Búnaðarrit - 01.01.1918, Page 29
BÚNAÐARRIT
21
að það sláttulagið er sigurinn bæri úr býtum væri um
leið fest> í huga manna til fyrirmyndar. Nú kynni svo
að fara; að tveir menn eða fleiri yrðu jafnir eða því
sem næst, og þá mundu skoðanir manna verða skiftar
um það, hvert sláttulagið væri bezt. En úr því mundi
reynslan skera, þegar þessu væri haldið áfram ár eftir
ár. Sigursælasta sláttulagið yrði að lokum regla fyrir
alla þá er sjá vildu sóma sinn í þessu verki.
Gáum svo að hver áhrif þetta hefði á sláttinn viðs-
vegar um sveitirnar. Mundu ekki flestir ungir sláttu-
menn, sem nokkur dáð væri i, vilja taka þátt í slíkum
kappsiætti? Þarna væri iþrótt sem þeir stæðu betur að
vígi við en nokkra aðra, sem nú tíðkast, því að þær
heimta allar að menn verji tómstundum sínum til að
iðka þær, en hvert Ijáfar sem sláttumaðurinn slær fyrir
sjálfan sig eða húsbónda sinn gæti verið honum undir-
búningur undir kappsláttinn; því betur sem hann leggur
sig fram við slát.tinn heima fyrir, því líkiegri er hann
t,ii að verða sláttukóngur héraðsins eða ef til vill alls
landsins.
Eg treysti ungmeDnafélögunum bezt til að taka þessa
hugmynd á sína arma og bera hana fram til sigurs.
Hvaðan féð ætt.i að koma til verðlaunanna getur verið
álitamál. En það hlyti að fást þegar málinu væri
hrundið af stað, annað hvort fyrir öriæti einstakra manna,
eða frá sveitarsjóðum eða Búnaðarfélagi íslands. Hvaðan
sem féð kæmi, mundi það margborga sig.