Búnaðarrit - 01.01.1918, Síða 32
24
BÚNAÐARRIT
lega þarategundir og marinkjarni. Eru það hinar stór-
vöxnustu þörungategundir hér við land og vaxa í þétt-
um „skógum“ á stórum svæðum á mararbotni. Breidd
þessa beltis fer eftir hallanum. Þar sem strendur eru sæ-
brattar og aðdýpi mikið er beltið mjótt, en afarbreitt
þar sem hallinn er lítill. Milli hinna stórvöxnu brúnþör-
unga („trjánna" á mararbotni) vaxa ýmsar minni teg-
undir, einkum rauðir þörungar. Á þara- og marinkjarna-
leggjunum vex og allmikið af rauðum þörungum, einkum
sunnan og vestanlands.
í þessu belti er „uppgripa slægja" og sumar tegund-
irnar, svo sem marinkjarni og beltisþari, hafa þótt góðar
fóðurtegundir hér á landi. En það er ekki auðgert að
„slá“ á svo miklu dýpi. Bezt er að „heyja“ í þessu belti
um stórstraumsfjöru. Þá verður víða svo grunt ofan til
í þarabeltinu, að þararnir ná upp úr eða því sem næst.
Um stórstraumsfjöru getur þá maður á litlum bát skorið
mikið af þara með stuttum ljá í löngu skafti. Þar sem
því .verður ekki komið við og svo er djúpt að eigi nær
til þaranna má taka þá með botnsköfum, botnkrökum
og ýmsum öðrum veiðarfærum, sem hver og einn getur
búið til eftir vild.
Með góðum verkfærum má auðvitað ná í þarann þótt
um flæði sé, en það er svo miklu erfiðara, og er sjálf-
sagt að nota fjöruna ef auðið er.
Enginn hefur, svo eg viti, tekið þara á þenna hátt úr
djúpgróðurbeltinu, heldur hafa menn látið sér nægja það
sem bárurnar báru að landi. Er það alkunnugt að viða
berast miklar hrannir á land í álandsvindum. Hafa hrann-
ir þessar bæði verið notaðar til beitar og þaratekju og
og gefist vel. Er einkum athugavert að nota hrannir til
þaratekju á sendnum ströndum, nema auðið sé að þvo
sandinn af.
Ef svo ber undir að góðar hrannir ber upp á kletta-
strendur, er sjálfsagt að nota þær eins mikið og unt er.
En sé þörf á þörungafóðri í svipinn, þá mun enginn