Búnaðarrit - 01.01.1918, Page 16
8
BÚNAÐARRIT
heldur að búast. Reglur þær sem eg hefi heyrt um orf-
lengd eru ónákvæmar og mönnum ber ekki saman um
þær. Orf eru tíðast mæld í handföngum. Alkunn er
reglan sem höfð er eftir álfkonunni: „Sjö handföng bíta
bezt, en það munu fáir þola“. „En níu eru nóg“, bæta
aðrir við. Sumir sláttumenn hafa og sagt mór að þeir
vildu hafa orfið 9 handföng fyrir neðan neðri hæl, aðrir
10 handföng. Lengdin milli hæla er sömuleiðis mæld í
handföngum, 4 handföng, 4x/i handfang o. s. frv. En
handfang er auðvitað ekki fast mál. Háir menn geta
verið handmjóir og lágir handbreiðir. Þá hefi eg og oft
heyrt þá reglu, að efri hæll ætti að taka sláttumannin-
um undir hönd. En af mælingu á 11 sláttumönnum,
öðrum en þeim sem taflan greinir, og orfum þeirra,
varð niðurstaðan sú, að lengd orfsins upp fyrir efri hæl
var hjá þremur jöfn hæðinni undir hönd, hjá einum var
hún 1 cm meiri, en hjá hinum, 4, 6, 6, 8, 5, 9, 10,
11 cm minni en hæðin undir hönd.
Sé þess nú gætt hvernig menn fá orf sín, er ekki
heldur við því að búast, að mál á orfum manna standi
að jafnaði í föstu hlutfalli við vöxt þeirra. Oftast munu
orfin keypt tilbúin hjá einhverjum orfasmið, en að jafn-
aði mun ekki um margar stærðir að velja. Menn taka
þá það sem þeim finst lagi næst. Smiður einn hér í
Reykjavik hefir góðfúslega látið mér í té mál á orfum
þeim er hann smíðar og hefir til sölu. Þess skal getið,
að „lengd milli hæla“ er eins og á töflunni reiknuð úr
miðjum neðri hæl og í þann stað á orfinu er þverbein
lína frá „kerlingunni" miðri kemur á það.
Mál á oríura.
Fullstört: upp að neðri hæl 108 cm, milli hæla 42
cm, fyrir ofan efri hæl 45 cm, lengd neðri hæls 15
cm, lengd efri hæls 28 cm.
Meðalstórt: upp að neðri hæl 100 cm, milli hæla