Búnaðarrit - 01.01.1918, Side 37
BUNAÐARRIT
29
part breiðblöðótta afbrigðinu. Aðaleinkenni tegundarinnar
er að leggurinn er holur.
Leggurinn er á lengd 60—136 cm, blaðið á breidd
40—86 cm og á lengd 130—297 cm.
Tegundin hefir fundist í Fossárvík í Berufirði og
Glæsibæ í Eyjafirði.
5. Kerlingareyra (Laminaria hyperborea). Stór-
vaxinn þari, alt að því 5 metra langur, leggurinn
(þöngullinn) sívalur, gildastur neðst og fer smá mjókk-
andi upp á við. Blaðið er bæði breitt og langt og klofið
í margar misjafnlega breiðar ræmur af ölduganginum.
Bæturnar eru í ákveðnum langröðum. Þessi tegund að-
greinist auðveldast frá öðrum líkum tegundum á því að
leggurinn er digrastur neðst og ræturnar í langröðum.
Nýja blaðið ekki fullvaxið fyr en í apríl—júní eða jafn-
vel júlí (á Norðurlandi). Af tegund þessari vex mjög
mikið, einkum við Suður- og Suðvesturströndina, alt
frá 20 faðma dýpi og uppað fjörumarki. Um stórstraums-
fjöru stendur oft efsti hluti leggsins upp úr sjónum og
lyftir þá og neðsta hluta blaðsins upp úr, svo að það er
engu líkara en að mörg eyru séu á sveimi, (þar af
kemur liklega nafnið).
6. Surtarpari (Laminaria nigripes). Yex í fjöru-
pyttum í neðri hluta fjörubeltis og niður á 10 faðma
dýpi. Jurtin er ekki sérlega stórvaxin. Leggurinn 5—26
cm. langur, blaðið 14—40 cm breitt og 40 —110 cm
langt. Blaðið er óskift á litlum jurtum, en venjulegast
er það klofið í fáar ræmur nokkuð langt niður, sjaldan
að grunni. Tegund þessi er fremur algeng á Austfjörð-
um, ófundin annarstaðar á landinu.
7. Hrossaþari (Laminaria digitata). Líkist mjög
kerlingareyranu err er þó smávaxnari venjulegast. Legg-
urinn er 6—60 cm á lengd, sívalur, stundum flatvax-
inn ofantíl. Blaðið er breitt og langt (50—200 cm), og
margklofið af ölduganginum í mjóar ræmur. Tegundin
er mjög breytileg.