Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.11.1970, Blaðsíða 9

Alþýðumaðurinn - 14.11.1970, Blaðsíða 9
Árnaðaróskir frá Jóhönnu Egilsdóftur fyrrv. form. Verkakvennafélagsins Framsókn í Reykjavík i Kæru félagar. MEÐ aldrinum verður manni vissulega tíðlitið um 6x1, til að sjá hvort nokkuð hafi þokazt í áttina og hvað um munar. Á slíkum stundum endur- iminninga getum við gamla fólk ið sannarlega glaðst og hugsað með þakklæti til allra sinna sam iherja lífs og liðinna, sem með fórnfúsu og þrautsegju starfi, ihafa tekið þátt í baráttu Alþýðu flokksins og verkalýðshreyfing arinnar fyrir bættum kjörum og i’éttindum fólksins í landinu. I Ég sé ekki ástæðu til, að tíunda þá hluti hér, svo oft hef- ui’ það verið gert, að flestum ætti að vera kunnugt. En eng- in skyldi gleyma því, að allur árangur er í áföngum fenginn og ekkert lokatakmai'k er til. ÍBaráttan heldur ævinlega áfram með ýmsu móti, þar á meðal með stöðugri dægurmálabar- áttu, varnarbaráttu og sóknar- baráttu. Barátta jafnaðarmanna verður að vera ábyrg og já- kvæð, þannig nýtist árangurinn bezt. I í þessari þrotlausu baráttu A1 þýðuflokks og verkalýðshreyf- ingar, hefur blað ykkar jafn- aðarmanna á Akureyri ávallt gegnt, þýðingarmiklu hlutverki. „Alþýðumaðurinn" hefur verið róttækur og framsækin og í hon um hefur alltaf gætt hinnar sönnu hugsjóna um ríki jafn- aðarstefnunnar, í bundnu og óbundnu máli. SÆNGURVERAEFNIÐ HOIE KREPP - er nýkomið. VEFNAÐARVORUDEILD Jensen & Möller K E X I Ð FÆST ALLS STAÐAR. HEILDSÖLUBIRGÐIR: ÍSL. ERLENDA VERZLUNARFÉLAGIÐ Tjamargötu 18 - Sími 2-04-00. Avallt mesta úrvalið af snyrtivörum VÖRUSALAN - Hafnarstræti 104 þýðumaðurinn" hafi borizt mér alla tíð í 40 ár. Ekki fæ ég séð, að nýir menn, sem hafa ritstýrt honum og skrifað, séu hinum fyrstu slakari. „Alþýðumaður- inn“ heldur merkinu á lofti af einurð og festu. Það er mér mikið fagnaðarefni og ég gleðst með ykkur aðstandendum „Al- þýðumannsins" á þessum tíma- mótum og þakka ykkur og blaði ykkar af alhug, með góðum ósk um og kærum kveðjum. iiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiintiiiiiiiiiiiiiuiiMiiiniiiiiiiiiiiiiimiiii iiiiiiiinniiiiiiiiiiininiiiiiiiiiiiiimiiiiiinnnni BETRA TE ER EKKI TIL iMiiimmii innnnnnnii iimnnnnnnnnnnni innnnnnnnnnnnn ■<SNV INGIBJÖRG BJARNADÓTTÍR húsfreyja að Núpufelli í Eyjafirði: Alþýðuílokkurinn af sjónarhóii sveitakonunnar N Jóhanna Egilsdóttir. Norðlenzkir jafnaðarmenn hafa ávallt verið í hópi róttæk- ari hluta flokksins og hefur oft verið hvetjandi að móttaka þann hita, sem fylgir annars hinni köldu norðanátt, sem oft blæs í Reykjavík, að norðan yfir Esjuna. Ég man ekki betur en að „Al- ÞAÐ eru ekki nema tæpir tveir áratugir síðan ég fór að hugsa verulega um þjóðmál almennt. Ég hafði að vísu hlustað á þing menn og aðra frambjóðendur allra flokka tala, bæði í útvarpi og á þingmálafundum. Mér fannst þeir flestir standa sig vel, síðasti ræðumaður hafði alltaf einhver ráð með að rífa niður allt, sem sá næsti á undan lét frá sér fara, svo ekki stóð steinn yfir steini. Fáfróður áheyrandi stóð undrandi og ráðvilltur eft- ir. Já ég vissi hreint ekki hverju ég átti að trúa. Svo fór ég að velta þessu betur fyrir mér og kynna mér staðreynd- irnar kringum allt þetta mas, og þá varð mér ljóst að það var jafnaðarstefnan sem ég aðhyllt- ist. Oll getum við verið sam- mála um að frelsi okkar og sjálfstæði sem þjóðar, sé mikil- vægast af öllu mikilvægu, en við getum ekki haldið okkar elskaða, yndislega landi fyrir okkur öðruvísi en með þrot- lausri iðjusemi og hagsýni. Allt bruðl ætti að vera fordæmt hjá svona lítilli þjóð, sem er að byggja upp landið sitt. Bændur, sjómenn, verkamenn, já allar okkar dýrmætu vinnandi hend- ur, mega ekki og eiga ekki að standa með hnefana á lofti hver gegn öðrum í stríðandi baráttu. Við erum öll á sama bátnum, við eigum og verðum að standa saman. En það vantar skilning og hlutlausa fræðslu um raun- veruleg lífskjör alh’a þessara hópa svo ekki sé stöðugur rígur og togstreita innbyrðis á þjóðar skútunni. Mér finnst Alþýðuflokkurinn sem miðflokkur alveg kjörinn til þess að sameina alla þá hópa í eina heild, sem lægst launin fá, miðað við vinnustundafjölda. Alþýðuflokkurinn hefir oft sýnt það í verki hve hann vill þeim vel, sem lítils mega sín og er ástæðulaust að telja upp öll þau mál, sem hann hefir átt frum- kvæði að eða staðið að. Þó er það einkum þrennt, sem mér finnst bera hæst. í fyrsta lagi breytingin á kosningafyrir- komulaginu 1934 þegar smæl- ingjarnir fengu kosningarétt, þar V'ar Alþýðuflokkurinn í for- ystu. f öðru lagi er það löggjöf- in um Almannatryggingarnar, sem ég tel tvímælalaust stærsta mannúðarmál sem unnið hefir verið á íslandi. Ollum, sem Davíð Stefánsson gömlu konurnar: kvað um Ingibjörg Bjarnadóttir. komnir eru fram yfir miðjan aldur ætti að vera ljóst hversu mikil niðurlæging og kvöl það var öldruðum og sjúkum að vera alltaf upp á aðra komnir og aðbúðin að þessu blessaða fólki var ekki alltaf til að hæla sér af, og kemur mér þá í hug það sem okkar ástfólgna skáld „En mörgum finnst það ofrausn á alla lund við örvasa bjálfa, sem lokastríðið heyja. En því mega þær ekki hvílast um stund og hvar eiga þessar gömlu konur að deyja.“ Og nú síðast eru það lögin um launajafnrétti karla og kvenna, sem verkalýðsfélögin höfðu bar izt fyrir um fjölda ára, án mikils árangurs. En Alþýðuflokknum tókst að ná þar langþráðu tak- marki á lýðræðislegan og hljóð- látan hátt, og sýnir það kannski betur en margt annað, hvernig hann vinnur að framgangi hags munamála alþýðunnar. Það er sitthvað fleira, sem ég vildi tala um, þó þetta verði að vera nóg að sinni. Því hefir oft verið haldið fram að Alþýðu- flokkurinn væri aðeins flokkur launafólks. En frá mínum bæjar dyrum séð er sama hvort við mjólkum kýr eða pillum rækju, svo eitthvað sé nefnt. Alþýðu- flokkurinn getur verið flokkur okkar allra. Á allra heilagra messu 1970. SMIÖRIB er ALLTAF ÞAfl LANGBEZTA! Osta- og smjörsalan sf.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.