Alþýðumaðurinn


Alþýðumaðurinn - 14.11.1970, Blaðsíða 17

Alþýðumaðurinn - 14.11.1970, Blaðsíða 17
ar beztu- ámaðaróskir ogv-um<Jeið þá ósk, að Al- þýðuflokkurinn og verka 1 ýðs]ireyfingin megi njóta krafta hans og ráðlegginga um.ókomin ár. . ,:i3 T. SVANLAUGSSON - , - • • -.i- ___..*yáw»gr'. I ÞANN 9. nóvember varð Bragi Sigurjónsson sex- tíu ára. Hann er fæddur að Einarsstöðum í Reykja- dal, S.-Þingeyjarsýslu, sonur Sigurjóns Friðjóns- sonar skálds og bónda þar, og konu hans Kristínar Jónsdóttur. .Eöðurætt Braga eryalþekkt í Þingeyj- arsýslu, qg hefir hagmælska og, orðkyngi þótt rík kynfylgja .með ættinni. Þeir yoru ömmubræður Braga Jónas bqndi á.Sílalæk, Þcakell á Syðra-Fjalli, afi prófessors Þorkells Jóhannessonar, og Jóhannes afi Þorsteins,-sem var prófastur í N.-ísafjarðar- prófastsdæmi til 1955. Allt voru þetta gáfumenn, og mun systirin,. Sigurhjörg Guðmundsdóttir, ekki hafa verið undantekning þar írá. Sigurjón, faðir Braga, var elzta-barn Friðjóns Jþnssonar frá Hafra- læk í Aðaldal og albróðir Guðmundar á Sandi. Er ættin traust .þingeysk bændateít, með föst ættgeng skapgerðareinkenni og skáldskaparhneigð, — en einnig óvenjulegt næmi fyrir íslenzku máli og vilja veg þess sem mestan, þar er Bragi engin undan- tekning, og fúslega mun hann taka undir með Stefáni G. Stefánssyni, þegar liánn segir: - - - ..-.-.'’i „Ið greiðasta skeið fíi-að-skrílmenna þjóð er skemmdir á tungunni að vinna“. Bragi byrjar nám í Laugaskóla 1927, tekur kcnn- arapróf 1931, stúdentspróf frá M.A. 1935 og Cand. phil. frá Háskóla íslands 1936, gerist þá kennari í Reykdælaskólahéraði, en flyzt til Akureyrar 1938 og verður kennari við gagnfræðaskólann hér. — Síðan hefir starfa vettvangur hans verið bundin Akureyrarbæ. Auk kennslunnar liefir hann verið fulltrúi við Ahnannatryggingarnar, setið í bæjar- stjórn og bæjarráði, verið endurskoðandi Tunnu- verksmiðju ríkisins og Síldarútvegsnefndar, átt sæti í Raforkuráði ríkisins, og gefið út ritið Stíganda, og er nú bankastjóri við útibú Útvegsbankans hér í bæ, og þingmaður Norðurlandskjördæmis eystra. Þetta virðist nú mikill starfi og er það, en þó er þetta aðeins einn þátturinn af starfi Braga hér í bæ. Ungur að árurn skipaði hann sér í sveit ís- lenzkra jafnaðarmanna og hefir verið óhvikull í Alþýðuflokknum síðan, og ávallt í fremstu víg- línu; setið í bæjarstjórn á hans vegum, og verið ritstjóri Alþýðumannsins í nær 20 ár, án endur- gjalds. Sjaldnast er það tilviljun, eða óverðskuld- að, þegar rnenn veljast þannig til forustu, heldur liggur þar að baki hæfni viðkomanda og trú manna á að þeim sé treystandi, og hvorutveggja á Bragi í ríkum mæli. Hann á og til þeirra að telja. Sagt er, að þegar fór að bera á þeirn Sandsbræðrum, Sigur- jóni og Guðmundi,,í opinberum málum, hafi Sig- urður Jónsson á Yzta-Felli sagt, að mest vit væri samankomið á Sandi af öllum bæjum Þingeyjar- sýslu. Þessi orð eru mikil viðurkenning, sé litið til þess, að þá voru margir spakir menn þar í sveit. Sagt er, að „fjórðungi bregði til fósturs“. Svo er um Braga. Ekki fer hjá því, að menn, sem eru í forystu fyrir stjórnmálaflokki, og öft þurfa að berjast hart, og stundum óvægilega, eignist liar'o- snúna andstæðinga, en þeir eignast þá einníg góða samherja og málsvara, já, vini, sem eru uppbóí fyrir hitt. Það vona ég, að Bragi finni á þessum tímamótum ævi sinnar; geti því glaður liorft yfir farinn veg og með bjartsýni og trausti til framdo- arinnar um, að málum skipist þann veg sem lif^ starf lians til þessa hefir mótað. Þá mun hann og telja sér fullaunað það mikla og óeigingjarna starf, sem hann hefir leyst af hendi í félagsmálum sam- tíðarinnar. Enn einn þáttur í ævistarfi Braga Si - urjónssonar er skáldskapurinn, og bregður nor..- um þar til áa sinna; formið meitlað, frjó hugsun og limlega farið með málið. Af því, sem sagt er hér að framan um störf Braga, er auðsætt, að til skáldskaparins hafa aðeins gefizt stopular stundir, því rneiri undrun sætix það, að hann hefir ort fimm ljóðabækur, sem út eru komnar, og eitt smásagnasafn; hefir nokkuð annast þýðingar og safnað og búið til prentunar mikið sagnfræðirit, þ. e. Göngur og réttir. Slik’ afköst, sem hjáverk, geta því aðeins átt sér stao, ati brennandi áliugi og mikið starfsþrek fari saman með fjölbreyttum gáfum og reglusemi. Ég vil, í þessu sambandi, taka hér upp eitt erindi ettrr Braga; það er úr ljóðabók hans: Undir Svörtuio: ■ urn, og úr kvæðinu Aldarminning Stephans G. Stephanssonar, að undanteknu bóndanafninu má heimfæra þetta snjalla erindi á höfundinn sjálfan:. „Þú varst bóndi, þér var aðalsmerki það, að búa stórt á tvennan hátt: alúð leggja að hverju hversdagsverki hviklaust stefna þó í sólarátt, vera æ í bóndans starfi og striti stólkonungum jafn að reisn og viti taka sér að dagsins önnurn úti i andans riki snerpusldtt.“ Bragi! Ég óska þér til hamingju með afmælið og þakka góð kynni og vinsemd á liðnum árum. Það tekur og einnig til konu þinnar, barna og sifjalíöa, ALBERT SÖLVASON A SIGURJÓNSSONAR Elzta tryggingafélag landsins, býður upp á allar tegundir trygginga Hér eru þær íielztu nefndar: „S J Ó V Á“ Ábyrgðar- Bruna- og heímilis- Bifreiða- og dráttarvéla- Búfjár- Ferða- Gler* ís- og óveðurs- Húseigenda- Jarðskjálfta- Líf- Lífeyris- Reksturs- og vélstöðvunar- Rúðu- Rúðuísetningar- Sjó- Skipa- Slysa- Trillubáta- Vatnsskaða- TRYGGINGAR r r SJOVA tryggt er vel tryggt SJOVATRYGGINGARFELAG ISLANDS HF. Umboðsmenn: KRISTJÁN P. GUÐMUNDSSON Geislagötu 5 Símar: 1-10-80 og 1-29-10 JÓN GUÐMUNDSSON Geislagötu 10 Símar: 1-10-46 og 1-13-36 * :>i..

x

Alþýðumaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðumaðurinn
https://timarit.is/publication/597

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.