Stúdentablaðið

Årgang

Stúdentablaðið - 01.02.2010, Side 31

Stúdentablaðið - 01.02.2010, Side 31
RANNSOKNARVERKEFNI í HÁSKÓLA? Háskóla á ekki að vera neitt mannlegt óviðkomandi samanber hið latneska heiti hans. f íslensku háskólaumhverfi hafa lifað og starfað fræðimenn á sviði heimspeki og siðfræði sem hafa stundað margs konar rannsóknir á sérsviði sínu. Sem áhugamaður um umferðarmál hér á landi hefur mér dottið í hug að hegðun (slendinga í umferðinni gæti verið verðugt og nytsamt rannsóknarverkefni þar sem leitað yrði orsaka fyrir hinni sérkennilegu og óskynsamlega hegðun fslendinga í umferðinni. Með því að greina þær mætti ef til vill I framhaldinu finna leiðir til úrbóta. Byrja mætti svona rannsókn með þvl að sundurgreina nokkra þætti hinnar sérstöku íslensku hegðunar. Ég skal nefna nokkur dæmi. Þegar ekið er á samhliða akreinum og ökumaður á annarri akreininni þarf að komast yfir á hina, til dæmis vegna þess að vegur þrengist, gildir sú óskráða regla í öðrum löndum að billinn renni Ijúflega inn í umferðina fyrir framan þann bíl á hinni akreininni sem er aðeins aftar. Hér á landi er þetta hins vegar oft heilmikið mál þvi að i staðinn fyrir að draga örlitið úr ferðinni og gefa þeim sem þarf að beygja rými til að skipta um akrein er jafnvel gefið i og hraðinn aukinn til þess að koma í veg fyrir það! Erlendis blandast umferð af tveimur akreinum, sem fer inn á eina, áreynslulaust eftir aðferð sem kalla má tannhjólsaðferðina. En hér á landi verður þessi einfalda aðgerð að hættuspili því að ökumenn hvorki kunna þessa aðferð, sem þó liggur í augum uppi, né heldur vilja þeir neitt með hana hafa. Afleiðingin verður oft sú að umferðin á þeirri akrein þar sem aka þarf af yfir á hina stöðvast nær alveg eða truflast stórlega. Þá kemur oft fyrir að einhver á beinu akreininni tekur það upp hjá sjálfum sér að „gefa séns" eins og það er kallað, hægir á sér og byrjar að hleypa bflum inn á akreinina. Útilokað er að lesa hugsanir þess sem „gefur séns", hversu mörgum bílum honum þóknast að hleypa inn á og verður oft úr þessu illviðráðanlegt og hættulegt óvissuástand. Hliðstætt dæmi er þegar bíll staðnæmist við gatnamót og ætlar að beygja til vinstri eða halda beint áfram yfir gatnamótin. Það getur verið tafsamt vegna þess að hann þarf að fara þvert fyrir umferð úr báðum áttum. Ævinlega stöðva íslenskir ökumenn sem lenda í þessum aðstæðum bílinn hægra megin á akreininni svo að engin leið er fyrir þá sem á eftir koma til að beygja fram hjá honum til hægri. Eðli málsins samkvæmt er hægri beygja miklu auðveldari en vinstri beygja en ég hef oft séð dæmi um að bílar sem ætluðu til hægri og hefðu átt mjög auðvelt með það gátu það ekki vegna þess að bíll eða bílar sem ætluðu til vinstri eða áfram stóðu kyrrir og komu (veg fyrir það. Skylt þessu er sú hegðun að gefa ekki stefnuljós til að sýna fyrirætlun ökumanns. Með þessu er iðulega komið I veg fyrir að aðrir ökumenn geti séð hvað í vændum er og komist leiðar sinnar f STÚDENTABLAÐIÐ samræmi við það. Sjá má gott dæmi um þetta á gatnamótum Grensásvegar og Fellsmúla þar sem bílar sem koma neðan úr Skeifunni komast ekki til vinstri til að aka suður Grensásveg vegna þess að ekkert stefnujós er gefið á bílum sem koma á móti þeim og ætla líka að beygja í sömu átt. Ef þeir gæfu stefnuljós gætu þeir sem koma úr Skeifunni haldið áfram og tekið beygjuna. En vegna þess að þeir sem koma ofan úr Fellsmúla gefa f skyn að þeir ætli beint áfram með því að gefa ekket stefnuljós koma þeir algerlega að óþörfu í veg fyrir eðlilegt flæði um gatnamótin. Ég hef oftar en einu sinni komið að bílum sem ófatlað fólk hefur lagt beint f stæði fatlaðra. Þegar ég hef spurt af hverju það gerir það fæ ég svarið: „Það er enginn fatlaður á ferð hérna núna og ég ætla að vera stutta stund inni." Þegar ég spyr á móti hvernig fatlaður maður, sem komi þarna að, eigi að vita þetta kemur svarið: „Þér kemur þetta ekkert við." Enn fremur er algengt að sjá bíla sem lagt er þannig að þeir taka svæði sem tveir bílar gætu annars verið í. Af því að ég ek é minnstu bílum íslands tekst mér oft að leggja í þessi hálfu stæði með þvf að vera þétt upp við bílinn sem lagt var ólöglega. Þá verður maður að vera viðbúinn mikilli reiði þeirra sem koma að og sjá að ekki er hægt að komast inn ( bílinn nema öðrum megin. Skiptir yfirleitt engu þótt ég bendi á að mínum bíl sé lagt löglega í stæði en þeirra ekki og svarið er oftast nær þetta: „Ég kom hérna á undan þér." Ég þekki dæmi um (slending sem kom fyrstur á stórt stæði við verslun í Bandaríkjunum og lagði bíl sínum skakkt. Þá renndi upp að honum lögreglubíll og út snöruðust lögreglumenn sem hótuðu honum sekt og að bíllinn yrði fjarlægður með krana á kostnað eiganda léti hann sér ekki segjast. (slendingurinn sagði að hann hefði komið þarna fyrstur og að það væri enginn annar bíll kominn enn þá. Við þau orð tók lögreglan upp handjárn og spurði (slendinginn hvort hann ætlaði að halda þessu til streitu. Eitt sinn ók stór amerískur bíll aftan á minn bíl á 60 km hraða. Minn bíll hentist 15 metra áfram og ég kengbeygði stýrið með höndunum, svo mikið var höggið. Bílstjórasætið brotnaði og ég mátti þakka fyrir að stórslasast ekki. Ég hafði neyðst til að stansa alveg á aðrein að Miklubrautinni vegna þess að enginn vildi hleypa mér inn í umferðina. Konan sem kom á ameríska kagganum skömmu síðar eftir aðreininni (sömu átt gaf stefnuljós til vinstri og þegar það hafði engin áhrif hélt hún að stefnuljósin væru biluð og fór að veifa hendi út um bílstjóragluggann. Það bar engan árangur og þegar enginn vildi hleypa henni inn í umferðina lenti hún aftan á mér á fullri ferð af þvf að f þessum vandræðum öllum hafði hún ekki séð mig. Hún sagði eftir á að hún væri nýkomin til landsins eftir áralanga dvöl í Bandaríkjunum og hefði ekki dottið annað f hug en að hún fengi að renna bíl sfnum átakalaust inn í umferðina eins og alls staðar væri venja erlendis. Það væri líka ástæðan fyrir því að hún hefði ekki séð mig því að hvergi erlendis þyrftu menn að stöðva bíla sína af þessum sökum. Það fyndna við þessa hegðun (slendinga er það að allir tapa á henni. Sá sem einn daginn verður til þess að skapa óöryggi, hættu og tafir lendir næsta dag f því að aðrir valdi honum töfum og skapi óöryggi. Vegna þess að þetta hegðunarmynstur Islendinga hafði eitt sinn næstum kostað mig örkuml heiti ég á háskólasamfélagið að rannsaka þetta gullfiskaminni ökumanna og hegðun alla og hika ekki við að fara 1100 ár aftur í tfmann til að skoða hvort þetta liggi í genunum hjá okkur, allar götur frá því að forfeður okkar vildu ekki una boðum og bönnum Haraldar hárfagra. Einnig mætti athuga ástæðuna fyrir þvf að einn vinsælasti baráttusöngur sem sunginn hefur verið á (slandi er með þessa dásamlegu setningu: „Á (slandi við getum verið kóngar allir hreint! / Og látum engan yfir okkur ráða / þótt ýmsir vilji stjórna okkur bæði Ijóst og leynt." Ómar Ragnarsson, fréttamaður og fjölfræðingur

x

Stúdentablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.