Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.2010, Síða 6

Stúdentablaðið - 01.02.2010, Síða 6
KOSNINGAR Þann 3. og 4. febrúar fóru fram kosningar innan Háskóla íslands, til Stúdentaráðs annars vegar og háskólaráðs hins vegar. Sú nýbreytni var í ár að kosningar fór fram rafrænt á Uglunni, innri vef Háskóla íslands. Kosningaþátttakan var 39,5% og er það 5% aukning frá því í fyrra. Niðurstöður kosninganna urðu þær að Vaka og Röskva fengu jafnmarga menn kjörna og er því hið nýja framboð Skrökva í lykilhlutverki þar sem það fékk einn mann kjörinn. Stúdentablaðið kynnti sér helstu baráttumál hinna tveggja stríðandi fylkinga, Röskvu og Vöku, og fékk til viðtals forsvarsmenn framboðanna. RÖSKVA: Sigurður Kári Árnason Fyrir hvað stendur Röskva? Röskva stendur fyrst og fremst fyrir jafnrétti, heiðarleika og traust í hagsmunabaráttu stúdenta við Háskóla íslands. Það eru allir velkomnir í Röskvu sem vilja leggja sitt af mörkum við að verja hagsmuni nemenda eða einfaldlega tengjast góðum félagsskap. Geturðu lýst kosningaferlinu? Nú er kosið til Stúdentaráðs og háskólaráðs. Kosið er um níu fulltrúa beint inn í Stúdentaráð en helmingur Stúdentaráðsliða situr áfram þannig að ráðið er aldrei alveg endurnýjað. Hinir níu fulltrúarnir voru því kosnir í fyrra en sæti þeirra eru þó aftur undir í þessum kosningum. Auk þessara 18 fulltrúa sitja í Stúdentaráði þeir tveir nemendur sem kosnir eru í háskólaráð þannig að i heild eru þetta 20 fulltrúar. Hver eru ykkar helstu baráttumál? Ég tel að eitt allra mikilvægasta kosningamálið að þessu sinni séu sjúkra- og upptökupróf við skólann. í fyrra þegar Röskva var í meirihluta Stúdentaráðs var því í fyrsta sinn komið til leiðar í mörgum deildum að þessi próf væru í janúar. Nú ári seinna hefur þessu aftur verið snúið við algerlega án atbeina stúdenta sem er ólíðandi. Röskva vill koma á fyrirkomulagi þar sem sjúkrapróf eru í lok prófatímabils og upptökupróf svo fljótt sem auðið er. Einnig er hættan á skólagjöldum við HÍ orðin raunveruleg aftur og Stúdentaráð verður að vera leiðandi ( þeirri umræðu. Röskva hefur alltaf barist af heilum hug gegn skólagjöldum og mun leggja mikla áherslu á að þeim verði ekki komið á bakdyramegin. Það hefur alltof oft gerst í vetur að hagsmunir stúdenta hafa verið fótum troðnir. Hverju hafið þið áorkað á síðustu árum? Það er einfaldlega þannig að aðferðir Röskvu svínvirka og við höfum því náð grfðarlega miklu í gegn. Við ætlum nú ekki að þreyta lesendur með því að fara yfir það í mjög ítarlegu máli heldur einungis stikla á stóru! Þegar Röskva var í tvö ár í meirihluta náðum við til dæmis að fá sjúkra - og upptökupróf tekin upp í janúar og júní sem og frítt í strætó fyrir alla stúdenta á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru mikil hagsmunamál sem meirihlutanum hefur því miður tekist að glopra úr höndunum. [ meirihluta náði Röskva líka sögulegum hækkunum 6 STÚDENTABLAÐIÐ á námslánum í gegn og tekjuskerðingu í 10% auk þess að ná því í gegn að nú þarf einungis 20 ECTS-einingar í stað 22 ECTS-eininga á önn til þess að fá námslán. Röskva reddaði líka 600 nýjum stúdentaíbúðum og kom í veg fyrir 830 milljóna niðurskurð hjá LÍN og H( með grimmilegum greinaskrifum og miklum pólitískum þrýstingi. I minnihluta hefur Röskva einnig náð mörgum af sínum baráttumálum í gegn, s.s. rafrænum kosningum og afnámi ábyrgðarmannakerfisins hjá L(N. Röskva gerði líka menntamál að kosningamáli með borgarafundi um menntamál og stóð fyrir setuverkfalli til þess að berjast fyrir sumarönnum - sumarannir voru í kjölfarið teknar upp við HÍ. Nú hefur umræðan um svokallaðan fléttulista verið áberandi þar sem Röskva hefur sett saman lista með tilliti til kyns. Geturðu sagt mér svolítið frá þessu fyrirkomulagi? Fléttulistar þekkjast víðast hvar þar sem listar eru boðnir fram til kosninga. Þeir geta verið mismunandi eins og þeir eru margir, t.d. paralistar þar sem að í hverjum tveimur sætum hlið við hlið þurfi að vera einn karl og ein kona. Þannig getur fléttulisti verið kona, karl, karl kona. Annars er þetta engin algild regla innan Röskvu, fléttulistarnir koma bara af sjálfdáðum og það eru einnig sterkustu listarnir sem samanstanda af báðum kynjum. Nú hefur Stúdentaráð tekið upp rafrænar kosningar. Telurðu að kjörsókn muni aukast í kjölfarið og hve mikil hefur kjörsókn verið á undanförnum árum? Kjörsókn hefur verið lítil undanfarin ár eða um þriðjungur. Ein af ástæðunum fyrir því hefur verið griðarleg fjölgun fjarnema við H( sem og nema sem ekki eru í fullu námi og eru þess vegna ekki oft í skólanum. Þetta fólk hefur oft ekki séð sér fært að mæta sérstaklega til þess að kjósa þannig að vonandi verða kosningar á Uglunni til þess að þessi stóri hópur taki frekar þátt.

x

Stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.