Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.02.2010, Blaðsíða 15

Stúdentablaðið - 01.02.2010, Blaðsíða 15
maður er rithöfundur eða ekki. Mig langar líka til þess að börnin mín læri annað tungumál. Draumalandið og LoveStar eru komnar út I Þýskalandi og Draumalandið komið út í Japan, Bretlandi og Danmörku og myndin er síðan sýnd um allan heim. Maður finnur að það er mikill munur á því hvort barnabækur eftir mann séu komnar út I mörgum löndum eða fullorðinsbækur. Bækur eins og Draumalandið eru teknar mun alvarlegar heldur en til dæmis Blái hnötturinn, sem ég held nú samt að muni lifa lengur. Nú er maður farinn að fara í stór viðtöl og það er einhvern veginn miklu hærri prófíll á öllu. Einhver sérstök áform með verðlaunaféð? Þessi verðlaun komu á mjög góðum tíma fyrir okkur og ég held að mikið af þessu eigi eftir að hverfa strax f húsnæðishttina (hlær). En það eru engar lúxusfjárfestingar hérna, það er líka bara mjög dýrt að vera ég! Ætli maður reyni ekki bara að bjarga því sem maður getur og halda áfram að skrifa. Ef það verður eitthvað eftir getur maður notað það (ellinni. Hafðirðu alltaf í hyggju að verða rithöfundur? sagt óvenjulegan feril. Þau voru búin að grafa upp flest allt sem ég hef gert, lásu meira að segja Söguna af bláa hnettinum og Bónusljóð og vissu af vinnu minni við Árnastofnun við útgáfuna af Rímnadisknum og ýmsu öðru. Telur þú persónulega Draumalandið vera þitt mikilvægasta eða stærsta verkefni hingað til? Draumalandið náttúrulega gleypti mig gjörsamlega á löngu tímabili og þetta er langstærsta heildarkonseptið sem ég hef unnið að, bókin, bíómyndin og fyrirlestrarnir. Þetta er það verkefni sem hefur tekið hvað mesta orku og er svona dæmi um þegar verkið gleypir höfundinn. En Draumalandið átti að vera eins konar millibók þar sem ég vildi sturta út því sem hafði verið að sækja á mig til að það hefði ekki áhrif á skáldskapinn en ég sá strax þegar ég var kominn áleiðis með bókina að þetta var orðið miklu stærra heldur en ég hafði áætlað í byrjun. Þú hefur ekki einungis skrifað skáldsögur heldur einnig leikrit. Hvað er í vinnslu í augnablikinu? Má búast við nýjum leikritum og/eða skáldsögum á næstunni? [ augnablikinu er ég í samstarfsverkefni með Þorleifi Erni Arnarsyni, leikrit sem heitir Eilíf óhamingja og er sjálfstætt framhald skrifstofudramasins Eilíf hamingja sem var sýnt árið 2007, en Eilíf óhamingja verður frumsýnt í mars. Svo er ég kominn áleiðis með tvær bækur, þar af eina barnabók sem er að taka á sig mynd og ég vona að verði bara nokkuð fín. Hvernig breyta þessi verðlaun vinnu þinni hér heima og erlendis? Vinnan mín er þannig í eðli sínu að hún hefur alltaf breyst mjög mikið. Það sem hefur kannski haft mest áhrif er það að hafa eignast fjögur börn, þar af þrjú á sex árum. En ég á alltaf eftir að fara og búa í útlöndum, ég hef ekki búið þar síðan ég var barn og ég held að maður hafi gott af því hvort sem Já, ég hafði alltaf hugsað mér að vinna við eitthvað skapandi. Fjölskyldan mín samanstendur mikið af hjúkrunarfólki og fjallafólki og vinir minir þegar ég var yngri voru allir í fótboltanum þannig að það lá ekki beint við að fara út í listina. En mig langaði alltaf að gera eitthvað skapandi, þá kom hugsanlega til greina myndlist, kvikmyndagerð, arkitektúr og svo er ég mikill aðdáandi Davids Attenborough og langaði svolítið að gera náttúrulífsmyndir. En það má segja að ég hafi svona fiktað við þetta allt saman að einhverju leyti eða unnið náið með fólki í þessum geirum. Ef það væri ekki skapandi starf hefði mig hugsanlega langað að fara (líffræði eða eitthvað því tengt. Á sínum tíma stóð mér reyndar til boða að fara til Amazon- frumskógarins að hjálpa móðurbróður mínum, sem er bandarískur líffræðingur, að veiða Anaconda- kyrkislöngur (hlær) en það var ekkert úr því. Þetta var í kringum 1997 en þá eignaðist ég barn og moundið M»i4 ittu þejir h kvtar hK alt? STÚDENTABLAÐIÐ skrifaði Söguna af bláa hnettinum stuttu seinna. Hver er þín uppáhaldsbók og/eða -rithöfundur? Þetta er svolítið erfið spurning. Á maður ekki bara að segja Njála og óþekktur höfundur? Ég var meira í því að lesa þjóðsögur og þær fengu mig mest til þess að langa til að skrifa. En hvað varðar erlenda rithöfunda þá má til dæmis nefna Kurt Vonnegut og Italo Calvino. Steinn Steinarr, Þórarinn Eldjárn, Gyrðir Elíasson, Isak Harðarson, Þórður Helgason og fleiri höfðu líka áhrif þegar ég var að byrja að skrifa. Hefurðu einhver heilræði fyrir unga og upprennandi rithöfunda eða stúdenta á námsárum sínum? Þegar ég byrjaði í íslenskunni þá var kreppa, því gat maður valið að læra það sem mann langaði til að læra frekar en eitthvað praktískt. Hvað er svo á döfinni árið 2010 hjá Andra Snæ Magnasyni? Það er svona helst að sjá fyrir endann á tveimur bókum og einu leikriti og ferðast mikið en þó ekki eins mikið og árið 2009, það var klikkun. Það gæti samt verið að ég ferðist jafnmikið ef ég fer til Kína. Sagan af bláa hnettinum var að koma út þar og það væri gaman að ná heimssýningunni. Annars bara vera duglegur að ala upp börnin mín.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.