Búnaðarrit - 01.01.1918, Page 11
BÚNAÐARRIT
3
alls á 8 þingum. Forseti neðri deildar 1897 og 1899.
Ætíð var hann í fremstu röð þeirra manna á þingi, er
létu til sín taka um landbúnaðarmálin. Þau árin sem
hann var ekki forseti, var hann eins og sjálfkjörinn í
landbúnaðarnefndina eftir að farið var að kjósa þá nefnd,
og í fjárlaganefnd sat hann og hafði þannig góða að-
stöðu til áhrifa á landbúnaðarlöggjófina og fjárveitingar
til landbúnaðarins.
Búgarð sinn í Reykjavík, er hann nefndi Laufás, eftir
bernsku-heimili sinu, ræktaði hann upp úr óræktar-
mýrum og móum. Venjulega var Laufásbúið í tölu þeirra,
er hæsta höfðu dagsverkatöluna í Jarðræktarfólagi Reykja-
víkur, og þurfti þó mikið til þess, því að ýmsir miklir
jarðabótamenn voru í fólaginu. Samanlögð dagsverka-
tala fólagsmanna árlega venjulega nálægt 3000. Siðari
árin var dagsverkatalan í Laufási orðin lág, landið var
alt ræktað.
Þórhallur biskup hafði miklu láni að fagna í lífinu
íram á síðustu æfiár. Alinn upp í sveitasælu, á ágætu
heimili. Fókk notið beztu mentunar eins og hugur hans
stóð til. Komst ungur í góð og virðuleg embætti. Naut
almennrar vinsældar og virðingar. Veittist honum ótæpt
tækifæri til að vinna að áhugamálum sínum með öðr-
um góðum mönnum, og fékk hann á þann hátt notið
sinna alkunnu og viðurkendu hæfileika, til að leiða
nýja strauma inn í íslenzkt þjóðlíf og glæða áhuga al-
mennings fyrir því, er horfði til heilla og hagsældar.
Á siðari árum varð breyting á heimilishögum hans;
kona hans, frú Valgerður Jónsdóttir, veiktist af alvar-
legum sjúkdómi. Hún var sæmdarkona; mjög samrýmd
manni sínum. Meðan heilsan leyfði átti hún sinn góða
þátt í því, að gera garðinn frægan. Þegar heilsan var
þrotin, bar hún sjúkleik sinn með hugpiýði. Bn það gat
ekki hjá því farið, að þessi sjúkdómur og missir kon-
unnar gengi jafn viðkvæmum manni til hjarta og Þór-
hallur biskup var. Nokkru eftir lát konunnar misti hann
*1