Stúdentablaðið

Ukioqatigiit

Stúdentablaðið - 01.02.2010, Qupperneq 11

Stúdentablaðið - 01.02.2010, Qupperneq 11
Netsamskipti Þegar kemur að netsamskiptum kynjanna kennir ýmissa grasa og nýtir fólk sér siður eins og Facebook og einkamal.is til að komast í kynni við bólfélaga, kærasta/kærustu eða jafnvel sélufélaga. Spjallforrit eins og MSN, Yahoo Messenger og Adium eru líka mikið notuð til að stíga fyrstu skrefin í tælingunni. Það er orðinn siður hjá mörgum að brjóta ísinn á Facebook með því að bæta þeirri manneskju sem fólk hefur áhuga á við sem vini. Það er auðveldara fyrir marga að eiga samskipti I skjóli tölvuskjásins þar sem meiri timi gefst til að hugsa vel og vanda valið á þeim orðum sem notuð eru. Einkamal.is og aðrir sambærilegir vefir eru sérhannaðir sem stefnumótavefir. Þar getur fólk skráð hinar ýmsu upplýsingar um sig sjálft og ritað lýsingu á þvi sem það leitar að. Á þeim vef finna karlar, konur og pör það sem sóst er eftir. Þrátt fyrir marga galla á slíkum vefjum eru margir sem hafa fundið hinn eina sanna eða hina einu sönnu með þessari nútímatækni. Rjúkandi kaffi og stefnumót Fjöldi kaffihúsa er á landinu og það er notalegt að sitja á kaffihúsi með bolla af rjúkandi kaffi og sýna sig og sjá aðra. Sumir mæta i þeim tilgangi að eiga stund með sjálfum sér og jafnvel lesa bók eða bara að fylgast með fólkinu og njóta einverunnar. Aðrirfara ( góðum félagsskap og ræða mál líðandi stundar eða rifja upp það sem liðið er. Svo eru nokkrir sem líta á kaffihús sem botnlausan brunn tækifæra til að komast í kynni við mann og annan. Hægt er að hafa augun opin fyrir öðrum sem eru einir á ferð eða í litlum hópi vina og biðja svo um leyfi til að setjast hjá viðkomandi. Heiti potturinn (slendingar eru nokkuð duglegir við að nýta sér sundlaugar landsins enda fátt eins notalegt á köldum vetrarkvöldum og að skella sér í heita pottinn og slaka á. Ófá pörin hafa kynnst í sundlaugum landsins enda eru heimsóknir (slendinga í laugarnar partur af íslenskri menningu. Sameiginlegi vinurinn Mjög góð leið fyrir þann óframhleypna í vinahópnum er að leita á náðir vina sinna sem eiga aðra einhleypa vini. Þar sem vinir manns þekkja kosti manns og galla eiga þeir oft auðvelt með að skera úr um það hvort tveir einleypir vinir geti átt samleið. Það getur þó verið vandræðalegt að hitta manneskju sem manni er komið á stefnumót með. Þá er oft betra að hittast ásamt sameiginlega vininum og jafnvel fleirum til þess að hafa samveruna minna þrúgandi, sérstaklega ef i Ijós kemur að éhugi er ekki fyrir hendi. Margir eru þó á þeirri skoðun að svona pörun leiði sjaldnast til einhvers meira vegna þess að það gæti sundrað vinahópum ef slík sambönd ganga ekki upp. Ástæðan er oftast sú að ef pör eiga algjörlega sama vinahópinn þá annaðhvort hverfur annar aðilinn eða báðir úr vinahópnum sökum þess að þeir geta ekki verið saman. Það er hins vegar engin regla á þessu og svona sambönd geta virkað vel og enginn þarf að missa neina vini. Stefnumótamenning í Danmörku í Danmörku er mikil stefnumótamenning og fjölmargir möguleikar í boði fyrir einhleypa Dani. Eitt af því er það sem kallast Running Dinner. Stofnandi fyrirtækisins sem kom þessu fyrirbrigði á koppinn er kona að nafni Michelle Hviid. Michelle fékk fyrir nokkrum árum hugmyndina að gagnabankanum www.runningdinner.dk þar sem einhleypt fólk gæti hist og skemmt sér saman. Hún lét hugmyndina verða að veruleika og hún hefur í kjölfarið undið upp á sig. Árið 2008 voru 18 þúsund manns skráðir i gagnabankann og hefur þeim vafalaust fjölgað síðan. Hugmyndin gengur út á að fólk skráir upplýsingar um sig í gangabankann, þar á meðal aldur, kyn og áhugamál. Stjórnandi síðunnar sér siðan um að para fólk saman á grundvelli þeirra upplýsinga. Á vefsíðunni er hægt að velja um að hitta fólk á mismunandi vettvangi. í boði eru salsatímar, hraðkynni (e. speed dating), persónuleg ráðgjöf, út að borða með fáum eða mörgum og svo hið bráðsniðuga form Running Dinner. Það gengur út á að tveir einstaklingar úr gagnabankanum sem passa vel saman að mati stjórnanda síðunnar halda matarboð. Þeir fara saman út að versla i matinn, elda saman og taka á móti þrem öðrum pörum úr gagnabankanum. Kvöldið er skipulagt þannig að forrétturinn er á einum stað, aðalrétturinn á öðrum og eftirrétturinn á þeim þriðja. Pörin fara á nýja staði eftir forréttinn og hitta önnur þrjú pör og borða næsta rétt. Nýtt gestgjafapar tekur á móti gestum á hverjum stað. Á þennan máta hittast 18 pör og borða saman. Að eftirréttinum loknum hittast öll pörin á ákveðnum stað á djamminu. Þetta form hefur verið geysivinsælt. Viðmælandi greinarhöfunda sem hefur farið á nokkur Running Dinner stefnumót segir frelsið vera aðalkostinn. í raun er þetta afar gott tækifæri fyrir einhleypt fólk til að fá ferðafélaga að góðu kvöldi án nokkurra skuldbindinga. Fólk getur hist aftur ef það vill eða sleppt því. Væntingar karla og kvenna Stundum er það lostinn einn sem stjórnar gjörðum bæði karla og kvenna en oft er það þó leitin að framtíðarmakanum sem drtfur fólk áfram. Það er erfitt að henda reiður á væntingum karla og kvenna því eins og kynin eru ólík þá eru ekki allir karlar eins frekar en allar konur. Það má þó eflaust álykta að grunnvæntingarnar séu svipaðar hjá kynjunum því það er í eðli okkar að vilja finna til öryggis, hlýju og ástar. 11 STÚDENTABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.