Alþýðumaðurinn - 14.11.1970, Blaðsíða 23
BJÖRN FRIÐFINNSSON, bæjarstjóri, Húsavík:
Hvers parf nátfma
MEÐ hugtakinu „m'ithna þjóðjé-
lag“ eigura við íslendingar venju-
lega við vestræut háneyzluþjóðfé-
lag, — „allsnægtaþjóðfélag" —
þjóðfélag íslendinga í dag. Ég
mun einnig taka mið af þeirri
skilgreiningu í þessum fáu línum,
sem ég festi á blað í tilefni af
tímamótum í útgáfusögu Alþýðu-
mannsins.
Það „nútíma þjóðfélag", sem
við tölurn um, er hins vegar algjör
andstæða þeirra þjóðfélaga, sem
meirihluti mannkyns býr enn við
á okkar tímum, — örbirgða- og
misréttis þjóðfélög þriðja heims-
ins og ófrelsissamfélög einræðis-
ríkjanna. Um þau þjóðfélög mætti
rita langt mál, en vandamáf þeirra
eru einnig okkar vandamál, eða
verða það í náinni framtíð.
í okkar þjóðfélagi hefur tekizt
að hagnýta nýjustu tækni, mennt-
un og vinnusemi almennings á-
samt hagstæðum náttúruskilyrð-
um til þess að afla okkur margra
gæða og efnast á viðskiptum við
önnur lönd. Hér býr samstæð
þjóð, tengd sameiginlegri tungu,
trú og venjum, á afmiirkuðu eig-
in landssvæði við fullt sjálfstæði
og lýðræðisskipulag.
Á ýmsan hátt hefur þjóðfélag
okkar sérstöðu. Þar má til dæmis
nefna fámennið. Við myndum
eitt fámennasta ríki á þessari jörð.
Þegnarnir þekkja óvenju vel hver
til annars, og hér tíðkast ekki
þau múgstjórnartæki, sem mjög
setja svip sinn á stærri þjóðfélög.
Þá erum við vopnlaus þjóð. —
Réttur okkar til að lifa óáreitt í
eigin landi og 'halda yfirráðum
Jiess, byggist á því að friður ríki
í okkar heimshluta og alþjóða-
reglur taki tillit til okkar og séu
virtar. íslenzka ríkið þarf að hafa
friðsamlega sambúð við allar
þjóðir og það þarf að sigla milli
skers og báru í deilum annarra
ríkja.
En hvaða þróun er þetta
og hvað stýrir henni?
Frumhvati þróunar þeirrar, sem
ég geri að umtalsefni, er tækni-
bylting samtímans. Samgöngu-
byltingin. fjölmiðlarnir og sjálf-
virknibyltingin valda nú örari
breytingum á samfélögum jarðar-
búa, en þeir áður hafa þekkt á
jafnskömmum tíma. Breytingar,
sem áður tók tugþúsundir ára að
breyta lífi mannsins, samsvara nú
breytingum, sem náð hafa til allra
jarðarbúa á hluta úr mannsævi.
Dæmi um þetta eru flugsamgöng-
urnar, geimferðirnar og byltingin
í læknisíræði. Og það er fleira,
Björn Friðfinnsson.
er styður að þeirri þróun, sem ein-
kennir síðari hluta okkar aldar.
Sérsaklega vil ég minnast á á-
hrif stjórnmálakenninga, sem nú
móta hugi fólks um heim allan.
Við þekkjum öll áhrif ýmissa al-
þjóðlegra kenninga um stjórnmál
á þjóðfélög samtímans. Þar er
bæði um að ræða kenningar heims
spekinganna frönsku og ensku,
um eðli og skipulag ríkisvaldsins
og kenningar þeirra Marx og Eng-
els um efnahagslegt eðli þjóðfé-
lagsins. Fleiri slíkar stjórnmála-
kenningar, sent alþjóðlegt gildi
hafa, mætti nefna. En kenning-
unum er það sammerkt, að þær
hafa komið róti á hugi fólks í
fjölmörgum þjóðfélögum, þær
hafa kollvarpað gömlum venjum
og valdastofnunum. Þjóðskipulag
allra ríkja heims mótast í ein-
hverju af þessum kenningum, þótt
útfærlsan sé sín með hverju lagi.
Jafnaðarstefnan er ein slík al-
þjóðleg kenning. Flestir íslend-
ingar játa hana í einhvérju. Al-
þýðuflokkurinn hefur haft for-
ystu um útfærslu jafnaðarstefn-
unnar í íslenzkri þjóðfélagsþró-
un, og það er öllum Ijóst, að hún
hefur þar fundið mikinn hljórn-
grunn.
Framieiðum:
FREÐFISK
SALTFISK
SKREIÐ
LÝSI
FISKIÐJUSAMLAG HÚSAVÍKUR
SÍMAR: 4-12-47 - 4-12-57 - 4-13-88.
J)jóðfélag
En hvert stefnir þróun íslenzka
þjóðfélagsins í dag?
íslendingar hafa lengi verið
veiðimannaþjóð. Veiðar hafa
skapað lífsviðurværið að verulegu
leyti, og þótt þær hafi stundum
orðið meiri en lífsviðurværið
þarfnaðist í strangasta skilningi,
þá höfum við oft haldið veiðun-
um áfram að miklu leyti ánægj-
unnar vegna. Þannig fór t. d. fyrir
síldarstofnunum okkar sálugu,
sem mokað var upp úr hafnu,
enda þótt lítið gagn væri af veið-
inni að hafa, annað en að setja
hana í gúanó fyrir lágt verð.
Ég hef oft ekki komizt hjá því
að draga samanburð af þessum
veiðiskap og því neyzlukapp-
hlaupi óg lifsþægindagræðgi, sem
einkennir þjóðfélag okkar í dag.
Einstaklingar og starfsstéttir
stunda nú þann veiðiskap af lífi
og sál að kraka til sín sem mestu
af þeim efnahagslega ávinningi,
sem tæknibyltingin skapar þjóð-
félaginu í heild. Enginn spyr að
því, hvar mörkin séu fyrir veið-
unum og það verður svo árvisst
verkefni hverrar ríkisstjórnar að
reyna að ná einhverju aftur af
yiá?
veiðinni eða reyna að finna veiði
í stað þeirrar, sem uppurin er.
Þessi veiðimannaaðferð við
skiptingu þjóðartekna og þjóðar-
auðs hefur í sér fólgna þá hættu,
að stórir hópar þjóðfélagsþegna
verði útundan. Þeir, sem ekki
geta hótað því að hætta að lækna
sjúka, hætta að veiða fisk, hætta
að hreinsa sorptunnur, sigla skip-
um eða loftförum, þeir sem ekki
hernema sendiráð eða vekja á sér
athygli með afbrigðilegum hætti,
missa alveg af veiðinni, ef ekki
kemur annað til. Gamla fólkið,
sem hætt er störfum, getur t. d.
ekki hótað þjóðfélaginu neinu,
þótt sparifé þess og ellilaun verði
lítils virði í hita neyzlukapp-
hlaupsins. Og sama má segja um
aðra stóra hópa þjóðfélagsþegna.
Veiðimenn elta veiðina uppi og
því hafa íslenzkir veiðimenn í
stórum stíl flutt sig til í land-
inu, þangað sem „mest er að
hafa“ af neyzluvörum nútímans.
Þannig er íslenzkt þjóðfélag smám
saman að bindast búsetu á einu
'borgarsvæði á sv.-landi.
Það er markmið stofnunar ís-
lenzka ríkisins að hafa stjórn á
málum þjóðarinnar, sinna sam-
eiginlegum þörfum hennar og
jafna niður skyldum þjóðfélags-
þegnanna. Það er líka hlutverk
ríkisvaldsins að láta þjóðfélagið
ekki þróast skipulagslaust.
Lýðræðið krefst leiðtoga og
leiðtogarnir þurfa að fylgja ákveð-
Inni stefnu í störfum sfnum. Við,
sem jafnaðarstefnuna aðhyllumst
teljum, að leiðtogum ríkisvaldsins
beri að gæta þess, að allir þegnar
þjóðfélagsins fái sinn hlut í arð-
sköpun þess, en ekki einungis
þeir, sem í lykilaðstöðu eru eða
frekastir til fóðursins.
En þótt bætt efnahagsleg skil-
yrði almennings leiði að jafnaði
til betra lífs, þá er alls ekki víst,
að svo sé í mörgum tilvikum. —
Aukin neyzla skapar ekki aukna
hamingju út af fyrir sig og ærið
margt í samfélagi nútímans er
ásókn eftir lofti.
Þjóðfélagsumbætur næstu ára-
tuga hljóta því í æ víðtækari mæli
að beinast að því að skapa feg-
urra mannlíf og bætta lífsnautn
þjóðfélagsþegnanna. — Auknar
tómstundir og aukin tækifæri til
þess að nýta þær við að auðga
andann og styrkja líkamann. —
Bókasöfnoga ðstað a til mennt-
unar fyrir alla aldursflokka, tón-
list, myndlist og aðrar listgreinar,
þurfa að skapa fleirum lífsánægju
og lífsfyllingu en nú er. íþrótta-
atSstaða allra aldursflokka þarf að
batna. Bæta þarf skilyrði fólks til
að njóta fegurðarinnar í umliverfi
okkar og á fjarlægum slóðum. —
Bæta þarf heilbrigðisþjónustu
o. s. frv. Menn þurfa líka að finna
sjálfa sig betur, en komist aukinn
jöfnuður lífskjaranna milli starfs-
hópa og landshluta á, hlýtur æ
fleirum að verða ljós þau lífsgæði,
sem fólgin eru í búsetu í návist
ómengaðrar og óspilltrar náttúru
og við aðstæður, sem lokka fram
•ýtrustu hæfileika hvers einstakl-
ings á sem flestum sviðum.
Slíkar umbætur koma ekki a£
sjálfu sér. Þær verða einungis til
með styrkri forystu samhentra
þjóðfélagsafla. Það er lilutverk ís-
lenzkra jafnaðarmanna að veita
þá forystu.
Nútíma þjóðfélag þarf þess við.
HÖFUM FYRIRLIGGJANDI:
KRAFT-PAPPÍR, 1 m breiðan
UMBtJÐAPAPPÍR, 20, 40 og 57 cm
PAPPÍRSPOKAR, 1 / 8 til 10 kg
SMJÖRPAPPÍR í örkum, 50x70 cm
CELLOPHANEPAPPÍR, 60x70 cm
SERVÍETTUR, hvítar
PLASTPOKA, margar stærðir
PLASTFILMU í rúllum
W.C.-PAPPÍR, „Nokia“
„SELLOT APE“-LÍ MBÖND
TÓMAS STEINGRÍMSSON & CO.