Búnaðarrit - 01.01.1918, Page 30
BDNASAIIKIT.
Sæþörungar.
Eftir Dr. phil. Helga Jónsson.
Loftslag voldur, eins og kunnugt er, hinum miklu
stakkaskiftum, sem gróðurinn tekur hér á landi eftir
árstíðum. Yeturinn er dvalartími gróðursins í köldu
loftslagi, og skapar hann plöntunum lengri dvöl, en þær
þurfa eítir eðli sínu. Þetta á þó einkum við gróður á
landi. í sjó gætir loftslagsbreytinga minna, og er því
tiltölulega minni árstíðamunur á gróðri sævar en á landi.
Dvalartími sæjurtanna er og að vetrinum, af því að þá
er birtan minst, en hann er afarstuttur fyrir allar fjöl-
æru tegundirnar. Dvalartími þeirra flestra er jafnvel
styttri en svartasta skammdegið. Sæjurtirnar fölna ekki
á haustin eins og jurtir á landi. Þörungagróðurinn er
því með svipuðu útliti allan ársins hring, en þó er gróður
einæru tegundanna undanskilinn. Þegar fannir og klaki
hyija gróður á landi, er fjörugróðurinn og djúpgróðurinn
með sínum vanalega brúna og rauða lit. Eða með öðr-
um orðum, ef hagleysi og heyleysi amar að er mögulegt
að ná i lifandi jurtagróður í sjónum.
Sævargróðurinn getur því orðið að góðu liði í harð-
indum, og sé hann notaður í tíma og á réttan hátt,
getur hann jafnvel bjargað öllu.
I graslitlum útkjálkahéruðum er venjulegast mikill
og blómlegur sævargróður. í þeim sveitum er fjörubeit
og þörungaskurður árlega til hins mesta gagns.
Um langan aldur hafa menn notað þöruuga bæði til
manneldis og skepnufóðurs. í suðausturhluta Asíu eru
þörungar árlega teknir og ganga kaupum og sölum eins