Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.11.1970, Blaðsíða 13

Alþýðumaðurinn - 14.11.1970, Blaðsíða 13
HREGGVIÐUR HERMANNSSON, héraSslæknir, Ólafsfirði: Spjallaá um heilbrigá ismál í SIÐUÐU nútíma þjóðfélagi er tryggt heilbrigðiskerfi einn snar asti þátturinn til að skapa þegn um þess öryggi. Því má segja að líf hvers einstaklings er bein línis háðara læknisfræði en nokkurri annarri vísindagrein, því hún er vísindin um mann- inn og ætlunarverk hennar í þjóðfélaginu er líkamleg og and leg velferð hans, frá því að hann er getinn og til grafar. Ein sterkasta stoð hvers þjóðfélags, hvers bæjar- eða sveitarfélags er því öruggt heilbrigðiskerfi. Það þarf á hverjum tíma að vera framlag ráðamanna þjóð- arinnar til heildarinnar. Ef þess um undirstöðuatriðum er ekki fylgt, þá er vá fyrir dyrum. Því miður er nú víða orðið það kreppt að í þessum efnum í sum um héruðum að liggur við neyð arástandi, ekki sízt að vetrar- lagi, og er þegar farið að hafa áhrif á búsetu manna. Það get- ur því orðið örlagaríkt fyrir hin ýmsu byggðarlög, hvernig þau byggjast upp, hvernig fram úr þessum vanda verður ráðið. Fjölmörg fagleg og félagsleg rök hníga í þá átt, að almenn heilbrigðisþjónusta verði í ná- inni framtíð bezt rekin með því að koma á stofn læknamiðstöðv um. Allt bendir til, að með læknamiðstöðvum fáist yngri læknar til starfa út um byggðir landsins um lengri tíma og þar með fáist lausn á hinum mikla læknaskorti í dreifbýlinu, sem yrði bæði heilbrigðisyfirvöld- um og læknastétt til sóma. Byggi ég þar á skoðanakönnun um þessi mál, sem fram hefur farið meðal yngri lækna. En það ber að móta ákveðna stefnu — heildarstefnu í þessu máli fyrir landið allt. Mundi hún geta komið í veg fyrir dýrar byggingaframkvæmdir á stöð- um, þar sem engar líkur eru á að læknar sitji í náinni fram- tíð. Einnig gæti hún komið í veg fyrir hugsanlega togstreitu Hreggviður Hermannsson. milli einstakra svæða. Heil- brigðisyfirvöldum hefur verið kynnt mikilvægi þessa máls, því öllum má vera Ijóst, að fram- gangur þess er fyrst og fremst undir þeim komið. En umfram allt verður þetta að gerast eftir einhvei'ju ákveðnu skipulagi út frá heildinni, en ekki eftir ein- hverjum tilviljunum eins og manni finnst hafa átt sér stað, eða til að bjarga einhverju vandræðaástandi sem upp hefur komið. Læknamiðstöðvar eru þó engin allra meina bót og leysa ekki bráðan vanda lækna skortsins. í dreifbýli, og á þeim stöðum, sem starfandi eru hér- aðslæknar og verða enn um ókomin ár, vegna samgangna, þarf að verða gjörbreyting. Kveða verður á um lágmarks- ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN við VITASTÍG, REYKJAVÍK, SÍMI (96) 1-16-45 Tekur að sér prentun BÓKA BLAÐA og TÍMARITA og ennfremur alls konar SMÁPRENTANIR. Fljót og góð afgreiðsla. — Reynið viðskiptin. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN Húsbyggj endur! BJÓÐUM ÚRVALS INNIHURÐIR Á SÉRSTAKLEGA HAGSTÆÐU VERÐI. LEITIÐ UPPLÝSINGA. TRESMIÐJAN FJALAR - HÚSAVÍK - SÍMI 4-1S-46 - útbúnað og aðstöðu bæði hvað vaiðar starfslið og tækjabúnað og gefa honum kost á fastmót- aðri framhaldsmenntun. Ákveð in skipting verði á stofn og rekstrarkostnaði milli ríkis og viðkomandi byggðarlaga. Ná- kvæm athugun og úrbætur fari fram á samgöngutækni og nýt- ingu nýrra samgöngutækja við sjúkraflutning t. d. þyrluflug. Er þetta ekki sízt brýnt í þeim byggðarlögum sem snjóþyngst eru og samgöngur við nærliggj- andi héruð tepptar svo vikum skiptir bæði á sjó og landi. Fróðlegt verður að fylgjast með ffamvindu þessara mála á næstu árum, en allir þeir, sem áhrif geta haft á þau ættu að kynna sér þau frá grunni ekki sízt alþingismenn. Taka þau föstum tökum eftir beztu föng- um, en láta ekki þröng smöl- unarsjónarmið ráða afstöðu sinni. %\\v P — KRISTJÁN SIGURÐSSON, bæjarfulltrúi: "s ÍSLENZK verkalýðshreyfing á merkilega og lærdómsríka sögu að baki. Þar hafa skipzt á sigrar og ósigrar, skin og skúrir, eins og gerist og gengur í lífi ein- staklinga og þjóða. En þegar á heildina er litið, þá er árangur verkalýðsbarátt- unnar stórum þyngri á metun- um en það, sem mistekizt hefir. Engin þjóðmálasamtök hafa átt farsælli eða ríkari þátt í end urreisn og uppbyggingu íslands, bæði í efnahagslegu og menn- ingarlegu tilliti en verkalýðs- VERIÐ VELKOMIN Bjóðum yður: HAMBORGARA Franskar KARTÖFLUR Alls konar ÍSRÉTTI NIÐURSUÐUVÖR- UR, KEX, ÁVEXTI, SNYRTIVÖRUR, SOKKA, SOKKABUXUR. Opið til kl. 23.30. FERÐANESTI — gegnt flugvelli — sími 1-24-66. hreyfingin. Með þrotlausri og einarðri baráttu sinni, er sótti vaxtarmátt sinn og baráttuþrek í boðskap jafnaðarstefnunnar um frelsi, jafnrétti og bræðra- lag, tókst alþýðusamtökunum að slíta fjötra fátæktar og rétt- Kristján Sigurðsson. indaleysis af alþýðu landsins og leiða hana til virkrar hlutdeild- ar í framfarasókn þjóðarinnar. Sókn jafnaðarstefnunnar og al- þýðusamtakanna hefir umbylt frumstæðu og snauðu þjóð- félagi, sem sinnti svo til ein- göngu sérhagsmunum fárra út- valdi'a stóreignamanna, í nú- tíma velferðarríki, sem stöðugt stefnir að fylh'i mannréttind- um almennings og almennu öryggi borgaranna. Verkalýðs- hreyfingin hefir skilað þjóð- félaginu miklu og glæsilegu dagsverki. Þess vegna stendur íslenzka þjóðin i mikilli þakkar skuld við forvígismennina, sem hófu á loft merki jafnaðarstefn- unnar og verkalýðshreyfingar- innar, og báru það fram til sigurs. Þjóðin á ennfremur skuld að gjalda þeim nafnlausu hetjum, sem stóðu að baki for- ingjanna, svo og öllum þeim mörgu alþýðumönnum, sem hertust í hverri raun og með æðruleysi sínu, áræði og festu, stæltu baráttuvilja leiðtoga sinna. En þessi framsókn verkalýðs- hreyfingarinnar og jafnaðai'- stefnunnar hefði ekki getað átt sér stað, nema hún ætti sér mál gögn, er túlkuðu vilja hennar og stæðu við hlið hennar í blíðu og stríðu. Eitt af málgögnum jafnaðar- stefnunnar og verkalýðshreyf- ingarinnar á íslandi er blaðið Alþýðumaðurinn á Akureyri, sem nú hefir komið út í fjörutíu ár. Blaðið Alþýðumaðurinn hefir verið skelegt málgagn þeirra, sem minna mega sín í þjóð- félaginu, enda ætíð haft á sín- um snærum hugdjarfa og fórn- fúsa starfskrafta og ritstjóra, og má þar tilnefna bræðurna Er- ling og Halldór Friðjónssyni. Siglfirzkir jafnaðarmenn árna Alþýðumanninum heilla á þess- um merku tímamótum blaðsins með beztu óskum um, að Al- þýðumaðurinn megi um ókom- in ár vera áfram sannur mál- svari íslenzkrar verkalýðshreyf ingar og jafnaðarstefnu. Sparisjóður Glæsibæjar- hrepps hefur starfað í meira en sextíu ár. Hann ávaxtar fé yðar örugglega. Vaxandi viðskipti sanna góða reynslu. AFGREIÐSLA: Brekkugötu 7, Akureyri, sími 2-15-90.

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.