Búnaðarrit - 01.01.1918, Page 19
BÚNAÐARKIT
11
inu sjálfu hvert skiftið. Jafnframt gat eg haft það til að
mæla sláttumennina. Nokkuð fyrir ofan ljáhólkana var
orfið sagað sundur og settur hólkur um samskeytin.
Yar neðri hlutinn fastur í hólknum, en efri hlutanum
mátti snúa í honum og festa síðan með skrúfum er
þrengdu hann. Með þessum hætti mátti breyta steypingu
(kverksneiðingu, hnakkasneiðingu) orfsins (horninu sem
neðri hæll myndar við sneiðingu orfsins og þar með við
ljáinn). Á orfið var festur gráðubogi ofan við hólkinn.
Á honum mátti sjá hve margar gráður steypingin var.
Þetta orf fekk eg svo í hendur þeim sláttumanninum
er mér virtist beztur af þeim 15 sem á töflunni eru.
Hann er þar að vísu nr. 5, en eg hygg að enginn hinna
slái á við hann, þegar til lengdar lætur. Hann heitir
Ari Jónsson frá Stöpum í Húnavatnssýslu, 26 ára gam-
all og hefir sjálfur fundið upp sláttulag sitt með tilraun-
um og athugunum og mikið um það hugsað. Eg bað
hann nú að breyta smám saman til um hlutföll orfsins,
unz hann hefði fundið það lag er honum likaði bezt.
Hafði hann orfið nokkra daga, unz hann þóttist hafa
fundið bezta lagið. En það var svona:
Lengd fyrir neðan neðri hæl, Li = 102,5 cm.
Lengd milli hæla, L2 = 44 cm.
Lengd efri hæls, Li = 28.
Steyping = 34°.
Eins og menn sjá munar þetta litlu frá því orfi sem
hann hafði látið smíða sér og taflan sýnir.
Hæð Ara, H, er=176 cm. Mjaðmabreidd hans, M=35 cm.
Fáum vér því þessi hlutföll:
~ = 0,58; L2 = M-j-9 cm; = 0,16.
Þá var eftir að vita hvernig öðrum sláttumönnum
geðjaðist að þessum hlutföllum.
Til þess að fá nokkra reynslu um það, fór eg til 12
sláttumanna er eg náði til á túnunum hér í Reykjavík
(annara en þeirra sem taflan getur um) og 12 sláttu-