Búnaðarrit - 01.01.1918, Síða 10
2
BÚNAÐARRIT
svið, stýra stefnunni og hefja það í áliti. Hann var líka
óefað mjög vel til slíks kjörinn, fjölhæfur starfsmaður,
er með sinni alkunnu lipurð og áhuga gekk greiðlega
að vinna félaginu hylli, bæði meðal þings og stjórnar
og almennings út um allar sveitir landsins.
í stjórn Búnaðarfélags íslands vann Þórhallur biskup
sitt aðalstarf sem frömuður búnaðarmálanna, en jafn-
framt var hann sístarfandi fyrir landbúnaðinn hvar sem
hann gat komið því við.
Garðyrkjufélagið íslenzka hefir ekki alllítið stutt að
framförum í garðrækt hér á landi síðasta mannsaldur-
inn, þótt það starf hafi mestmegnis verið unnið í kyr-
þei og lítið á lofti haldið. Þórhallur biskup tók við for-
mensku þess félags er landlæknir Schierbeck flutti af
landi burt 1894. Félagið gaf út leiðbeinandi ritling í 7
ár 1895—1901, er útbýtt var ókeypis að mestu leyti.
Útgáfunni var hætt vegna þesa, að Búnaðarritið fór þá
að flytja ritgerðir sama efnis. Garðyrkjufélagið setti sér
í byrjun það verkefni, að sjá fyrir nægum birgðum af
ýmiskonar fræi, einkum gulrófnafiæi. Eftir að Búnaðar-
félag íslands tók til starfa, er erfitt að gera upp á milli
félaganna, að því er þá starfsemi snertir, því þeir sem
aðallega unnu hér að, heyrðu baðum félögunum til.
Framan af rak Garðyrkjufélagið fræsöluna á eigin reikn-
ing og með því auraðist saman í sjóð, sem nú er að
upphæð nær 700 kr. og geymdur er í Söfnunarsjóðnum.
Þórhallur Bjarnarson var einn af 11 mönnum, er
stofnuðu Jarðræktarfélag Reykjavikur árið 1891. í stjórn
félagsins var hann frá byrjun og þangað til árið 1912,
að hann baðst undan endurkosningu. Formaður félags-
ins var hann í 9 ár, 1895—1903.
Hann var formaður miiliþinganefndarinnar í landbún-
aðarmálum, er skipuð var 2. maiz 1904. Nefridin samdi
12 lagafrumvörp og eru þau með athugasemdum prent-
uð í 19. árg. Búnaðarritsins.
Borgfirðingar kusu Þórhall á þing 1894, og sat hann