Búnaðarrit - 01.01.1918, Síða 21
búnaðakrit
13
hæl, þannig að orflð Bvægi salt“ þegar tekið væri um
neðri hæl og brýnið lagt á kerlingarhælinn, en flestir
halda brýninu við „kerlinguna", er þeir slá. Skal eg
engan dóm á þetta leggja, með því að eg hefi engar at-
huganir um það gert.
Það sem eg hefi sagt um orfið er miðað við slátt á
sléttu. í þýfi þurfa orf að vera styttri. Nú er víðast
engu minna slegið í þýfi en á slóttu, en flestir hafa
sama orfið til hvors tveggja. Er því eðlilegt að orf reyn-
ist að jafnaði styttri fyrir neðan neðri hæl en vera
ætti, ef þau væru eingöngu ætluð til sláttar á sléttu.
Hentast væri auðvitað að hafa sína orflengdina til hvors,
og þyrfti þá hver maður annað hvort að eiga tvö orf,
eða hafa orf með færanlegum hælum; og hygg eg að
slík orf þyrftu ekki að verða dýr, ef þau væru alment
notuð.
Þá kem eg að Ijáunum.
Almennasta ljálengdin, að minsta kosti á túnum, mun
vera 55 cm fyrir egg (11 gata ljáir) og grashlaupið um
5 cm. Auðsætt er að með sömu úrréttu (horninu sem
bakkinn myndar við þjóið) gefur Ijárinn því breiðara
ljáfar sem hann er lengri, sé honum alt af beitt eins.
En ljáfarið verður misbreitt eftir því hvernig honum er
beitt, breiðast þegar sláttumaðurinn stendur næst múgn-
um, mjóst þegar hann stendur næst hnakkamöninni og
meðalbreitt þegar hann stendur í miðjum skára, eins og
hverjum manni er eðlilegast. Langur ljár og krappari
verður bitsælli en stuttur ljár og úrréttari, vegna þess
að krappari ljárinn sníður grasið, en mjög úrréttur gerir
fremur að höggva það. Erfiðið verður og meira með
úrréttari ljánum. Úrréttan verður auðvitað að fara eftir
því hve léttslægt er. Hver maður mundi t. d. hafa úr-
réttara á snöggu mýrlendi en á vel sprotnu túni, og er
sjálfsagt að hafa svo úrrétt sem má án þess slátturinn
verði of erfiður eða of skammbeitt.
Um legu ijásins (hornið sem blaðið myndar við stefnu