Stúdentablaðið

Volume

Stúdentablaðið - 01.02.2010, Page 19

Stúdentablaðið - 01.02.2010, Page 19
niður og þar með greiðsla á láninu. Hinn fyrirvarinn sem kenndur er við Ragnar H. Hall, hann var afdráttarlausar orðaður í eldri lögunum. Þá var gert ráð fyrir því að það væru íslenskir dómstólar sem myndu eiga úrlausn um þetta atriði. Nýju lögin gera hins vegar ráð fyrir að úrlausn sé I höndum EFTA- dómstólsins og niðurstaða íslenskra dómstóla megi ekki vera í andstöðu við ráðgefandi álit hans." Almennt séð, telur þú að dómstólar Evrópusambandsins séu hlutlausir og sjálfstæðir? „Evrópusambandið hefur á að skipa dómstólum sem hafa dómara sem eiga að vera sjálfstæðir og óhlutdrægir. Ég dreg ekkert í efa að dómararnir séu það en hins vega hefur það verið tilhneiging hjá Evrópudómstólnum að dæma sambandinu í hag. að dæma sambandinu i hag vegna þess að það er eitt af þeim atriðum sem dómurum ber að taka tillit til, það er samstaða sambandsins og að menn virði sameiginleg markmið. Þetta kann að hafa áhrif á niðurstöðu dómstólsins og i þeim skilningi er hann ekki eins sjálfstæður og óhlutdrægur þegar í hlut eiga ríki sem standa utan Evrópusambandsins." Framhald málsins „Það er mín skoðun að það sé mjög erfitt fyrir okkur pólitískt að söðla núna um og lýsa því yfir að við munum ekki greiða nema málið verði lagt fyrir dómstóla. Þá liggur beinast við að málið verði lagt fyrir íslenska dómstóla því það er enginn annar alþjóðlegur dómstóll bær nema með samþykkt allra aðila. Bretar og Hollendingar gætu þó hugsanlega farið fyrir dómstóla þar sem er að finna eígnir íslenska ríkisins og að minnsta kosti freistað þess að fá viðurkennda sína kröfu þar. Þá held ég að verði þetta fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu þá þurfum við að leita samninga um málið. Það er einmitt það sem menn þurfa að meta, er líklegra að við fáum betri samning að lokinni synjun en við höfum nú eða gæti synjun leitt til þess að það næðust ekki samningar og skapast myndi óvissuástand? Svo er einnig spurning, hvernig munu önnur riki og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn bregðast við þeirri stöðu?" séð, hvorki frá ríkisstjórninni né stjórnsýslunni, almennilega útskýringu á efnahagslegu og pólitísku ástæðunum. Það vantar ákveðna heildarmynd þar sem hægt væri að sjá hverjar hinar raunverulegu afleiðingar væru fyrir þjóðfélagið. Ég trúi Jóhönnu og Steingrími þegar þau segja að það séu engar aðrar leiðir í stöðunni, aftur á móti er lagaleg óvissa mjög mikil." Atti ekki að geta gerst „Regluverk Evrópusambandsins er máttvana gagnvart lcesave því svona mál átti aldrei að geta komið upp. Það voru engar viðeigandi reglur, því má segja að hér sé ákveðin glufa ( málinu. Það sem er að gerast hér er að tvö lönd {Bretland og Holland} eru að túlka Evrópulögin sér í vil. Lönd þessi hafa ekki lagalegt vald til þess, slíkt vald er í höndum Evrópudómstólsins fyrir ESB-lönd eða EFTA- dómstólsins fyrir EFTA-lönd. Framkvæmdastjórnin gæti einnig gefið frá sér túlkun sem hefur eitthvert lagalegt gildi. Ríkisábyrgð er ekki sjálfgefin í evrópskum lögum, aðstæður skipta máli. Það segir hvergi í lögum að þegar innistæður (Tryggingarsjóði klárist þurfi ríkið að borga." til um. Þetta staðfestir að mínum dómi að ESB hefur ekki vald til að setja reglur fyrir endurreisn efnahagslífs þjóða eftir bankarhrun." Finnst þér sem Aiþjóðagjaldeyrisjóðinn sé hlutiaus í málum aðildarríkja sinna? „Þeir segjast vera það en ef þú lest gagnrýni Josephs Stieglitz og Amartya Sen um nútímahagkerfi og verkefni Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þá gætirðu farið að efast um það. Enginn sem ég hef hitt hefur enn sagt að rangfærslur séu ( bókum þessara fræðimanna. Ég hafði enga sérstaka skoðun gagnvart Alþjóðagjaldeyrissjóðnum en eftir að ég las mér frekar til þá er ég orðin áhyggjufull. Svo ég myndi frekarfá lánaðan pening frá Evrópulöndum eða Evrópusambandinu heldur en frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Ég hvet fólk eindregið til þess að lesa sér til um þetta því heimurinn er ekki sá sami eftir að þú lest gagnrýni þessara fræðimanna." Kristján Andri Jóhannsson Maria Elvira Mendez Pinedo, dósent í Evrópurétti Rök með: Efnahagsleg. „Hugsanlegur kostnaður við að fallast ekki á samninginn fyrir gjaldmiðil, skortur á lánum o.s.frv." Pólitísk. „Evrópusambandið vill að við stöndum við skuldbindingar okkar og séum hluti af hinu evrópska samfélagi." Rök á móti: Lagaleg. „Lagaleg óvissa ( þessari deilu er fyrir það fyrsta mjög mikil. Stærstu óvissuþættirnir snerta ríkisábyrgð og hugsanlega mismunun varðandi neyðarlögin. Frá lögfræðilegu sjónarhorni geta þessi rök fallið ( báðar áttir sökum efnahagshruns á íslandi. Er þetta framtíðin? „Skýrsla sem Seðlabanki Evrópu gaf út árið 2009 er mikilvæg til að skilja málið betur. Hægt er að benda á að nokkrar ríkisstjórnir sögðust einungis ætla að bjarga gjaldfærum bönkum. írlandi var auk þess gert skylt að bjarga bönkum sem höfðu kerfisbundna tengingu við hagkerfi landsins. Það er ákveðin mismunun þar. Árið 2010 sé ég því miður að þetta mál gæti verið utan valdssviðs ESB og það gæti verið ósamræmi innan Evrópusambandsins hvað þetta varðar. Því spyr ég, fyrst okkur hefur ekki verið gefið tækifæri til að færa lögfræðileg rök fyrir máli okkar er það sú framtíð sem við viljum fyrir evrópsk ríki, að stór og valdamikil ríki geti stjórnað smáríkjunum? Hvort möguleiki sé á að breyta um stefnu og ná betri samningi skal ég ekki segja til um. Það er eitthvað sem ríkin ættu að ræða sín á milli." Telur þú að Evrópusambandið sé hlutlaust í þessu máli? Upplýsingaflæði mætti vera betra „Mér sýnist að af efnahagslegum og pólitlskum ástæðum hafi verið ákveðið í október 2008 að (sland ætti að borga. Lagalegar ástæður lágu þeirri ákvörðun ekki til grundvallar. Efnahagsleg rök geta vegið þungt og kannski er betra að gangast við lcesave-samningnum. Ég hef þó ekki enn STÚDENTABLAÐIÐ „Fyrir mér þá hefur Evrópusambandið verið of hlutlaust því þetta er viðkvæmt mál og mér finnst sem þeir hafi ákveðið að halda sig frá því. Það er þó með öllu óviðeigandi að land í Evrópu sem hefur verið í samningum Evrópusambandsins (16 ár sé svipt öllum lagalegum réttindum. Hvort Islendingar hafi mótmælt þessu nægilega skal ég ekki segja

x

Stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.