Búnaðarrit - 01.01.1918, Blaðsíða 35
BÚNAÐARRIT
27
Skúfaþang (Fucus inflatus).
b. Engin miðtaug í þalgreinum.
o. Frjóbeður einkynja, stórar aflangar blöðrur
í miðjum þalgreinum. Allstór jurt, vex í
þangbeltinu.
Klóþang (Ascophyllum nodosum).
oo. Frjóbeður tvíkynja, engar blöðrur. Lítil
jurt, vex á klettum í flæðarmáli (S- og
SY-ströndin).
Dvergaþang (Pelvetia canaliculata).
II. Rauðir þörungar.
A. Þalið er örþunn himna, ókvísluð og allstór um
sig og vex á klettum í flæðarmáli.
Purpurahimna (Porphyra umbilicalis).
B. Þalið er þunt og flatt, fáklofið að ofan, fjöru-
plöntur.
Söl (Rhodymenia palmata).
C. Þalið er margkvíslað, þykt, brjóskkent og flatt,
fjöruplöntur (neðst í fjöru).
Fjörugrös (Chondrus crispus).
1. MarinJcjarni. Alaria escuienta, f. pinnata.
„Rætur“ eru margkvíslaðar, leggurinn sívalur upp úr
eða stundum flatvaxinn ofan til, oft alldigur. Blaðgrunn-
urinn er venjulegast fleyglagaður. Blaðið er venjulegast
afarlangt. Blaðtaugin er miklu þykkri en hinir þunnu
hlutar blaðsins og annaðhvort köntótt (að neðan) eða ávöl
(að ofan). Mjög oft er blaðið slitið og rifið af öidugang-
inum að ofan og oft og tíðum er efri hluti blaðsins
ekki annað en miðtaugin. Smábiöð (gróblöð) mismunandi
að stærð og lögun eru á leggnum ofantil. Þau eru hér
nefnd smáblöð af því að þau eru lítil í samanburði við
stóra blaðið. Þau eru stundum 10 sentímetrar á breidd
og 40 sentímetrar á lengd. Þau eru æxlunarblöð marin-
kjarnans, því að gróin myndast í yfirborði þeirra.
Marinkjarninn er meðal hinna stærstu þörunga hér
við land. Lengd leggsins er frá 10—120 sentimetrar á