Búnaðarrit - 01.01.1918, Page 33
BÚNAÐARRIT
25
dugnaðarmaður bíða eftir því, að bárurnar beri fóðrið á
land, heldur mundi reynt að afla þess á einn eða ann-
an hátt.
II. I*tfrungatcgundir.
Þörungar skiftast í 4 flokka og má greina þá að eftir
lit. Blágrænir þörungar og grænir eru efst í þörunga-
beltinu, þá koma brúnir þörungar og ná þeir yfir alt
þörungabeltið, hér um bil frá hálfföllnum sjó og niður
úr, og innanum þá eru rauðir þörungar. Rauðu þörung-
arnir ganga dýpst hér við land.
Þær tegundir er að mestu gagni verða eru auk sölv-
anna, hinir stóru brúnu þörungar.
Nauðsynlegt er að menn þekki hinar helztu tegundir
af nytjaþörungum. Eg hefi áður lýsr þessum tegundum
í Búnaðarritinu (20. árg.) og gæti því látið mér nægja
að vísa mönnum þangað, en handhægra mun þykja að
hafa lýsingarnar við hendina, og set eg þær því hér.
I. Brúnir þörungar
A. Þalið deilist í blað og legg, „ræturnar" eru marg
kvíslaðar. Stórar djúpgróðurplöntur.
a. Miðtaug eftir blaðinu endilöngu, smáblöð á
leggnum neðanvið aðalblaðið.
c. Þverskurður miðtaugar í neðri hluta blaðs
takmarkast af tveim, beinum, jafnhliða lín-
um og boglínum til endanna.
Marinkjarni (Alaria esculenta f. pinnata).
cc. Bverskurður miðtaugar í neðri hluta blaðs
oddbaugóttur.
Ránarkjarni (Alaria Pylaii).
b. Engin miðtaug í blaðinu og engin smáblöð á
leggnum.
c. Blaðið heilt.
1. Leggurinn ekki holur.
Beltisþari (Laminaria saccharina).