóknarleið: Hann hefir tekið þátt í stjórnarsamstarfi, hvenær sem hann hefir átt þess kost og fundizt hann ná áleiðis til stefnumarka með þeirri þátt- töku. Alltaf hefir þessi valkostur þó verið nokkuð umdeildur innan flokksins og þá ekki síður hitt, að hverju mætti lúta sem rétt- lætanlegum árangri af stjórnar- samstarfi hverju sinni, því að innan raða Alþýðuflokksins, eins og raunar allra flokka, hafa verið og eru bæði harðsæknir og seigsæknir menn, og lengi má um það þrátta, hvort þol- gæðið eða harðsæknin skilar lengra. Staðreyndin er hins veg ar þessi: Alþýðuflokkurinn hef- ir haldið sig við þolgæðisleiðina, tekið þátt, samið, þokað, slegið af, ýtt á, allt eftir því sem hann hefir metið vígstöðuna hverju sinni. Enginn neitar nú, að hann hafi komið mörgum stefnumál- um sínum ótrúlega langt áleiðis á rúmlega 50 ára starfsferli sín- um, en hann hefir engu fjölda- fylgi náð. Til þess liggja á yfir- borði augljósar ástæður: þrí- vegis hafa fjöldahópar klofið sig út úr Alþýðuflokknum og geng ið til annarrar flokksmyndunar. Slíkt hefir enginn annar stjórn- málaflokkur landsins mátt þola, og fullyrða má, að slíka blóð- töku hefði enginn annar flokk- ur en Alþýðuflokkurinn þolað: flokkur með mjög ákveðna grundvallarstefnu og flokkur með ákaflega traustan flokks- kjarna, þolgóðan innsta hring. Samt sem áður mega engir Al- þýðuflokksmenn leyna sig því, að fyrir hinum endurtekna klofningi í flokknum hljóta að liggja fleiri ástæður en sú ein, að þeir, sem burtu hafi gengið, hafi ekki verið þróunarmenn, heldur byltingamenn. Þetta var veigamesta ástæðan fyrir klofn ingnum 1930 og vísast einvörð- ungu, en 1937 og 1956 mun sókn arleiðin og sóknaraðferðin hafa valdið meiru: harðsæknina og þolgæðið greindi fastlega á og lag brast til að halda sóknar- orkunni í einum farvegi. Þessa hefir íslenzk alþýðuhreyfing ekki borið bætur. Sem þróunar flokkur verður Alþýðuflokkur íslands alltaf að byggja höfuð- starf sitt á þolgæðinu, en stjórn list hans stendur og fellur með því að finna því rétt mörk, hvenær skuli sverfa til stáls og hvenær bíða færis. Hver er þá grundvallarstefna Alþýðuflokksins? Þetta mætti í fám orðum orða svo: Alþýðu- flokkur íslands vill koma á vel- ferðarríki, þar sem frelsi, jafn- rélti og samhjálp er í heiðri haft. Þetta táknar, að Alþýðu- flokkurinn leggur áherzlu á at- vinnu fyrir alla, hún sé svo launuð, að allir hafi þóknanlega fyrir sig, svo sem það táknar að mati almennings hvei-ju sinni, menn hafi frelsi til að velja sér atvinnu og menntun og tjá sig og fylgja skoðunum Bragi Sigurjónsson. sínum, og samhjálp alþjóðar sé slík, að sjúkir og aldraðir þurfi ekki að óttast um afkomu sína né sinna. Hér eru að sjálfsögðu aðeins útlínur stefnunnar teikn aðar upp. Tií frekari glöggvunar skul- um við líta snöggvast um öxl og virða fyrir okkur, hvernig Alþýðuflokkurinn hefir sótt fram til stefnumarka sinna, en fyrst skulum við þó minna okk- ur á, að hugatkið velferðar- ríki breytist að sjálfsögðu alltaf með nýjum tíma og nýjum við- horfum. Velferðarríki er eitt af eilífðarmálum mannsins, það hvernig mennirnir skuli búa saman, svo sem bezt má á kjósa. Sama gildir um hugtökin frelsi, jafnrétti og samhjálp. Þau taka alltaf hop af ríkjandi skilningi á þeim með hverri kynslóð. Það er ekki hægt að leggja algilda, óumbreytanlega merkingu í þau. Frelsis- og jafnréttismörk- in víkka og krefjast annarra sóknaraðgerða, eftir því sem nær er komið mörkunum, sem fyrst blöstu við. Eitt af fyrstu baráttumálum Alþýðuflokksins var rýmkun kosningaréttarins. Frá því að vera bundinn við 25 og 35 ára aldur og nokkra eign, er hann nú orðinn almennur og hefst með 20 ára aldri. Alþýðuflokk- urinn mun á yfirstandandi þingi flylja frumvarp að lögum um, að kcsningaaldurinn hefjist með 18 ára aldri. Næst skulum við nefna orlof. Alþýðuflokkurinn hóf það merki, að allir vinnandi menn skyldu njóta tiltekins orlofs frá starfi með fullum launum. Þetta þótti fáheyrð krafa í upphafi. Hún hlaut þó staðfestingu Al- þingis í svonefndum orlofslög- um, sem löngu þykja sjálfsögð mannréttindi, réttindi, sem nú þurfa rýmkunar og umbóta við, og mun Alþýðuflokkurinn einn- ig flytja um það frumvarp á Al- þingi í vetur. Þá skulum við víkja að sam- hjálpinni við sjúka, örkumla og aldraða. Við setningu laga um þau mál hefir Alþýðuflokkur- inn haft forgöngu, svo sem al- kunna er: fyrst 1936, næst 1946 og loks 1960, svo að stærstu áfangar séu nefndir, hvað al- mannatryggingar snertir. Nú eru tryggingalögin í gagngerri endurskoðun, svo sem breyttir tímar og þjóðfélagshættir krefj- ast. Framlög ríkisvaldsins til tryggingamála hafa vaxið stór- lega frá upphafi, en auk þess hafa svonefndir lífeyrissjóðir hinna ýmsu þjóðfélagsstétta ris ið á legg. Fyrstu stefnumörk A1 þýðuflokksins í tryggingamál- um voru þau, að sjúkir, örkumla og aldraðir skyldu njóta styrks og stuðnings eftir samhjálparleiðum hins opin- bera og þannig hafa málin þró- azt fram, unz nú er kröfumark- ið, að þessir aðilar njóti fullrar efnahagsumsjár með tilstyrk líf eyrissjóða og almannatrygginga. Að þessu marki stefnir Alþýðu- flokkurinn nú og heitir á lið- sinni til að ná því hið fyrsta. Menntunar- og menningar- mál hafa frá upphafi verið rikur þáttur í baráttusögu Alþýðu- flokksins, því að skoðun hans er að menntun og menning sé lykillinn að auðugu og farsælu lífi. Um 14 ára skeið hefir Al- þýðuflokkurinn farið með yfir- stjórn skólamála í landinu og orkað þar grettistaki til fram- fara: skólabyggingum hefir fleygt fram, menntunarsókn hef ir stórvaxið, endurskipan alls skólakerfisins hefir verið í hrað fara mótun, framlög ríkisins til alls konar menningarmála hafa stóraukizt. Það hefir gustað um þessa forystu, hún hefir verið gagnrýnd harðlega af andstæð- ingum og ugglaust hefði hún sumsstaðar mátt fara betur úr hendi. Svo er um allt. En hitt orkar ekki tvímælis, að hún hef ir markað þáttaskil, hún hefir verið átakamikil og hennar sér lengi stað. Enn hefir Alþýðu- flokkurinn þar meira á döfinni. En aukin menntun, aukin frí til að njóta tilverunnar, auknar tryggingar til öryggis sjúkum og öldnum verða ekki almenn- ingseign nema þjóðin njóti al- mennrar hagsældar. Þess vegna eru atvinnu- og kaupgjaldsmál úrslitaatriði fyrir almenning: að allir hafi vinnu og hún sé svo vel launuð, að þeir, sem inna hana af hendi, séu vel haldnir af. Hér skulum við enn líta á viðhorf Alþýðuflokksins. | í fyrstu, meðan kaupgjald hér- lendis var raunverulega hungur laun, barðist Alþýðuflokkurinn sífellt fyrir kauphækkunum. Seinna, þegar kaupgjald var komið yfir nauðþurftarmörkin, fór flokkurinn að leggja aukna áherzlu á kaupmátt launanna. Það er skoðun Alþýðuflokks- manna, að hann skipti nú laun- þegann meira máli en krónu- fjöldinn, en því er ekki að neita, að flokkurinn hefir reik- að nokkuð til á þeirri stefnu í kapphlaupi verkalýðsforingja verkalýðsflokkanna um fylgi. Alþjóð er ekki alltaf nógu ljós munurinn á kaupmætti og ki’ónufjölda. Af þeim sökum hefir kaupgjald gjarnan hækkað í rykkjum, sem hafa dregið efna hagslega röskun á eftir sér. Enginn vafi er á, að almenningi væri farsælla, að kaup hækkaði fremur eftir fyrirfram gerðum samningi um lengri tíma, svo sem varð, er launajafnrétti kvenna við karla komst á í áföngum. Þar lýsti sér dæmi- gerð Alþýðuflokksstefna í kaup gjaldsmálum. Og svo er það atvinnan. Hátt kaup er gagnslítið, ef vinnuna skortir. Því er grundvallarkrafa Alþýðuflokksins: næg vinna fyrir alla vinnufæra. Þessu marki telur Alþýðuflokkurinn fært að ná með samátaki einka- reksturs, félagsreksturs og ríkis reksturs atvinnuveganna. Þar sem Alþýðuflokkurinn er fyrst og fremst félagshyggjuflokkur, hefir áhugi hans í atvinnu- rekstri opinberlega beinzt mest að félagsrekstri og ríkisrekstri, en að sjálfsögðu viðurkennir hann gildi vel rekins einka- reksturs. Alkunna er þáttur Al- þýðuflokksins í bæjarrekstri togara og báta, ríkisrekstri síld arverksmiðjanna og upp'oygg- ingu hraðfrystiiðnaðarins og niðursuðuiðnaðarins. Allra síð- ustu árin hefir Alþýðuflokkur- inn staðið að eflingu stóriðnað- ar í landinu með aðild erlends fjármagns að vissu marki. Allt byggist þetta á grundvallar- nauðsyninni: nægri vinnu fyrir alla. Þess var áður getið, að Al- þýðuflokkurinn hefði ekki náð því marki að verða fjöldaflokk- ur. Samt hefði hann þokað stefnumálum sínum furðulangt. Þetta hefir hann gert í sam- vinnu við aðra flokka og með tilstyrk þeirra: Upphaf elli- og sjúkratrygginganna var sam- átak Alþýðuflokks og Fram- sóknar, hið aukna og endur- bætta form þeirra, almanna- tryggingarnar, samátak Alþýðu flokks, Sósíalistaflokks og Sjálf stæðisflokks, og síðari stórbreyt ingar Alþýðufl. og Sjálfstæðis- fl. Mesta átak íslendinga í tog- aramálum var samátak Alþýðu- fl., Sjálfstæðisfl. og Sósíalistafl., síldarverksmiðjur ríkisins voru í upphafi samátak Alþýðufl. og Framsóknarfl., stærstu átökin í húsnæðismálum samátak Al- þýðufl. og Sjálfstæðisfl., í menntamálum Alþýðufl. og Sjálfstæðisfl. og í stóriðjumál- um og nýrri sókn í markaðs- málum samátak Alþýðufl. og Sjálfstæðisfl. Enginn getur borið Alþýðu- flokknum á brýn, að hann hafi haldið að sér höndum á starfs- ferli sínum, og svo mun heldur ekki verða um framtíð. Þar er til sanninda stefnumörkun flokksins á nýafstöðnu flokks- þingi fyrir næsta áratuginn. Þess vegna heitir Alþýðuflokk- urinn á lið sitt til nýrrar sókn- ar, öflugri en nokkru sinni fyrr, til aukins jafnréttis, meira frelsis, virkari samhjálpar og meiri velferðar. Hann heitir á nýtt lið sér til aukins fulltingis, hann heitir á aðra flokka til samvinnu að þessum sóknar- mörkum, og enn sem fyrr mun hann láta málefnin ráða um þá samvinnu, sé hennar völ, það ráða, hvaða samstarf þyki lík- legast til að bera stefnumál hans lengst áleiðis að dómi beztu manna flokksins, eða hvort hófstillt, en stefnuþung stjórnarandstaða kunni að vera áhrifameiri um sinn. Hitt á ekki að þurfa að segja neinum, að flokki er fylgiafl þeirra hluta, sem gera skal. Því meira fylgi, sem Alþýðuflokkur inn fær við kosningar, því meira er afl hans til sóknar að marki velferðarríkis á íslandi, til aukins frelsis, aukins jafn- réttis, meiri samhjálpar, hinna eilífu stefnumarka karla og kvcnna, er sækja fram. s Heillaóskir frá Jóni Áxel Péturs- syni íil ÁSþýðumannsins 40 árai Jón Axel Pctursson. ALÞÝÐUMAÐURINN, Akur- eyri. Á fertugsafmæli Alþýðu- mannsins er mér ljúft og skylt að tjá ánægju mína og þakklæti fyrir útkomu hans. Það er hress andi og göfgandi fyrir okkur hér syðra, að sjá hve vel ykkur þarna fyrir norðan tekst að sam eina gagnrýni á andstæðingana, viðtöl við þá og hóflegar heilla- óskir, en berjast þó jafndjarft fyrir málstað jafnaðarstefnunn- ar. Við lifum í landi víðáttunnar og fámennisins. Hvílík dýrð fyrir land okkar og þjóð. Enn er loftið okkar lítt meng- að, stöndum vörð uni það um- fram allt. Varanleg lífshamingja og mengunar- og náttúrurösk- un fer ekki saman, þegar til lengdar lætur. Bcztu kveðjur og heillaóskir.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.