Búnaðarrit - 01.01.1918, Síða 18
10
BÚNAÐARRIT
leggnum við sláttinn. Hann kreppist þá að eins lítið
eitt og verður frjáls í hreyfingum.
Loks er fjarlægðin milli hælanna (úr miðjum neðri
hæl og í þann stað á orfinu er þverbein lína frá „kerl-
ingunni" miðri kemur á það). Hugsum oss iínu dregna
úr miðri „kerlingu“ í miðjan neðri hæl. Sú lína verður
þá grunnlína í rétthyrndum þríhyrningi; önnur hliðin
að rétta horninu er lengd efri hæls, hin hliðin er lengdin
milli hæla. Af hverjum tveim gefnum hliðum þríhyrn-
ingsins leiðir lengd þriðju hliðarinnar. En grunnlínan í
þessum þríhyrningi er fjarlægðin milli handa sláttu-
mannsins, er hann heldur á orfinu. Og spurningin er þá
hve mikil sú fjarlægð eigi að vera. Auðveldasta stelling
handleggjanna sem verið getur er sú, þegar þeir falla
eins og þeim er eðlilegt niður með hliðunum. Sú fjar-
lægð handanna mundi því vera hverjum manni eðlileg-
ust. Sé fjarlægðin milli kerlingar og neðri hæls miklu
meiri en fjarlægðin milli handanna, er þær falla eðli-
lega niður með líkamanum, þá veldur það erfiði, sláttu-
maðurinn verður að seilast til hælanna og vindingur
kemur á líkamann, er hann fylgir orfinu eftir. Sé hins
vegar fjarlægðin milli handanna á hælunum minni en
þegar þær falla eins og þeim er eðlilegast, þá nema
handleggirnir við líkamann og sláttumaðurinn fær minna
vald á orfinu. En það fer auðvitað eftir vaxtarlagi manns
(mjaðmabreidd) hve langt er á milli handanna, þegar
þær hanga niður með hliðunum.
Þetta voru nú almennar hugleiðingar. En til þess að
kveða nákvæmar á um hvert atriðið, virtist mér þurfa
að gera tilraunir. Eg lét því smíða orf með færanlegum
hælum. Orfið smíðaði Halldór Arnórsson, og var það
kostað af Búnaðarfélagi íslands. Mátti gera orfið langt
og stutt eftir vild, bæði fyrir neðan neðri hæl og milli
hæla, með því að færa hælana til, upp og ofan. Efri
hæl mátti og stytta og lengja eftir vild. Metramál var
markað á orfið, svo hægt var að lesa stærðirnar á orf-